Viðskipti innlent

Sjö ár síðan Geir bað Guð að blessa Ísland

Sæunn Gísladóttir skrifar
Opin málstofa í Háskóla Íslands undir yfirskriftinni „Hrunið, þið munið“ hefst klukkan 16.30 í dag.
Opin málstofa í Háskóla Íslands undir yfirskriftinni „Hrunið, þið munið“ hefst klukkan 16.30 í dag. Vísir/Stöð 2
Í dag eru sjö ar liðin frá ávarpi Geir H. Haarde „Guð blessi Ísland.“ Í tilefni af því stendur áhugahópur um rannsóknir á bankahrunin 2008, orsökum þess og eftirstöðvum fyrir opinni málstofu í Háskóla Íslands undir yfirskriftinni „Hrunið, þið munið“ sem hefst klukkan 16.30. Opnaður verður nýr banki, gagnabankinn Hrunið, þið munið, sem ætlað er að geyma upplýsingar um kortlagningu fræðimanna, listamanna og annarra á íslenskri samtímasögu.

Fyrirlesarar á málstofunni eru Þórhildur Ólafsdóttir, sem leitar skýringa á því að heilsa virðist að mörgu leyti batna í efnahagskreppum, Sigríður Lára Sigurjónsdóttir, sem ræðir um búsáhaldabyltinguna, kosningabaráttu Besta flokksins og upplestur á Rannsóknarskýrslu Alþingis í Borgarleikhúsinu sem dæmi um andóf í opinberu rými, Markús Þ. Þórhallsson, sem fjallar um baráttu InDefence-hópsins gegn Icesave-samningunum, og Guðrún Baldvinsdóttir sem greinir skáldsögurnar Bankster eftir Guðmund Óskarsson og Gæsku eftir Eirík Örn Norðdahl út frá þeirri hugmynd að bankahrunið hafi framkallað ákveðið tráma í sjálfsmynd þjóðarinnar.

Hér fyrir neðan má sjá aukafréttatíma Stöðvar 2 þar sem ávarp Geirs var sýnt í beinni útsendingu. Það hefst eftir um 13 mínútur.


Tengdar fréttir

Hrunbókmenntir krufðar

Hrunið, þið munið - er yfirskrift málstofu sem haldin er í Árnagarði í dag í tilefni af sjö ára afmæli ávarpsins Guð blessi Ísland. Einnig verður opnaður nýr vefur, hrunid.hi.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×