Sigurður Ingi undrast illmælgi í garð Framsóknarflokksins sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 2. september 2016 14:06 Sigurður Ingi ræddi málin við Snærós Sindradóttur blaðamann á Fundi fólksins í dag. Vísir/eyþór Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra undrast það hversu illa sé talað um flokk sinn, Framsóknarflokkinn, í samfélaginu. Um sé að ræða elsta flokk landsins sem hafi gert marga góða hluti. Þetta sagði hann á Fundi fólksins, lýðræðishátíð, í dag. Hann sagðist hafa verið spurður að því í viðtali á dögunum hvort honum þyki það sanngjarnt hversu illa sé talað um Framsóknarflokkinn. „Þetta er elsti flokkur landsins. Hann hefur komið mörgum af bestu málum sem hafa verið gerð hér á Íslandi, til dæmis fæðingarorlofssjóði, svo dæmi séu tekin. Af hverju er þá alltaf verið að tala svona neikvætt og niður til Framsóknarflokksins?“ sagði Sigurður. Hann sagði að inni á bloggsíðum sé oftar en ekki talað afar illa um flokkinn, og tók dæmi um síðuna „Framsóknarlaust Ísland“. Sigurður sagði, léttur í bragði, að fylgi Framsóknarflokksins sé lítið, um níu prósent, og því sé jafnvel hægt að tala um flokkinn sem minnihlutahóp. Hann spurði því hvort það yrði viðurkennt að tala með sambærilegum hætti um aðra minnihlutahópa. „Ef þú setur eitthvað annað orð inn fyrir Framsókn. [...] Hvernig myndi það hljóma? Það er um þrettán þúsund manns í þessum flokki, sem er samvinnufólk, sem er félagshyggjufólk, sem er heiðarlegt fólk, hvernig það er talað um það í þessum miðlum. Er það óeðlilegt? Já, ég held það sé óeðlilegt.“ Sigurður var jafnframt spurður út í komandi alþingiskosningar og hvort hann ætli að bjóða sig fram gegn sitjandi formanni, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Sigurður Ingi hefur áður sagt að hann muni ekki bjóða sig fram gegn sitjandi formanni, en dró þó heldur í land með þau orð á fundinum í dag þegar hann sagðist ekki útiloka neitt í þeim efnum. „Ég hef sagt það að ég muni ekki bjóða mig fram gegn sitjandi formanni. En ég sagði jafnframt að ég hef tekið að mér öll þau verkefni sem flokkurinn hefur falið mér,“ sagði hann. Aðspurður hvort þetta Sigmundur Davíð þurfi að hætta við formannsframboð, svo hann bjóði sig fram, sagðist hann ekki vilja ræða það í fjölmiðlum. „Okkar flokkur hefur þær aðferðir að við erum ekki að skylmast í fjölmiðlum. Í sumum flokkum hafa menn gengið dálítið langt í að ráðast hver á annan í forystu flokksins. En það gerum við ekki í Framsóknarflokknum. Við fjöllum bara um þetta á okkar vettvangi og það munum við gera.“Viðtalið við Sigurð Inga á Fundi fólksins má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Það hefst þegar um fjórar klukkustundir og sautján mínútur eru liðnar af upptökunni. Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra undrast það hversu illa sé talað um flokk sinn, Framsóknarflokkinn, í samfélaginu. Um sé að ræða elsta flokk landsins sem hafi gert marga góða hluti. Þetta sagði hann á Fundi fólksins, lýðræðishátíð, í dag. Hann sagðist hafa verið spurður að því í viðtali á dögunum hvort honum þyki það sanngjarnt hversu illa sé talað um Framsóknarflokkinn. „Þetta er elsti flokkur landsins. Hann hefur komið mörgum af bestu málum sem hafa verið gerð hér á Íslandi, til dæmis fæðingarorlofssjóði, svo dæmi séu tekin. Af hverju er þá alltaf verið að tala svona neikvætt og niður til Framsóknarflokksins?“ sagði Sigurður. Hann sagði að inni á bloggsíðum sé oftar en ekki talað afar illa um flokkinn, og tók dæmi um síðuna „Framsóknarlaust Ísland“. Sigurður sagði, léttur í bragði, að fylgi Framsóknarflokksins sé lítið, um níu prósent, og því sé jafnvel hægt að tala um flokkinn sem minnihlutahóp. Hann spurði því hvort það yrði viðurkennt að tala með sambærilegum hætti um aðra minnihlutahópa. „Ef þú setur eitthvað annað orð inn fyrir Framsókn. [...] Hvernig myndi það hljóma? Það er um þrettán þúsund manns í þessum flokki, sem er samvinnufólk, sem er félagshyggjufólk, sem er heiðarlegt fólk, hvernig það er talað um það í þessum miðlum. Er það óeðlilegt? Já, ég held það sé óeðlilegt.“ Sigurður var jafnframt spurður út í komandi alþingiskosningar og hvort hann ætli að bjóða sig fram gegn sitjandi formanni, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Sigurður Ingi hefur áður sagt að hann muni ekki bjóða sig fram gegn sitjandi formanni, en dró þó heldur í land með þau orð á fundinum í dag þegar hann sagðist ekki útiloka neitt í þeim efnum. „Ég hef sagt það að ég muni ekki bjóða mig fram gegn sitjandi formanni. En ég sagði jafnframt að ég hef tekið að mér öll þau verkefni sem flokkurinn hefur falið mér,“ sagði hann. Aðspurður hvort þetta Sigmundur Davíð þurfi að hætta við formannsframboð, svo hann bjóði sig fram, sagðist hann ekki vilja ræða það í fjölmiðlum. „Okkar flokkur hefur þær aðferðir að við erum ekki að skylmast í fjölmiðlum. Í sumum flokkum hafa menn gengið dálítið langt í að ráðast hver á annan í forystu flokksins. En það gerum við ekki í Framsóknarflokknum. Við fjöllum bara um þetta á okkar vettvangi og það munum við gera.“Viðtalið við Sigurð Inga á Fundi fólksins má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Það hefst þegar um fjórar klukkustundir og sautján mínútur eru liðnar af upptökunni.
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira