Sjálfstæði Palestínu viðurkennt með formlegum hætti 15. desember 2011 16:00 Mynd/Ragnar TH. Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra og Dr. Riad Malki, utanríkisráðherra Palestínu, staðfestu í dag með formlegum hætti upptöku stjórnmálasambands milli Íslands og Palestínu. „Í orðsendingu sem utanríkisráðherra Íslands afhenti Dr. Malki kemur fram að samkvæmt ályktun Alþingis frá 29. nóvember 2011 hafi íslensk stjórnvöld frá og með 15. desember 2011 viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki innan landamæranna frá því fyrir sex daga stríðið árið 1967,“ segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. „Á blaðamannafundi að lokinni viðurkenningunni sagði utanríkisráðherra að með henni standi íslensk stjórnvöld við fyrri yfirlýsingar sínar um stuðning Íslands við baráttu Palestínumanna fyrir sjálfstæði. Þakkaði utanríkisráðherra fyrir þann breiða stuðning sem Alþingi hafi sýnt málstað Palestínu og að miklu skipti að ályktun Alþingis hafi verið samþykkt mótatkvæðalaust. Hann sagði viðurkenningu á sjálfstæði Palestínu vera réttlætismál og ítrekaði jafnframt stuðning Íslands við aðild Palestínu að Sameinuðu Þjóðunum.“ Dr. Malki sagði samband Íslands og Palestínu einstakt og bar íslenskum stjórnvöldum, Alþingi og íslensku þjóðinni þakkir forseta síns og palestínsku þjóðarinnar. „Hann sagði ákvörðun Íslands miklu skipta þar sem nú væri Palestína viðurkennd í fyrsta sinn af ríki í vestur- og norðurhluta Evrópu. Hann vænti þess að þetta hefði áhrif á aðrar þjóðir sem vonandi feti í fótspor Íslands sem myndi hafa jákvæð áhrif á friðarumleitanir og öryggi í Mið-Austurlöndum. Þá sagði hann 130 ríki nú viðurkenna Palestínuríki sem sé mikil hvatning fyrir Palestínumenn að halda áfram uppbyggingu sjálfstæðs lýðræðisríkis. Dr. Malki sagði að Palestínumönnum muni ávallt verða minnisstætt að samþykkt Alþingis átti sér stað hinn 29. nóvember sem er alþjóðlegur samstöðudagur með palestínsku þjóðinni.“ Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra og Dr. Riad Malki, utanríkisráðherra Palestínu, staðfestu í dag með formlegum hætti upptöku stjórnmálasambands milli Íslands og Palestínu. „Í orðsendingu sem utanríkisráðherra Íslands afhenti Dr. Malki kemur fram að samkvæmt ályktun Alþingis frá 29. nóvember 2011 hafi íslensk stjórnvöld frá og með 15. desember 2011 viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki innan landamæranna frá því fyrir sex daga stríðið árið 1967,“ segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. „Á blaðamannafundi að lokinni viðurkenningunni sagði utanríkisráðherra að með henni standi íslensk stjórnvöld við fyrri yfirlýsingar sínar um stuðning Íslands við baráttu Palestínumanna fyrir sjálfstæði. Þakkaði utanríkisráðherra fyrir þann breiða stuðning sem Alþingi hafi sýnt málstað Palestínu og að miklu skipti að ályktun Alþingis hafi verið samþykkt mótatkvæðalaust. Hann sagði viðurkenningu á sjálfstæði Palestínu vera réttlætismál og ítrekaði jafnframt stuðning Íslands við aðild Palestínu að Sameinuðu Þjóðunum.“ Dr. Malki sagði samband Íslands og Palestínu einstakt og bar íslenskum stjórnvöldum, Alþingi og íslensku þjóðinni þakkir forseta síns og palestínsku þjóðarinnar. „Hann sagði ákvörðun Íslands miklu skipta þar sem nú væri Palestína viðurkennd í fyrsta sinn af ríki í vestur- og norðurhluta Evrópu. Hann vænti þess að þetta hefði áhrif á aðrar þjóðir sem vonandi feti í fótspor Íslands sem myndi hafa jákvæð áhrif á friðarumleitanir og öryggi í Mið-Austurlöndum. Þá sagði hann 130 ríki nú viðurkenna Palestínuríki sem sé mikil hvatning fyrir Palestínumenn að halda áfram uppbyggingu sjálfstæðs lýðræðisríkis. Dr. Malki sagði að Palestínumönnum muni ávallt verða minnisstætt að samþykkt Alþingis átti sér stað hinn 29. nóvember sem er alþjóðlegur samstöðudagur með palestínsku þjóðinni.“
Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira