Sjáðu holurnar í götum Reykjavíkur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. mars 2016 11:15 Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, vakti máls á slæmu ástandi gatnakerfisins í Reykjavík á borgarstjórnarfundi í gær og sýndi um 100 myndir sem hann fékk frá íbúum sem sýna vel holurnar í götum borgarinnar. Myndirnar má sjá í albúminu hér að ofan en þær eru teknar víða um borgina, meðal annars í Breiðholti, Vesturbæ, Skeifunni og á Kjalarnesi. „Ég auglýsti eftir myndum frá íbúm og fékk svo margar að mér vannst einfaldlega ekki tími til að setja þær allar í glærusýninguna sem ég sýndi á fundinum í gær,“ segir Kjartan í samtali við Vísi. Aðspurður hverju hann telur að umræðan hafi skilað segist telja að sér hafi tekist að upplýsa borgarfulltrúa sæmilega um það hvernig ástand gatnakerfisins er. Reykjavík sé það stór að það sé erfitt fyrir hvern og einn borgarfulltrúa að vita nákvæmlega um stöðu mála alls staðar í borginni. „Það sem að kom kannski skýrast í gegn eftir þessa umræðu í gær og með þessari glærusýningu er að ástand gatna í borginni er ekki viðunandi, eins og meirihlutinn í borginni hefur viljað halda á lofti í umræðunni. Ég gagnrýndi svo einnig borgarstjóra, sem var reyndar ekki á fundinum í gær vegna ráðstefnu sem hann er á erlendis, en ég tel að hann hafi verið á flótta undan fjölmiðlum vegna þessa máls sem sést til að mynda á því að hann hefur sent embættismenn í viðtöl til að svara fyrir þetta,“ segir Kjartan. Hann segir að Björn Blöndal, formaður borgarráðs, hafi viðurkennt að ástandið væri erfitt en að áætlað væri að setja 500 milljónir króna í malbiksviðhald á þessu ári. Kjartan telur það þó ekki nóg. „Það þarf að minnsta kosti að setja 700 milljónir í viðhald gatnakerfisins en ef vel á að vera þarf að mínu mati 1200 milljónir á ári til þess að þetta fari ekki svona eins og nú er,“ segir Kjartan. Tengdar fréttir Ætla að ráðast gegn skemmdum á götum Borgarstjóri Reykjavíkur vonar að sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og Vegagerðin samþykki í vikunni átak gegn skemmdum á götum höfuðborgarsvæðisins. Bæði á að gera við götur og endurskoða aðferðir við viðgerðirnar. 9. mars 2016 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Sjá meira
Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, vakti máls á slæmu ástandi gatnakerfisins í Reykjavík á borgarstjórnarfundi í gær og sýndi um 100 myndir sem hann fékk frá íbúum sem sýna vel holurnar í götum borgarinnar. Myndirnar má sjá í albúminu hér að ofan en þær eru teknar víða um borgina, meðal annars í Breiðholti, Vesturbæ, Skeifunni og á Kjalarnesi. „Ég auglýsti eftir myndum frá íbúm og fékk svo margar að mér vannst einfaldlega ekki tími til að setja þær allar í glærusýninguna sem ég sýndi á fundinum í gær,“ segir Kjartan í samtali við Vísi. Aðspurður hverju hann telur að umræðan hafi skilað segist telja að sér hafi tekist að upplýsa borgarfulltrúa sæmilega um það hvernig ástand gatnakerfisins er. Reykjavík sé það stór að það sé erfitt fyrir hvern og einn borgarfulltrúa að vita nákvæmlega um stöðu mála alls staðar í borginni. „Það sem að kom kannski skýrast í gegn eftir þessa umræðu í gær og með þessari glærusýningu er að ástand gatna í borginni er ekki viðunandi, eins og meirihlutinn í borginni hefur viljað halda á lofti í umræðunni. Ég gagnrýndi svo einnig borgarstjóra, sem var reyndar ekki á fundinum í gær vegna ráðstefnu sem hann er á erlendis, en ég tel að hann hafi verið á flótta undan fjölmiðlum vegna þessa máls sem sést til að mynda á því að hann hefur sent embættismenn í viðtöl til að svara fyrir þetta,“ segir Kjartan. Hann segir að Björn Blöndal, formaður borgarráðs, hafi viðurkennt að ástandið væri erfitt en að áætlað væri að setja 500 milljónir króna í malbiksviðhald á þessu ári. Kjartan telur það þó ekki nóg. „Það þarf að minnsta kosti að setja 700 milljónir í viðhald gatnakerfisins en ef vel á að vera þarf að mínu mati 1200 milljónir á ári til þess að þetta fari ekki svona eins og nú er,“ segir Kjartan.
Tengdar fréttir Ætla að ráðast gegn skemmdum á götum Borgarstjóri Reykjavíkur vonar að sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og Vegagerðin samþykki í vikunni átak gegn skemmdum á götum höfuðborgarsvæðisins. Bæði á að gera við götur og endurskoða aðferðir við viðgerðirnar. 9. mars 2016 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Sjá meira
Ætla að ráðast gegn skemmdum á götum Borgarstjóri Reykjavíkur vonar að sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og Vegagerðin samþykki í vikunni átak gegn skemmdum á götum höfuðborgarsvæðisins. Bæði á að gera við götur og endurskoða aðferðir við viðgerðirnar. 9. mars 2016 07:00