Innlent

Sigríður vill verða biskup

Sigríður Guðmarsdóttir, sóknarprestur í Grafarholti, ætlar að gefa kost á sér til embættis Biskups Íslands. Þetta kom fram í síðdegisútvarpinu á Rás 2 nú fyrir stundu.

Sigríður er fyrsti presturinn sem gefur kost á sér til embættisins. Karl Sigurbjörnsson tilkynnti seint á síðasta ári að hann ætlaði að láta af embætti í júní á þessu ári.

Í þættinum sagði Sigríður að hún myndi leggja áherslu á að allir þeir sem tilheyri þjóðkirkjunni fái að kjósa til kirkjuþings.

Þá sagðist hún telja að kirkjan væri í góðu sambandi við þjóðina. „Kirkjan á sér öfluga fjölmiðla í gegnum vefsíður og annað slíkt. Hún er nútímanleg að nýta sér þessa nýju miðla. Það sem vantar er að þjóðkirkjan hefur lengi verið stór. Hún á erfitt með að átta sig á því að það séu aðrir þarna úti, að almenningur og kirkjan séu ekki endilega saman mengið. Þó kirkjan sé stórt hlutfall af því sem kallast almenningur," sagði hún meðal annars.

Sigríður er önnur konan sem býður sig fram til embættis biskups. Sú fyrsta var séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir sem bauð sig fram árið 1997. Ekki hefur verið ákveðið hvenær verður kosið til biskups.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×