Sjálfstæðisflokkurinn rétt yfir kjörfylgi Jón Hákon Halldórsson skrifar 11. mars 2016 07:00 Stjórnarflokkarnir mælast með heldur meira fylgi í nýrri skoðun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis en þeir gerðu í könnun sem gerð var í lok janúar. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 27,6 prósenta fylgi en var með 23,2 prósenta fylgi í síðustu könnun. Framsóknarflokkurinn mælist með 12,8 prósenta fylgi núna en var með 10,2 prósenta fylgi í síðustu könnun. Samkvæmt nýju könnuninni er fylgi Sjálfstæðisflokksins tæpu prósenti meira en það var í kosningum 2013. Sömu niðurstöður sýna aftur á móti að fylgi Framsóknarflokksins er um það bil helmingi minna en það var í síðustu kosningum. Samkvæmt nýju könnuninni fengi Sjálfstæðisflokkurinn 19 þingmenn en Framsóknarflokkurinn átta. Telur fólk skynja betri tíðRagnheiður fagnar því að fylgið sé farið að þokast upp á við.Fréttablaðið/ernirRagnheiður Ríkharðsdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, segir alltaf ástæðu til að fagna þegar sést að fylgið fer uppávið. „Ég held að miðað við skoðanakannanir undanfarið þá sé hvert prósent sem við fáum uppávið af hinu góða. Og það er þá í þá veru að það sem við höfum verið að gera og vinna að í þessari ríkisstjórn er að skila sér,“ segir Ragnheiður. Ragnheiður segist telja að fólk sé að finna það á eigin skinni að hlutirnir séu að breytast, kaupmáttur að aukast og hagvöxtur meiri. „Ég held líka að það hafi komið ýmsum á óvart sá skeleggi málflutningur formanns flokksins í vátryggingamálinu núna, í sambandi við Borgun og söluna á Landsbankanum.“ Píratar mælast enn langstærsta aflið í íslenskum stjórnmálum með 38,1 prósent fylgi. Það er þó 3,7 prósentum minna en fylgið mældist í könnuninni í janúar, þegar það fór upp í 41,8 prósent. Í febrúar bar á deilum í hópi Pírata þegar Erna Ýr Öldudóttir, formaður framkvæmdaráðs Pírata, gagnrýndi Birgittu Jónsdóttur þingmann fyrir að taka sér ítrekað titil leiðtoga flokksins á opinberum vettvangi án þess að hafa til þess umboð. Þá deildu Birgitta og Helgi Hrafn Gunnarsson opinberlega um málefnalegar áherslur hreyfingarinnar. Leituðu sér aðstoðarEkki væri hægt að mynda tveggja flokka stjórn án aðkomu Pírata.vísir/vilhelmPíratar ákváðu að leita utanaðkomandi aðstoðar vegna deilumála sinna. „Við þingmenn Pírata höfum, eins og oft vill verða undir miklu álagi, átt í samskiptaörðugleikum. En við erum þrátt fyrir allt lausnamiðað fólk og höfum því hafist handa við að vinna úr þessum örðugleikum undir handleiðslu vinnustaðasálfræðings,“ sögðu Píratarnir í yfirlýsingu sem þeir sendu fjölmiðlum. Yrðu niðurstöður kosninga í takt við niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar væri ekki hægt að mynda tveggja flokka ríkisstjórn án Pírata. Þeir fengju 26 þingmenn kjörna og gætu þá valið sér samstarf við Sjálfstæðisflokkinn og hefðu þá 45 þingmanna meirihluta eða Framsóknarflokkinn með 34 manna meirihluta. Samfylkingin og VG lækka lítillega frá síðustu könnun og eru dálítið undir kjörfylginu 2013, með rétt rúm 8 prósent hvor flokkur og fimm þingmenn hvor. Björt framtíð er enn þá langt undir fylginu í síðustu kosningum og fengi 1,8 prósent. Það þýðir að flokkurinn fengi ekki mann inn á þing. AðferðafræðinHringt var í 1.082 þar til náðist í 794 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 8. og 9. mars. Svarhlutfallið var 73,4 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða einhvern annan flokk? Það er gert í samræmi við aðferðafræði sem þróuð var á Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Alls tók 59,3 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Spáin um skiptingu þingsæta miðað við könnun Fréttablaðsins 8. til 9. mars byggist á úthlutunarforriti sem Þorkell Helgason hefur góðfúslega veitt Fréttablaðinu aðgang að. Útgáfa Fréttablaðsins á forritinu er frá nóvember 2014. Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Stjórnarflokkarnir mælast með heldur meira fylgi í nýrri skoðun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis en þeir gerðu í könnun sem gerð var í lok janúar. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 27,6 prósenta fylgi en var með 23,2 prósenta fylgi í síðustu könnun. Framsóknarflokkurinn mælist með 12,8 prósenta fylgi núna en var með 10,2 prósenta fylgi í síðustu könnun. Samkvæmt nýju könnuninni er fylgi Sjálfstæðisflokksins tæpu prósenti meira en það var í kosningum 2013. Sömu niðurstöður sýna aftur á móti að fylgi Framsóknarflokksins er um það bil helmingi minna en það var í síðustu kosningum. Samkvæmt nýju könnuninni fengi Sjálfstæðisflokkurinn 19 þingmenn en Framsóknarflokkurinn átta. Telur fólk skynja betri tíðRagnheiður fagnar því að fylgið sé farið að þokast upp á við.Fréttablaðið/ernirRagnheiður Ríkharðsdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, segir alltaf ástæðu til að fagna þegar sést að fylgið fer uppávið. „Ég held að miðað við skoðanakannanir undanfarið þá sé hvert prósent sem við fáum uppávið af hinu góða. Og það er þá í þá veru að það sem við höfum verið að gera og vinna að í þessari ríkisstjórn er að skila sér,“ segir Ragnheiður. Ragnheiður segist telja að fólk sé að finna það á eigin skinni að hlutirnir séu að breytast, kaupmáttur að aukast og hagvöxtur meiri. „Ég held líka að það hafi komið ýmsum á óvart sá skeleggi málflutningur formanns flokksins í vátryggingamálinu núna, í sambandi við Borgun og söluna á Landsbankanum.“ Píratar mælast enn langstærsta aflið í íslenskum stjórnmálum með 38,1 prósent fylgi. Það er þó 3,7 prósentum minna en fylgið mældist í könnuninni í janúar, þegar það fór upp í 41,8 prósent. Í febrúar bar á deilum í hópi Pírata þegar Erna Ýr Öldudóttir, formaður framkvæmdaráðs Pírata, gagnrýndi Birgittu Jónsdóttur þingmann fyrir að taka sér ítrekað titil leiðtoga flokksins á opinberum vettvangi án þess að hafa til þess umboð. Þá deildu Birgitta og Helgi Hrafn Gunnarsson opinberlega um málefnalegar áherslur hreyfingarinnar. Leituðu sér aðstoðarEkki væri hægt að mynda tveggja flokka stjórn án aðkomu Pírata.vísir/vilhelmPíratar ákváðu að leita utanaðkomandi aðstoðar vegna deilumála sinna. „Við þingmenn Pírata höfum, eins og oft vill verða undir miklu álagi, átt í samskiptaörðugleikum. En við erum þrátt fyrir allt lausnamiðað fólk og höfum því hafist handa við að vinna úr þessum örðugleikum undir handleiðslu vinnustaðasálfræðings,“ sögðu Píratarnir í yfirlýsingu sem þeir sendu fjölmiðlum. Yrðu niðurstöður kosninga í takt við niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar væri ekki hægt að mynda tveggja flokka ríkisstjórn án Pírata. Þeir fengju 26 þingmenn kjörna og gætu þá valið sér samstarf við Sjálfstæðisflokkinn og hefðu þá 45 þingmanna meirihluta eða Framsóknarflokkinn með 34 manna meirihluta. Samfylkingin og VG lækka lítillega frá síðustu könnun og eru dálítið undir kjörfylginu 2013, með rétt rúm 8 prósent hvor flokkur og fimm þingmenn hvor. Björt framtíð er enn þá langt undir fylginu í síðustu kosningum og fengi 1,8 prósent. Það þýðir að flokkurinn fengi ekki mann inn á þing. AðferðafræðinHringt var í 1.082 þar til náðist í 794 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 8. og 9. mars. Svarhlutfallið var 73,4 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða einhvern annan flokk? Það er gert í samræmi við aðferðafræði sem þróuð var á Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Alls tók 59,3 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Spáin um skiptingu þingsæta miðað við könnun Fréttablaðsins 8. til 9. mars byggist á úthlutunarforriti sem Þorkell Helgason hefur góðfúslega veitt Fréttablaðinu aðgang að. Útgáfa Fréttablaðsins á forritinu er frá nóvember 2014.
Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira