Sjálfstæðisflokkurinn yfir þrjátíu prósenta múrinn Jón Hákon Halldórsson skrifar 2. september 2014 07:00 Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins. Flestir kjósendur, eða tæplega 31 prósent, myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef gengið yrði til kosninga nú, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Þessar niðurstöður miðast aðeins við svör þeirra sem taka afstöðu til flokkanna. Samkvæmt sömu niðurstöðum er Samfylkingin næststærsti flokkurinn með 20 prósent fylgi, Björt framtíð kemur þar á eftir með 14,1 prósent. Framsóknarflokkurinn og Vinstri hreyfingin – grænt framboð eru álíka stór með tæp tólf prósent og Píratar með rúm 9 prósent. Mjög margir eða 23 prósent sögðust vera óákveðnir, 15% sögðu að þeir myndu ekki kjósa eða skila auðu og 13 prósent kusu að svara ekki spurningunni. Þegar tekið er tillit óákveðinna eru einungis 15% sem segja að þeir myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, 10% sem segja að þeir myndu kjósa Samfylkinguna, 6% segjast myndu kjósa Framsóknarflokkinn og VG en 5% myndu kjósa Pírata. „Ég er ánægður með þetta, en tek tölunum með ró. Ég held að fólk sé farið að finna fyrir stöðugleika og kaupmáttaraukningu,“ segir Bjarni Benediktsson.„Ég man bara ekki hvenær Sjálfstæðisflokkurinn mældist síðast yfir þrjátíu prósentum og það vekur athygli að flokkurinn bæti við sig eins og umræðan hefur verið. Varðandi stjórnarandstöðuflokkana þá er það þekkt að þeir missi fylgi meðan þingið starfar ekki, þar sem þeir eru þá ekki eins sýnilegir og annars. Í næsta mánuði reynir verulega á Framsóknarflokkinn. Nái þeir sér ekki á flug þegar skuldaleiðréttingarnar verða ljósar, gæti orðið erfitt fyrir þá að ná fylgi á ný,“ sagði Grétar Þór Eyþórsson, prófessor við Háskólann á Akureyri. Þjóðarpúls Gallup, sem RÚV birti í gær, sýndi svipað fylgi og kemur fram í könnun Fréttablaðsins. Ítarlegri greining verður á skoðanakönnuninni í Fréttablaðinu á morgun. Könnunin var gerð þannig að hringt var í 1.875 manns þar til náðist í 1200 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki miðvikudaginn 27. ágúst og fimmtudaginn 28 ágúst. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarshlutfall var 64,0% Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Sigurður hafi mögulega fengið sig fullsaddan Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Fleiri fréttir Sigurður hafi mögulega fengið sig fullsaddan Brauðtertur til umræðu á haustfundi Landsvirkjunar Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Fjörutíu milljóna sekt Sjúkratrygginga og hrekkjavökupartí aldarinnar Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Sjá meira
Flestir kjósendur, eða tæplega 31 prósent, myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef gengið yrði til kosninga nú, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Þessar niðurstöður miðast aðeins við svör þeirra sem taka afstöðu til flokkanna. Samkvæmt sömu niðurstöðum er Samfylkingin næststærsti flokkurinn með 20 prósent fylgi, Björt framtíð kemur þar á eftir með 14,1 prósent. Framsóknarflokkurinn og Vinstri hreyfingin – grænt framboð eru álíka stór með tæp tólf prósent og Píratar með rúm 9 prósent. Mjög margir eða 23 prósent sögðust vera óákveðnir, 15% sögðu að þeir myndu ekki kjósa eða skila auðu og 13 prósent kusu að svara ekki spurningunni. Þegar tekið er tillit óákveðinna eru einungis 15% sem segja að þeir myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, 10% sem segja að þeir myndu kjósa Samfylkinguna, 6% segjast myndu kjósa Framsóknarflokkinn og VG en 5% myndu kjósa Pírata. „Ég er ánægður með þetta, en tek tölunum með ró. Ég held að fólk sé farið að finna fyrir stöðugleika og kaupmáttaraukningu,“ segir Bjarni Benediktsson.„Ég man bara ekki hvenær Sjálfstæðisflokkurinn mældist síðast yfir þrjátíu prósentum og það vekur athygli að flokkurinn bæti við sig eins og umræðan hefur verið. Varðandi stjórnarandstöðuflokkana þá er það þekkt að þeir missi fylgi meðan þingið starfar ekki, þar sem þeir eru þá ekki eins sýnilegir og annars. Í næsta mánuði reynir verulega á Framsóknarflokkinn. Nái þeir sér ekki á flug þegar skuldaleiðréttingarnar verða ljósar, gæti orðið erfitt fyrir þá að ná fylgi á ný,“ sagði Grétar Þór Eyþórsson, prófessor við Háskólann á Akureyri. Þjóðarpúls Gallup, sem RÚV birti í gær, sýndi svipað fylgi og kemur fram í könnun Fréttablaðsins. Ítarlegri greining verður á skoðanakönnuninni í Fréttablaðinu á morgun. Könnunin var gerð þannig að hringt var í 1.875 manns þar til náðist í 1200 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki miðvikudaginn 27. ágúst og fimmtudaginn 28 ágúst. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarshlutfall var 64,0% Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Sigurður hafi mögulega fengið sig fullsaddan Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Fleiri fréttir Sigurður hafi mögulega fengið sig fullsaddan Brauðtertur til umræðu á haustfundi Landsvirkjunar Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Fjörutíu milljóna sekt Sjúkratrygginga og hrekkjavökupartí aldarinnar Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Sjá meira