Sigurður Árni í biskupsframboð 20. janúar 2012 15:45 Dr. Sigurður Árni Þórðarson, Neskirkjuprestur, hefur ákveðið að bjóða sig fram til biskupsþjónustu. Í yfirlýsingu sem Sigurður sendi frá sér í dag segir að hann muni beita sér fyrir breytingum og eflingu þjóðkirkjunnar. Hann segist hafa víðtæka reynslu á öllum sviðum kirkjustarfs og vera virkur í umræðu um samfélags- og kirkjumál. Þá hafi hann verið prestur bæði á landsbyggðinni og í Reykjavík. Þegar hafa tveir aðrir lýst yfir framboði til biskupskjörs, þau Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti og Sigríður Guðmarsdóttir, prestur í Grafarholti. Yfirlýsingu Sigurðar má lesa í heild sinni hér að neðan: „Til framtíðar Ég býð mig fram til biskpsþjónustu. Framtíðarkirkjan er mér efst í huga og ég mun beita mér fyrir breytingum og eflingu þjóðkirkjunnar. Ég hef víðtæka reynslu á öllum sviðum kirkjustarfs og hef verið virkur í umræðu um samfélags- og kirkjumál. Ég hef verið prestur bæði á landsbyggðinni og í Reykjavík. Helstu stefnumál mín eru: Sóknarkirkja Þjóðkirkjan er á breytingaskeiði og hennar hlutverk er að vera kirkja fólksins. Kirkjan á að vera framsækin, frjálslynd, lífleg og öllum opin. Hún á að vera sóknarkirkja en ekki varnarkirkja. Kirkja trausts Traust til þjóðkirkjunnar hefur minnkað síðustu ár. Kirkjan á að heyra gagnrýni, gera upp og vera traustsins verð. Biskup þjóðkirkjunnar á að beita sér fyrir að kirkjan sé öruggt og gott samfélag. Prestur þjóðarinnar Biskup á að vera fús til samtals, vera virkur þátttakandi í menningarþróun, veita andlega leiðsögn, vera prestur prestanna og þjóðarprédikari. Til að sinna þessu hlutverki þarf að létta af biskupsembættinu hlutverki framkvæmdastjóra kirkjunnar. Stjórnsýsla kirkjunnar þarf að vera gegnsæ og skilvirk. Biskupsstofa á að verða þjónustumiðstöð kirkjunnar. Kirkja jafnréttis Þjóðkirkjan á að efla jafnrétti og virkni allra aldurshópa í kirkjunni. Biskup Íslands á að beita sér fyrir jafnri stöðu kvenna og karla. Kirkja framtíðar Til að kirkjan eigi sér framtíð þarf æskulýðsstarf að vera forgangsstarf þjóðkirkjunnar. Öflugt barna- og unglingastarf, byggt á nærveru og boðskap Jesú Krists, byggir upp og styður ungt fólk, uppalendur og fjölskyldur. Auka þarf þátttöku fólks í kirkjustarfi og styrkja lýðræði. Þjóðkirkjan þjónar fólki óháð trúfélagsaðild. Biskupi ber að ganga erinda friðar og leiða kirkjuna með gestrisni og til sátta en þó án þess að kirkjan tapi stefnu sinni. Þjóðkirkjan er á krossgötum. Til safnaða hennar, starfsfólks og stofnana er kallað hátt og snjallt af Guði og mönnum. Ég býð mig fram til þjónustu." Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Dr. Sigurður Árni Þórðarson, Neskirkjuprestur, hefur ákveðið að bjóða sig fram til biskupsþjónustu. Í yfirlýsingu sem Sigurður sendi frá sér í dag segir að hann muni beita sér fyrir breytingum og eflingu þjóðkirkjunnar. Hann segist hafa víðtæka reynslu á öllum sviðum kirkjustarfs og vera virkur í umræðu um samfélags- og kirkjumál. Þá hafi hann verið prestur bæði á landsbyggðinni og í Reykjavík. Þegar hafa tveir aðrir lýst yfir framboði til biskupskjörs, þau Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti og Sigríður Guðmarsdóttir, prestur í Grafarholti. Yfirlýsingu Sigurðar má lesa í heild sinni hér að neðan: „Til framtíðar Ég býð mig fram til biskpsþjónustu. Framtíðarkirkjan er mér efst í huga og ég mun beita mér fyrir breytingum og eflingu þjóðkirkjunnar. Ég hef víðtæka reynslu á öllum sviðum kirkjustarfs og hef verið virkur í umræðu um samfélags- og kirkjumál. Ég hef verið prestur bæði á landsbyggðinni og í Reykjavík. Helstu stefnumál mín eru: Sóknarkirkja Þjóðkirkjan er á breytingaskeiði og hennar hlutverk er að vera kirkja fólksins. Kirkjan á að vera framsækin, frjálslynd, lífleg og öllum opin. Hún á að vera sóknarkirkja en ekki varnarkirkja. Kirkja trausts Traust til þjóðkirkjunnar hefur minnkað síðustu ár. Kirkjan á að heyra gagnrýni, gera upp og vera traustsins verð. Biskup þjóðkirkjunnar á að beita sér fyrir að kirkjan sé öruggt og gott samfélag. Prestur þjóðarinnar Biskup á að vera fús til samtals, vera virkur þátttakandi í menningarþróun, veita andlega leiðsögn, vera prestur prestanna og þjóðarprédikari. Til að sinna þessu hlutverki þarf að létta af biskupsembættinu hlutverki framkvæmdastjóra kirkjunnar. Stjórnsýsla kirkjunnar þarf að vera gegnsæ og skilvirk. Biskupsstofa á að verða þjónustumiðstöð kirkjunnar. Kirkja jafnréttis Þjóðkirkjan á að efla jafnrétti og virkni allra aldurshópa í kirkjunni. Biskup Íslands á að beita sér fyrir jafnri stöðu kvenna og karla. Kirkja framtíðar Til að kirkjan eigi sér framtíð þarf æskulýðsstarf að vera forgangsstarf þjóðkirkjunnar. Öflugt barna- og unglingastarf, byggt á nærveru og boðskap Jesú Krists, byggir upp og styður ungt fólk, uppalendur og fjölskyldur. Auka þarf þátttöku fólks í kirkjustarfi og styrkja lýðræði. Þjóðkirkjan þjónar fólki óháð trúfélagsaðild. Biskupi ber að ganga erinda friðar og leiða kirkjuna með gestrisni og til sátta en þó án þess að kirkjan tapi stefnu sinni. Þjóðkirkjan er á krossgötum. Til safnaða hennar, starfsfólks og stofnana er kallað hátt og snjallt af Guði og mönnum. Ég býð mig fram til þjónustu."
Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira