Viðskipti innlent

Sigurður með sama lögmann og Amy Winehouse

Burton segir í samtali við Telegraph að Sigurður sé viljugur að koma til Íslands í yfirheyrslur með því skilyrði að hann verði ekki handtekinn við komuna til landsins.
Burton segir í samtali við Telegraph að Sigurður sé viljugur að koma til Íslands í yfirheyrslur með því skilyrði að hann verði ekki handtekinn við komuna til landsins.
Sigurður Einarsson fyrrum stjórnarformaður Kaupþings, nú eftirlýstur af Interpol, hefur ráðið sér lögmanninn Ian Burton. Meðal fyrrum skjólstæðinga Burton má nefna söngkonuna Amy Winehouse.

Burton er mjög þekktur verjandi í stórum fjársvikamálum. Raunar segir blaðið Telegraph að erfitt sé að finna stórt fjársvikamál á síðustu 40 árum þar sem Burton eða lögmannsstofa hans hafa ekki komið við sögu.

Burton segir í samtali við Telegraph að Sigurður sé viljugur að koma til Íslands í yfirheyrslur með því skilyrði að hann verði ekki handtekinn við komuna til landsins. Ef íslensk stjórnvöld hafi gögn til að kæra Sigurð fyrir einhver brot geti þau sótt um framsal til yfirvalda í Bretlandi.

Í annari frétt Telegraph um Burton segir að þeir sem lendi í sigtinu hjá efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar, fjármálaeftirlitsins eða ríkisskattstjóra hringi iðjulega fyrst af öllu til Burton eða lögmannsstofu hans BCL Burton Copeland.

„Það er erfitt að finna meiriháttar fjársvikamál þar sem stofandi lögmannsofunnar eða félagar hans hafa ekki komið við sögu á síðustu fjórum áratugum," segir í Telegraph og nefnir nokkur þekkt dæmi eins t.d. Guinness og Maxwell málin.

Þá segir í blaðinu að skjólstæðingar BCL Burton Copeland séu iðjulega aðalsfólk, þingmenn, íþróttastjórnur og frægt fólk, þar á meðal Amy Winehouse.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×