Innlent

Sigmundur svarar fyrir sig

Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson svaraði fyrir ummæli sín á Alþingi í dag.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson svaraði fyrir ummæli sín á Alþingi í dag. Mynd/Daníel
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson svaraði fyrir ummæli sín um loftslagsbreytingar á Alþingi í dag.

Í viðtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins í gær sagðist Sigmundur sjá ýmis tækifæri fyrir íslensku þjóðina hvað varðar matvælaframleiðslu á komandi árum, til hliðsjónar við loftslagsbreytingar.

Katrín Jakobsdóttir, þingmaður Vinstri grænna lagði fyrirspurn fyrir forsætisráðherra á Alþingi í dag þar sem hún bað hann að skýra orð sín. Spurði Katrín ráðherrann um viðhorf hans gagnvart skýrslu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar sem var gefin út nú á dögunum.

„Það er ljóst að þó að Ísland sé kannski ekki á hættulegasta stað í heimi þá getum við alveg eins búist við því að þurfa að mæta ýmsum áhrifum loftslagsbreytinga,“ sagði Katrín. „Mig langaði að biðja forsætisráðherra að skýra þessi orð, hvort það sé nú ekki svo að hann deili þeim þungu áhyggjum sem við hljótum öll að hafa af loftslagsbreytingum í heiminum enda hnattrænt vandamál.“

Sigmundur svaraði því að hann hefði verið spurður um framtíðarmöguleika Íslands í matvælaframleiðslu og svarað á sama hátt og hann hefði gert síðustu fimm ár.

„Ísland eins og nágrannalöndin hefðu heilmikil tækifæri á sviði matvælaframleiðslu, en ekki bara tækifæri, heldur skyldu líka,“ sagði Sigmundur. „Við hefðum raunar skyldum að gegna gagnvart heiminum þegar ljóst er að eftirspurn eftir matvælum mun fara mjög vaxandi og aðstæður til þes að framleiða matvæli sunnar á hnettinum vrða mun erfiðari en verið hefur mjög víða.“

Sigmundur talaði um að í Bandaríkjunum væri vatn af skornum skammti á mjög stórum svæðum og því sé landbúnaður að leggjast af sumstaðar.

„Þetta er bara eitt af fjölmörgum dæmum eins og háttvirtur þingmaður rakti í fyrirspurn sinni um þessa uggvænlegu þróun, en þar höfum við Íslendingar skyldum að gegna og getum lagt heilmikið af mörkum,“ sagði Sigmundur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×