Sjálfstæðisflokkurinn: Stefnan brást ekki - heldur fólkið 1. mars 2009 12:56 Valhöll, höfuðvígi Sjálfstæðisflokksins. Endurreisnarnefnd Sjálfstæðisflokksins hefur sent frá sér drög að skýrslu sem ber heitið, Hvað átti Sjálfstæðisflokkurinn að gera betur?. Þar kemur meðal annars fram að stjórnvöld og Seðlabankinn hafi brugðist of seint við mikilli stækkun bankakerfisins, nauðsynlegt hefði verið að auka varasjóðinn samhliða stækkun bankanna á þeim tíma sem lántökur í erlendri mynt á hæfilegum kjörum voru í boði, eða stemma stigu við stækkun bankanna. Í drögunum kemur einnig fram að stærstu mistök Seðlabankans hafi verið að samþykkja fyrir sitt leyti innlánssöfnun íslensku bankanna á erlendri grundu, fyrst og fremst Icesave. „Hér hefði SÍ átt að grípa inn í strax (innlánssöfnunin erlendis hófst 2006) með því að leyfa ekki íslenskum útibúum bankanna erlendis að taka við innlánum sem féllu undir íslenskar innstæðutryggingar. Hvað sem lagatúlkun á formlegum skuldbindingum landsins leið mátti bankanum vera ljóst að innan EES var reiknað með að innlán væru tryggð og að viðbrögð yrðu hörð ef undan því væri vikist. Greiðslur bankanna til tryggingarsjóðs innstæðna voru of lágar þegar tekið er tillit til áhættu og útþenslu bankana. Hin öra aukning innlána þeirra sem fengin voru utan Íslands hefðu að réttu lagi átt að kalla á stóraukin framlög til sjóðsins," segir í drögunum. Þar kemur einnig fram að Sjálfstæðisflokkurinn hefði mátt beita sér fyrir meira gagnsæi í viðskiptum almennt og eflingu siðvits. Þegar vikið er að hugsanlegum mistökum sem flokkurinn hefur gert eru tvö atriði tiltekin. Annarsvegar er það inngangan í EES og síðan stuðningsyfirlýsing Íslands við innrás Bandaríkjamanna í Írak. Bæði stuðningsyfirlýsingin og ákvarðanatökuferlið. „Ekkert þeirra mistaka sem hér hefur verið nefnd má rekja til stefnu flokksins. Stefna Sjálfstæðisflokksins brást ekki, heldur fólk. Hrun íslensks efnahagskerfis orsakast af mörgum samverkandi þáttum, þ.m.t. rekstri eigenda og stjórnenda bankanna (sem settu þá í þrot), bankakreppunni og lausafjárþurrðar í heiminum. Sjálfstæðisflokkurinn getur einvörðungu borið ábyrgð á fulltrúum sínum og þeirra aðgerðum eða aðgerðaleysi þeirra, en ekki bankamönnum eða stöðu alþjóðasamfélagsins hverju sinni. Það er á tímum sem þessum sem hvað mest þörf er á að fylgja stefnu Sjálfstæðisflokksins - að dregnum lærdómi af framansögðu," segir í niðurlagi. Drög að skýrslunni má sjá hér. Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira
Endurreisnarnefnd Sjálfstæðisflokksins hefur sent frá sér drög að skýrslu sem ber heitið, Hvað átti Sjálfstæðisflokkurinn að gera betur?. Þar kemur meðal annars fram að stjórnvöld og Seðlabankinn hafi brugðist of seint við mikilli stækkun bankakerfisins, nauðsynlegt hefði verið að auka varasjóðinn samhliða stækkun bankanna á þeim tíma sem lántökur í erlendri mynt á hæfilegum kjörum voru í boði, eða stemma stigu við stækkun bankanna. Í drögunum kemur einnig fram að stærstu mistök Seðlabankans hafi verið að samþykkja fyrir sitt leyti innlánssöfnun íslensku bankanna á erlendri grundu, fyrst og fremst Icesave. „Hér hefði SÍ átt að grípa inn í strax (innlánssöfnunin erlendis hófst 2006) með því að leyfa ekki íslenskum útibúum bankanna erlendis að taka við innlánum sem féllu undir íslenskar innstæðutryggingar. Hvað sem lagatúlkun á formlegum skuldbindingum landsins leið mátti bankanum vera ljóst að innan EES var reiknað með að innlán væru tryggð og að viðbrögð yrðu hörð ef undan því væri vikist. Greiðslur bankanna til tryggingarsjóðs innstæðna voru of lágar þegar tekið er tillit til áhættu og útþenslu bankana. Hin öra aukning innlána þeirra sem fengin voru utan Íslands hefðu að réttu lagi átt að kalla á stóraukin framlög til sjóðsins," segir í drögunum. Þar kemur einnig fram að Sjálfstæðisflokkurinn hefði mátt beita sér fyrir meira gagnsæi í viðskiptum almennt og eflingu siðvits. Þegar vikið er að hugsanlegum mistökum sem flokkurinn hefur gert eru tvö atriði tiltekin. Annarsvegar er það inngangan í EES og síðan stuðningsyfirlýsing Íslands við innrás Bandaríkjamanna í Írak. Bæði stuðningsyfirlýsingin og ákvarðanatökuferlið. „Ekkert þeirra mistaka sem hér hefur verið nefnd má rekja til stefnu flokksins. Stefna Sjálfstæðisflokksins brást ekki, heldur fólk. Hrun íslensks efnahagskerfis orsakast af mörgum samverkandi þáttum, þ.m.t. rekstri eigenda og stjórnenda bankanna (sem settu þá í þrot), bankakreppunni og lausafjárþurrðar í heiminum. Sjálfstæðisflokkurinn getur einvörðungu borið ábyrgð á fulltrúum sínum og þeirra aðgerðum eða aðgerðaleysi þeirra, en ekki bankamönnum eða stöðu alþjóðasamfélagsins hverju sinni. Það er á tímum sem þessum sem hvað mest þörf er á að fylgja stefnu Sjálfstæðisflokksins - að dregnum lærdómi af framansögðu," segir í niðurlagi. Drög að skýrslunni má sjá hér.
Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira