Sjö af níu umdæmum svara fjölmiðlum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 20. júlí 2016 07:00 Upplýsingagjöf um tilkynnt kynferðisafbrot eftir lögregluumdæmum Öll lögregluumdæmin fyrir utan tvö hafa þær verklagsreglur að upplýsa fjölmiðla um fjölda kynferðisbrota sem tilkynnt hafa verið til lögreglu ef óskað er eftir því. Einungis á Suðurlandi og í Vestmannaeyjum er upplýsingunum haldið frá fjölmiðlum þar til lögregla metur tímabært að gefa þær upp. Í Fréttablaðinu í gær var sagt frá því að lögreglan í Vestmannaeyjum myndi ekki upplýsa fjölmiðla jafnóðum um tilkynnt kynferðisbrot á Þjóðhátíð. Upplýst verði um brotin þegar lögreglan telur það tímabært. Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri sagði þetta gert til að tryggja rannsóknarhagsmuni og velferð brotaþola þessa helgi, og gildi þá einu hver vilji fjölmiðla sé.Sé ekki almannahætta Í samtali við fréttastofu sagði Páley að tilkynnt væri um fjölda fíkniefnamála og líkamsárása á almannafæri enda væri um almannahættu að ræða. Það ætti yfirleitt ekki við um kynferðisafbrot. „Flest þessara brota eiga sér stað á milli tveggja einstaklinga í lokuðum rýmum þangað sem fólk fer yfirleitt sjálfviljugt. Það er bara staðreyndin,“ sagði Páley í fréttum Stöðvar 2 í gær. Einnig sagði Páley viðtekna venju hjá lögreglunni og viðbragðsaðilum kynferðisbrotamála að upplýsa ekki um fjölda kynferðisbrota.Sjá einnig: Lögreglustjóri telur að fólk leggi saman tvo og tvoEkki verður gefinn upp fjöldi tilkynntra kynferðisbrota á Þjóðhátíð. Lögreglan mun upplýsa um fjöldann þegar einhver tími er liðinn frá Þjóðhátíð. vísir/VilhelmÍ gær kom aftur á móti fram í blaðinu að neyðarmóttakan á Landspítalanum hefði þá reglu að svara alltaf fyrirspurnum fjölmiðla. Fréttastofa hafði einnig samband við lögregluumdæmin í kjölfar ummælanna og þá kom í ljós að einungis lögregluumdæmið á Suðurlandi tekur í sama streng og lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir rannsóknarhagsmuni ráða því hvort fjölmiðlar séu upplýstir um kynferðisbrot í umdæminu og ef svo beri undir segi lögreglan ekki rétt frá. „Í flestum tilfellum eru ekki veittar upplýsingar um slík brot fyrr en ákærur hafa verið gefnar út. Ef fréttamenn spyrja hvort kynferðisbrot hafi verið framin og lögreglan telur það stangast á við rannsóknarhagsmuni, svarar hún neitandi,“ segir hann.Sjá einnig: Langflest lögregluumdæmi upplýsa fjölmiðla um kynferðisbrotSvara fyrirspurnum um alla glæpi Lögregluþjónar og lögreglustjórar í öðrum lögregluumdæmum, utan Suðurlands og Vestmannaeyja, sem fréttastofa ræddi við voru aftur á móti sammála um að svara fyrirspurnum fjölmiðla. Verklagsreglurnar eru almennt þær að tilkynna ekki sérstaklega um kynferðisbrot en sé leitað eftir upplýsingum er fjöldi tilfella gefinn upp án þess þó að upplýsa um rannsóknarhagsmuni. Þannig séu tilkynningar um kynferðisbrotamál meðhöndlaðar á sama hátt og aðrar tilkynningar um brot eða glæpi. Hlynur Hafberg Snorrason, yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum, segir fyrirspurnum fjölmiðla svarað allt árið um kring óháð því hvort það sé í kringum útihátíðir. „Upplýst er um kynferðisbrot líkt og aðra glæpi sem eiga sér stað í umdæminu,“ segir hann. Gunnar Jóhannes Jóhannsson, lögreglufulltrúi rannsóknardeildar hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, segir fjölmiðlum veittar upplýsingar um öll mál sem koma upp óski þeir eftir því. „Þannig er það allt árið um kring en í umdæminu eru haldnar margar útihátíðir, svo sem Mærudagar, Bíladagar, Fiskidagurinn mikli og Ein með öllu um verslunarmannahelgina,“ segir hann. Þess má geta að á áttunda tug úti- og bæjarhátíða eru haldnar um allt land, frá apríl til nóvember ár hvert. Hátíðirnar dreifast á öll lögregluumdæmin.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. júlí Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Lögreglustjóri telur að fólk leggi saman tvo og tvo Lögreglan í Vestmannaeyjum ætlar ekki að upplýsa fjölmiðla um tilkynnt kynferðisbrot sem upp kunna að koma á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum fyrr en eftir hátíðina. Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir brotin vera sérlega viðkvæm þar sem þau gerist oft á milli tengdra aðila í lokuðu rými. 19. júlí 2016 19:15 Langflest lögregluumdæmi upplýsa fjölmiðla um kynferðisbrot Nær öll lögregluumdæmi landsins upplýsa fjölmiðla um kynferðisafbrotamál, óski þeir eftir því. Það verklag er haft á allan ársins hring. Umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi og í Vestmannaeyjum eru einu undantekningarnar. 19. júlí 2016 19:14 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Fleiri fréttir Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Sjá meira
Öll lögregluumdæmin fyrir utan tvö hafa þær verklagsreglur að upplýsa fjölmiðla um fjölda kynferðisbrota sem tilkynnt hafa verið til lögreglu ef óskað er eftir því. Einungis á Suðurlandi og í Vestmannaeyjum er upplýsingunum haldið frá fjölmiðlum þar til lögregla metur tímabært að gefa þær upp. Í Fréttablaðinu í gær var sagt frá því að lögreglan í Vestmannaeyjum myndi ekki upplýsa fjölmiðla jafnóðum um tilkynnt kynferðisbrot á Þjóðhátíð. Upplýst verði um brotin þegar lögreglan telur það tímabært. Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri sagði þetta gert til að tryggja rannsóknarhagsmuni og velferð brotaþola þessa helgi, og gildi þá einu hver vilji fjölmiðla sé.Sé ekki almannahætta Í samtali við fréttastofu sagði Páley að tilkynnt væri um fjölda fíkniefnamála og líkamsárása á almannafæri enda væri um almannahættu að ræða. Það ætti yfirleitt ekki við um kynferðisafbrot. „Flest þessara brota eiga sér stað á milli tveggja einstaklinga í lokuðum rýmum þangað sem fólk fer yfirleitt sjálfviljugt. Það er bara staðreyndin,“ sagði Páley í fréttum Stöðvar 2 í gær. Einnig sagði Páley viðtekna venju hjá lögreglunni og viðbragðsaðilum kynferðisbrotamála að upplýsa ekki um fjölda kynferðisbrota.Sjá einnig: Lögreglustjóri telur að fólk leggi saman tvo og tvoEkki verður gefinn upp fjöldi tilkynntra kynferðisbrota á Þjóðhátíð. Lögreglan mun upplýsa um fjöldann þegar einhver tími er liðinn frá Þjóðhátíð. vísir/VilhelmÍ gær kom aftur á móti fram í blaðinu að neyðarmóttakan á Landspítalanum hefði þá reglu að svara alltaf fyrirspurnum fjölmiðla. Fréttastofa hafði einnig samband við lögregluumdæmin í kjölfar ummælanna og þá kom í ljós að einungis lögregluumdæmið á Suðurlandi tekur í sama streng og lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir rannsóknarhagsmuni ráða því hvort fjölmiðlar séu upplýstir um kynferðisbrot í umdæminu og ef svo beri undir segi lögreglan ekki rétt frá. „Í flestum tilfellum eru ekki veittar upplýsingar um slík brot fyrr en ákærur hafa verið gefnar út. Ef fréttamenn spyrja hvort kynferðisbrot hafi verið framin og lögreglan telur það stangast á við rannsóknarhagsmuni, svarar hún neitandi,“ segir hann.Sjá einnig: Langflest lögregluumdæmi upplýsa fjölmiðla um kynferðisbrotSvara fyrirspurnum um alla glæpi Lögregluþjónar og lögreglustjórar í öðrum lögregluumdæmum, utan Suðurlands og Vestmannaeyja, sem fréttastofa ræddi við voru aftur á móti sammála um að svara fyrirspurnum fjölmiðla. Verklagsreglurnar eru almennt þær að tilkynna ekki sérstaklega um kynferðisbrot en sé leitað eftir upplýsingum er fjöldi tilfella gefinn upp án þess þó að upplýsa um rannsóknarhagsmuni. Þannig séu tilkynningar um kynferðisbrotamál meðhöndlaðar á sama hátt og aðrar tilkynningar um brot eða glæpi. Hlynur Hafberg Snorrason, yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum, segir fyrirspurnum fjölmiðla svarað allt árið um kring óháð því hvort það sé í kringum útihátíðir. „Upplýst er um kynferðisbrot líkt og aðra glæpi sem eiga sér stað í umdæminu,“ segir hann. Gunnar Jóhannes Jóhannsson, lögreglufulltrúi rannsóknardeildar hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, segir fjölmiðlum veittar upplýsingar um öll mál sem koma upp óski þeir eftir því. „Þannig er það allt árið um kring en í umdæminu eru haldnar margar útihátíðir, svo sem Mærudagar, Bíladagar, Fiskidagurinn mikli og Ein með öllu um verslunarmannahelgina,“ segir hann. Þess má geta að á áttunda tug úti- og bæjarhátíða eru haldnar um allt land, frá apríl til nóvember ár hvert. Hátíðirnar dreifast á öll lögregluumdæmin.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. júlí
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Lögreglustjóri telur að fólk leggi saman tvo og tvo Lögreglan í Vestmannaeyjum ætlar ekki að upplýsa fjölmiðla um tilkynnt kynferðisbrot sem upp kunna að koma á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum fyrr en eftir hátíðina. Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir brotin vera sérlega viðkvæm þar sem þau gerist oft á milli tengdra aðila í lokuðu rými. 19. júlí 2016 19:15 Langflest lögregluumdæmi upplýsa fjölmiðla um kynferðisbrot Nær öll lögregluumdæmi landsins upplýsa fjölmiðla um kynferðisafbrotamál, óski þeir eftir því. Það verklag er haft á allan ársins hring. Umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi og í Vestmannaeyjum eru einu undantekningarnar. 19. júlí 2016 19:14 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Fleiri fréttir Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Sjá meira
Lögreglustjóri telur að fólk leggi saman tvo og tvo Lögreglan í Vestmannaeyjum ætlar ekki að upplýsa fjölmiðla um tilkynnt kynferðisbrot sem upp kunna að koma á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum fyrr en eftir hátíðina. Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir brotin vera sérlega viðkvæm þar sem þau gerist oft á milli tengdra aðila í lokuðu rými. 19. júlí 2016 19:15
Langflest lögregluumdæmi upplýsa fjölmiðla um kynferðisbrot Nær öll lögregluumdæmi landsins upplýsa fjölmiðla um kynferðisafbrotamál, óski þeir eftir því. Það verklag er haft á allan ársins hring. Umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi og í Vestmannaeyjum eru einu undantekningarnar. 19. júlí 2016 19:14