Innlent

Sími Árna Páls hleraður

Árni Páll Árnason fyrrverandi starfsmaður varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins fullyrti í þættinum Silfri Egils í dag að sími hans hefði verið hleraður. Hann hafi verið varaður við á sínum tíma að fylgst væri með honum.

Árni Páll sagði að það hefði í sjálfu sér ekki komið honum á óvart vegna eðli starfa hans, en eftir að hann talaði ógætilega um þetta í síma, hefði verið ítrekað við hann að hann ætti að tala varlega. Það væri því augljóst að sími hans hefði verið hleraður.

Árni sagði að það hefði verið íslenskur aðili sem tilkynnti honum að fylgst væri með honum.

Árni Páll býður sig fram í fyrsta sæti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×