Innlent

Sjö ára í heljarstökki

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Benedikt Friðbjörnsson, sjö ára gamall drengur á Akureyri, hefur náð alveg hreint ótrúlegri færni á snjóbretti þau tvö ár sem hann hefur æft. Á meðfylgjandi myndskeiði sést hann fara í afturábak heljarstökk og gerir það leikandi létt.

Friðbjörn Benediktsson, faðir Benedikts, segir að í haust hafi verið stofnuð brettadeild innan Skíðafélags Akureyrar og þar æfi Benedikt tvisvar í viku ásamt um 50 börnum. Mikil vakning hafi orðið á snjóbrettaiðkun síðustu ár og sé hún tilkomin vegna þess að frá Akureyri komu þrír atvinnumenn á snjóbretti. Halldór Helgason, Eiríkur Helgason og Gulli Guðmundsson.

„Síðasta vor var haldið snjóbrettanámskeið á vegum Lobster fyrirtækisins sem er í eigu þeirra Halldórs Helgasonar og Eika Helgasonar sem eru að verða með þekktari nöfnum í snjóbrettaheiminum í dag. Og var námskeiðið sett upp fyrir unglinga á aldrinum 13 til 15 ára. Benni sem var þá 6 ára fékk að vera með á því námskeiði og gaf þeim eldri lítið eftir," segir faðir hans.

Smelltu á „Horfa á myndskeið með frétt" til að sjá Benna litla leika listir sínar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×