Sjaldnast veitt ráðgjöf er lyf eru keypt í apótekum sýnir rannsókn Snærós Sindradóttir skrifar 8. febrúar 2017 07:00 Starfsfólk apótekanna hafði frumkvæði að ráðgjöf um lausasölulyf í 13 prósent tilfella. vísir/getty Tæplega sjötíu prósent viðskiptavina lyfjaverslana hér á landi fengu ekki ráðgjöf eða leiðbeiningar þegar keypt voru ólyfseðilsskyld lyf í fyrra. Samkvæmt rannsókn sem hópur innan Samtaka verslunar og þjónustu lét gera hafði starfsfólk apóteka frumkvæði að ráðgjöf í 13,4 prósent tilvika. Í rannsókninni kemur jafnframt fram að ríflega 93 prósent þátttakenda sem ekki fengu ráðgjöf þótti það ekki skipta máli. Hópurinn, sem vill auka frelsi í viðskiptum með lausasölulyf þannig að almennar verslanir geti selt minni pakkningar af vægum lyfjum sem ekki eru lyfseðilskyld, lét gera rannsóknina í upphafi síðasta árs. Þátttakendur voru tæplega sex þúsund talsins. Í Fréttablaðinu á mánudag voru hugmyndir hópsins viðraðar. Þar sagði Lóa María Magnúsdóttir, formaður Lyfjafræðingafélags Íslands, að lyfjafræðingar teldu mikilvægt að auka ekki frelsið frekar vegna þess öryggis sem fælist í því að lyfjafræðingur á vakt í apóteki bæri ábyrgð á sölunni. Brynjúlfur Guðmundsson, sem fer fyrir hópnum um lausasölulyfin, segir að rannsóknin varpi ljósi á það hversu lítið er um ráðgjöf og leiðbeiningar til handa viðskiptavinum. Viðskiptavinir sem vilji leiðbeiningar um inntöku vægra verkjalyfja, ofnæmislyfja og magalyfja, komi enn til með að geta leitað til apóteka eftir aðstoð. Brynjúlfur segir að uppi séu hugmyndir um að auka framboð af smærri pakkningum verkjalyfja ef sala á lausasölulyfjum verður gefin frjáls. Sem dæmi séu hugmyndir um að selja paracetamol með tíu skömmtum. „Það er 1,6 sinnum hámarksskammtur samkvæmt leiðbeiningum frá Lyfjastofnun en það sem þú getur keypt í apótekum núna er fimmfaldur og allt upp í ríflega þrjátíufaldur hámarksskammtur. Þannig að það eru miklu meiri líkur á að misnotkunin verði af völdum pakkninga sem eru seldar í apótekum.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Tæplega sjötíu prósent viðskiptavina lyfjaverslana hér á landi fengu ekki ráðgjöf eða leiðbeiningar þegar keypt voru ólyfseðilsskyld lyf í fyrra. Samkvæmt rannsókn sem hópur innan Samtaka verslunar og þjónustu lét gera hafði starfsfólk apóteka frumkvæði að ráðgjöf í 13,4 prósent tilvika. Í rannsókninni kemur jafnframt fram að ríflega 93 prósent þátttakenda sem ekki fengu ráðgjöf þótti það ekki skipta máli. Hópurinn, sem vill auka frelsi í viðskiptum með lausasölulyf þannig að almennar verslanir geti selt minni pakkningar af vægum lyfjum sem ekki eru lyfseðilskyld, lét gera rannsóknina í upphafi síðasta árs. Þátttakendur voru tæplega sex þúsund talsins. Í Fréttablaðinu á mánudag voru hugmyndir hópsins viðraðar. Þar sagði Lóa María Magnúsdóttir, formaður Lyfjafræðingafélags Íslands, að lyfjafræðingar teldu mikilvægt að auka ekki frelsið frekar vegna þess öryggis sem fælist í því að lyfjafræðingur á vakt í apóteki bæri ábyrgð á sölunni. Brynjúlfur Guðmundsson, sem fer fyrir hópnum um lausasölulyfin, segir að rannsóknin varpi ljósi á það hversu lítið er um ráðgjöf og leiðbeiningar til handa viðskiptavinum. Viðskiptavinir sem vilji leiðbeiningar um inntöku vægra verkjalyfja, ofnæmislyfja og magalyfja, komi enn til með að geta leitað til apóteka eftir aðstoð. Brynjúlfur segir að uppi séu hugmyndir um að auka framboð af smærri pakkningum verkjalyfja ef sala á lausasölulyfjum verður gefin frjáls. Sem dæmi séu hugmyndir um að selja paracetamol með tíu skömmtum. „Það er 1,6 sinnum hámarksskammtur samkvæmt leiðbeiningum frá Lyfjastofnun en það sem þú getur keypt í apótekum núna er fimmfaldur og allt upp í ríflega þrjátíufaldur hámarksskammtur. Þannig að það eru miklu meiri líkur á að misnotkunin verði af völdum pakkninga sem eru seldar í apótekum.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira