Síld og fiskur Lilja Alfreðsdóttir skrifar 10. júní 2016 00:00 Hinn 1. ágúst kemur til framkvæmda nýr samningur milli Íslands og Evrópusambandsins (ESB) sem felur í sér verulega aukningu á tollfrjálsum innflutningskvótum til ESB á íslenskum humri, heilfrystri síld, ferskum karfaflökum og niðursoðinni lifur. Samningurinn er afrakstur vinnu sérfræðinga utanríkisráðuneytisins, sem daglega vinna markvisst að því að tryggja viðskiptahagsmuni Íslands á erlendri grundu. Með nýja samningnum verður stór hluti viðskipta með humar í raun tollfrjáls auk þess sem niðursoðin lifur er nú í fyrsta skipti hluti af samningi af þessu tagi við ESB. Með EES-samningnum árið 1994 var íslenskum fiskútflytjendum tryggður greiðari aðgangur að evrópskum mörkuðum. Tollar af ferskum þorsk- og ýsuflökum féllu niður, sem skapaði grundvöll fyrir aukinni vinnslu á ferskum afurðum hérlendis fyrir stóran erlendan markað. Fyrir vikið er meira magn en áður unnið hér á landi fyrir Evrópumarkað og verðmætið er mun meira. Mikilvægi þessa fyrir þjóðarhag hefur verið ótvírætt á undanförnum tveimur áratugum, enda eru um 2/3 hlutar allra útfluttra sjávarafurða frá Íslandi seldir til Evrópu. Tollaákvæðum í samningum milli Íslands og ESB hefur nokkrum sinnum verið breytt. Með breytingunum hefur aðgengið að innri markaði Evrópu aukist og samkeppnisstaða Íslands verið bætt. En betur má ef duga skal. Enn eru til staðar hindranir í viðskiptum við ESB í formi tolla á ýmsar tegundir sjávarafurða. Við hljótum að stefna að því að skapa forsendur fyrir frekara tollaafnámi, enda er mikilvægt fyrir íslenskt efnahagslíf að afrakstur af sjávarauðlindinni sé sem mestur. Að sem minnst af verðmætinu fari í greiðslu tolla í viðskiptum milli landa. Talsverður vöxtur hefur verið í útflutningi á vöru og þjónustu síðastliðin ár. Aukningin hefur að mestu verið á sviði þjónustu og því er sérstaklega ánægjulegt að nú skapist tækifæri til aukins vöruútflutnings. Íslenskur útflutningur hvílir nú á fleiri stoðum en áður. Auk sjávarútvegs og stóriðju hafa ferðaþjónusta og hugverkaiðnaður skapað gjaldeyristekjur sem stuðla að sjálfbærum viðskiptajöfnuði. Það er staða sem allar þjóðir sækjast eftir.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Alfreðsdóttir Mest lesið Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Sjá meira
Hinn 1. ágúst kemur til framkvæmda nýr samningur milli Íslands og Evrópusambandsins (ESB) sem felur í sér verulega aukningu á tollfrjálsum innflutningskvótum til ESB á íslenskum humri, heilfrystri síld, ferskum karfaflökum og niðursoðinni lifur. Samningurinn er afrakstur vinnu sérfræðinga utanríkisráðuneytisins, sem daglega vinna markvisst að því að tryggja viðskiptahagsmuni Íslands á erlendri grundu. Með nýja samningnum verður stór hluti viðskipta með humar í raun tollfrjáls auk þess sem niðursoðin lifur er nú í fyrsta skipti hluti af samningi af þessu tagi við ESB. Með EES-samningnum árið 1994 var íslenskum fiskútflytjendum tryggður greiðari aðgangur að evrópskum mörkuðum. Tollar af ferskum þorsk- og ýsuflökum féllu niður, sem skapaði grundvöll fyrir aukinni vinnslu á ferskum afurðum hérlendis fyrir stóran erlendan markað. Fyrir vikið er meira magn en áður unnið hér á landi fyrir Evrópumarkað og verðmætið er mun meira. Mikilvægi þessa fyrir þjóðarhag hefur verið ótvírætt á undanförnum tveimur áratugum, enda eru um 2/3 hlutar allra útfluttra sjávarafurða frá Íslandi seldir til Evrópu. Tollaákvæðum í samningum milli Íslands og ESB hefur nokkrum sinnum verið breytt. Með breytingunum hefur aðgengið að innri markaði Evrópu aukist og samkeppnisstaða Íslands verið bætt. En betur má ef duga skal. Enn eru til staðar hindranir í viðskiptum við ESB í formi tolla á ýmsar tegundir sjávarafurða. Við hljótum að stefna að því að skapa forsendur fyrir frekara tollaafnámi, enda er mikilvægt fyrir íslenskt efnahagslíf að afrakstur af sjávarauðlindinni sé sem mestur. Að sem minnst af verðmætinu fari í greiðslu tolla í viðskiptum milli landa. Talsverður vöxtur hefur verið í útflutningi á vöru og þjónustu síðastliðin ár. Aukningin hefur að mestu verið á sviði þjónustu og því er sérstaklega ánægjulegt að nú skapist tækifæri til aukins vöruútflutnings. Íslenskur útflutningur hvílir nú á fleiri stoðum en áður. Auk sjávarútvegs og stóriðju hafa ferðaþjónusta og hugverkaiðnaður skapað gjaldeyristekjur sem stuðla að sjálfbærum viðskiptajöfnuði. Það er staða sem allar þjóðir sækjast eftir.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar