Sjálfbær gróðurhúsaparadís á Íslandi Hrund Þórsdóttir skrifar 4. nóvember 2013 18:30 Pálmi Einarssonm, iðnhönnuður, segir Íslendinga einblína á orkufrekan iðnað og vill byggja sjálfbær risagróðurhús sem yrðu í eigu þjóðarinnar. Hann sér húsin fyrir sér víða um land og leggur til að 3,4 milljarðar sem leggja á í kísilverksmiðju á Bakka, fari frekar í þetta verkefni og að fyrsta gróðurhúsið yrði þar. Pálmi vill að gróðurhúsin verði sjálfseignarstofnanir svo arður renni ekki í vasa örfárra aðila, heldur sé notaður til að fjárfesta í auknum umsvifum. „Segjum t.d. að við byrjum að rækta ávexti og grænmeti fyrir landsmenn og þegar það byrjar að skila arði þá ákveðum við að ráða tíu verkfræðinga og tæknimenn til að fara að þróa vélar og tæki til að fara að vinna úr hampi og svo framvegis og svo framvegis. Það er alltaf hægt að stækka við, arðurinn er alltaf tekinn og það eru sköpuð fleiri og fleiri skemmtileg og góð störf,“ segir Pálmi. Pálmi segir hægt að gera gróðurhúsin sjálfbær með því að rækta iðnaðarhamp og vinna úr honum Ethanol sem eldsneyti fyrir verksmiðjurnar. Sem dæmi nefnir hann að Henry Ford hafi framleitt bíl fyrir um hundrað árum sem gengið hafi á hampolíu. Hann segir að allir landsmenn myndu hagnast á verkefninu og fjölbreytt störf skapast. Eru komnir einhverjir fjárfestar í spilið? "Nei, í rauninni ekki og það er annað vandamál, ég vil eiginlega ekki fá fjárfesta því ef við fáum fjárfesta þá lendum við alltaf í því sama, þ.e. að arðurinn fer í vasa fárra. Þar af leiðandi vildi ég miklu frekar gera þetta þannig að þjóðin ætti þetta.“ Hann segir að hægt væri að byrja strax, t.d. með því að nýta byggingar í Helguvík og að á skömmum tíma gæti framleiðsla á mat og skapandi vörum verið orðið aðaliðnaður landsmanna. „Ef okkur tækist þetta vel, því við eigum svo góðar auðlindir í þetta sem eru orka, fólk, landsvæði, vatn og svo framvegis, sé ég fyrir mér að Íslendingar gætu verið leiðandi á þessu sviði í heiminum. Við gætum kynnt fyrir öðrum þjóðum, sjáið hvernig við gerðum okkur sjálfbær,“ segir Pálmi að lokum. Í meðfylgjandi klippu má sjá viðtalið við Pálma í heild sinni. Mest lesið Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent Aukin harka að færast í undirheimana Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Fleiri fréttir Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Sjá meira
Pálmi Einarssonm, iðnhönnuður, segir Íslendinga einblína á orkufrekan iðnað og vill byggja sjálfbær risagróðurhús sem yrðu í eigu þjóðarinnar. Hann sér húsin fyrir sér víða um land og leggur til að 3,4 milljarðar sem leggja á í kísilverksmiðju á Bakka, fari frekar í þetta verkefni og að fyrsta gróðurhúsið yrði þar. Pálmi vill að gróðurhúsin verði sjálfseignarstofnanir svo arður renni ekki í vasa örfárra aðila, heldur sé notaður til að fjárfesta í auknum umsvifum. „Segjum t.d. að við byrjum að rækta ávexti og grænmeti fyrir landsmenn og þegar það byrjar að skila arði þá ákveðum við að ráða tíu verkfræðinga og tæknimenn til að fara að þróa vélar og tæki til að fara að vinna úr hampi og svo framvegis og svo framvegis. Það er alltaf hægt að stækka við, arðurinn er alltaf tekinn og það eru sköpuð fleiri og fleiri skemmtileg og góð störf,“ segir Pálmi. Pálmi segir hægt að gera gróðurhúsin sjálfbær með því að rækta iðnaðarhamp og vinna úr honum Ethanol sem eldsneyti fyrir verksmiðjurnar. Sem dæmi nefnir hann að Henry Ford hafi framleitt bíl fyrir um hundrað árum sem gengið hafi á hampolíu. Hann segir að allir landsmenn myndu hagnast á verkefninu og fjölbreytt störf skapast. Eru komnir einhverjir fjárfestar í spilið? "Nei, í rauninni ekki og það er annað vandamál, ég vil eiginlega ekki fá fjárfesta því ef við fáum fjárfesta þá lendum við alltaf í því sama, þ.e. að arðurinn fer í vasa fárra. Þar af leiðandi vildi ég miklu frekar gera þetta þannig að þjóðin ætti þetta.“ Hann segir að hægt væri að byrja strax, t.d. með því að nýta byggingar í Helguvík og að á skömmum tíma gæti framleiðsla á mat og skapandi vörum verið orðið aðaliðnaður landsmanna. „Ef okkur tækist þetta vel, því við eigum svo góðar auðlindir í þetta sem eru orka, fólk, landsvæði, vatn og svo framvegis, sé ég fyrir mér að Íslendingar gætu verið leiðandi á þessu sviði í heiminum. Við gætum kynnt fyrir öðrum þjóðum, sjáið hvernig við gerðum okkur sjálfbær,“ segir Pálmi að lokum. Í meðfylgjandi klippu má sjá viðtalið við Pálma í heild sinni.
Mest lesið Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent Aukin harka að færast í undirheimana Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Fleiri fréttir Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Sjá meira