Síminn truflar hjólreiðamanninn meira en bílstjórann BBI skrifar 30. október 2012 18:33 Mynd frá Swov. Ætla má að truflun frá farsímum hafi meiri áhrif á hjólreiðamenn en ökumenn samkvæmt fréttabréfi frá Swov, hollensku Umferðarstofunni. Þetta er m.a. ástæðan fyrir því að íslenska Umferðarstofan er hlynt fyrirhuguðum breytingum á umferðarlögum á þá leið að hjólreiðamönnum verði óheimilt að tala í síma á ferð. „Swov státar af mjög virtum rannsóknaraðilum og við tökum mikið mark á þeim," segir Einar Magnús Magnússon, upplýsingafulltrúi Umferðarstofu. Eldri rannsóknir hafa sýnt að að farsímanotkun undir stýri hefur ákaflega truflandi áhrif á ökumenn. Samkvæmt skýrslu sem gerð var fyrir Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins er ökumaður sem er að tala í símann um 30% lengur að bregðast við en ef hann er undir áhrifum áfengis og með 80 mg af áfengisanda í 100 ml af blóði, sem nemur hér um bil 1,5 prómil áfengismagni samkvæmt töflu á Wikipedia. Refsimörkin hérlendis eru 0,5 prómil . Viðbragðsflýtirinn er einnig um 50% lengri hjá þeim sem tala í síma en hjá venjulegum ökumanni. Truflunin sem hlýst af farsímaspjalli er því gríðarleg og til að undirstrika það bendir Swov á tölfræði frá Dubai og Abu Dhabi þar sem símkerfi fyrir BlackBerry síma lá niðri í þrjá daga árið 2011. Á þeim tíma fækkaði árekstrum í borgunum um 20% í Dubai og 40% í Abu Dhabi. Nú sýna upplýsingar Swov að símarnir hafa líklega enn meiri áhrif á hjólreiðamenn en ökumenn, ekki síst vegna þess að hjólreiðamenn stóla meira á heyrn sína og hljóð heldur en bílstjórar. Vegna þessa telur Umferðarstofa einsýnt að skynsamlegt sé að banna farsímanotkun hjólreiðamanna hér á landi eins og lagt er til í nýjum umferðarlögum. Tengdar fréttir Hjólreiðamenn mega ekki tala í farsíma Samkvæmt frumvarpi til nýrra umferðarlaga verður hjólreiðamönnum óheimilt að hjóla og tala á farsíma á sama tíma. Frumvarpið er nú til meðferðar á Alþingi. 26. október 2012 16:07 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Fleiri fréttir Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Sjá meira
Ætla má að truflun frá farsímum hafi meiri áhrif á hjólreiðamenn en ökumenn samkvæmt fréttabréfi frá Swov, hollensku Umferðarstofunni. Þetta er m.a. ástæðan fyrir því að íslenska Umferðarstofan er hlynt fyrirhuguðum breytingum á umferðarlögum á þá leið að hjólreiðamönnum verði óheimilt að tala í síma á ferð. „Swov státar af mjög virtum rannsóknaraðilum og við tökum mikið mark á þeim," segir Einar Magnús Magnússon, upplýsingafulltrúi Umferðarstofu. Eldri rannsóknir hafa sýnt að að farsímanotkun undir stýri hefur ákaflega truflandi áhrif á ökumenn. Samkvæmt skýrslu sem gerð var fyrir Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins er ökumaður sem er að tala í símann um 30% lengur að bregðast við en ef hann er undir áhrifum áfengis og með 80 mg af áfengisanda í 100 ml af blóði, sem nemur hér um bil 1,5 prómil áfengismagni samkvæmt töflu á Wikipedia. Refsimörkin hérlendis eru 0,5 prómil . Viðbragðsflýtirinn er einnig um 50% lengri hjá þeim sem tala í síma en hjá venjulegum ökumanni. Truflunin sem hlýst af farsímaspjalli er því gríðarleg og til að undirstrika það bendir Swov á tölfræði frá Dubai og Abu Dhabi þar sem símkerfi fyrir BlackBerry síma lá niðri í þrjá daga árið 2011. Á þeim tíma fækkaði árekstrum í borgunum um 20% í Dubai og 40% í Abu Dhabi. Nú sýna upplýsingar Swov að símarnir hafa líklega enn meiri áhrif á hjólreiðamenn en ökumenn, ekki síst vegna þess að hjólreiðamenn stóla meira á heyrn sína og hljóð heldur en bílstjórar. Vegna þessa telur Umferðarstofa einsýnt að skynsamlegt sé að banna farsímanotkun hjólreiðamanna hér á landi eins og lagt er til í nýjum umferðarlögum.
Tengdar fréttir Hjólreiðamenn mega ekki tala í farsíma Samkvæmt frumvarpi til nýrra umferðarlaga verður hjólreiðamönnum óheimilt að hjóla og tala á farsíma á sama tíma. Frumvarpið er nú til meðferðar á Alþingi. 26. október 2012 16:07 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Fleiri fréttir Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Sjá meira
Hjólreiðamenn mega ekki tala í farsíma Samkvæmt frumvarpi til nýrra umferðarlaga verður hjólreiðamönnum óheimilt að hjóla og tala á farsíma á sama tíma. Frumvarpið er nú til meðferðar á Alþingi. 26. október 2012 16:07