Sjö flokkar næðu mönnum inn á þing Jón Hákon Halldórsson skrifar 12. október 2016 06:00 Frambjóðendur til alþingiskosninga eru 1.534 talsins. Vísir/Stefán Sjö þingflokkar yrðu á Alþingi ef úrslit alþingiskosninga verða í takti við niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem gerð var í gær og fyrrakvöld. Stærstir yrðu Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar. Þriðji stærsti flokkurinn yrði VG og svo yrðu Björt framtíð, Framsóknarflokkurinn, Samfylkingin og Viðreisn álíka stór. Samkvæmt niðurstöðunum fengju Píratar 22,8 prósent fylgi, Sjálfstæðisflokkurinn fengi 22,7 prósent fylgi. VG fengi 15,1 prósent og bætir við sig frá síðustu viku þegar fylgið mældist 12,6 prósent. Framsóknarflokkurinn fengi 8,5 prósent, Viðreisn fengi 8,4 prósent, Björt framtíð fengi 8,2 prósent. Samfylkingin fær hins vegar minnsta fylgið eða 7,3 prósent. Munurinn milli Framsóknarflokksins, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingarinnar er innan skekkjumarka. Sjö prósent þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni ætla að kjósa eitthvað annað en fyrrgreinda sjö flokka. Á Stöð 2 í gær var birt fylgi flokkanna samkvæmt niðurstöðum samanlagðra kannana sem gerðar hafa verið á tímabilinu 26. september til 10. október. Þar er Sjálfstæðisflokkurinn með 28,2 prósent fylgi, Píratar með 20,6 prósent fylgi, VG með 13,9 prósent fylgi, Framsóknarflokkurinn með 11 prósent fylgi, Samfylkingin með 7,5 prósent fylgi, Björt framtíð með 5,6 prósent fylgi og Viðreisn með 7,3 prósent fylgi. Könnun Fréttablaðsins var gerð þannig að hringt var í 1.269 manns dagana 10. og 11. október þar til náðist í 801 samkvæmt lagskiptu slembiúrtaki. Svarhlutfallið var því 63,1 prósent. Alls tóku 67,2 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar, 13,2 prósent sögðust óákveðin í því hvað þau ætluðu að kjósa, tæp 6,5 prósent sögðust ekki ætla að kjósa eða ætla að skila auðu en tæpt 13,1 prósent neitaði að gefa upp afstöðu sína. Mun fleiri tóku afstöðu til flokkanna í könnuninni sem gerð var í byrjun þessarar viku heldur en í könnuninni sem gerð var dagana 3. til 4. október, þegar 58,6 prósent tóku afstöðu. Þetta gæti bent til þess að svarendur séu farnir að huga meira að kosningunum en áður.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Tveggja flokka stjórn væri ekki möguleg Sjö flokkar næðu kjörnum mönnum á Alþingi samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Ekki væri hægt að mynda tveggja flokka ríkisstjórn. Stjórnmálafræðingur segir allmikil tíðindi felast í könnuninn 6. október 2016 07:00 Björt framtíð fengi kjörinn þingmann Björt framtíð hefur ekki mælst með meira fylgi í könnun Fréttablaðsins síðan í mars í fyrra. Þingmaður flokksins segist finna jákvæð viðbrögð við þeim málum sem flokkurinn hefur unnið í. 5. október 2016 06:30 Mest lesið Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Erlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Erlent Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Innlent Fleiri fréttir Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Sjá meira
Sjö þingflokkar yrðu á Alþingi ef úrslit alþingiskosninga verða í takti við niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem gerð var í gær og fyrrakvöld. Stærstir yrðu Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar. Þriðji stærsti flokkurinn yrði VG og svo yrðu Björt framtíð, Framsóknarflokkurinn, Samfylkingin og Viðreisn álíka stór. Samkvæmt niðurstöðunum fengju Píratar 22,8 prósent fylgi, Sjálfstæðisflokkurinn fengi 22,7 prósent fylgi. VG fengi 15,1 prósent og bætir við sig frá síðustu viku þegar fylgið mældist 12,6 prósent. Framsóknarflokkurinn fengi 8,5 prósent, Viðreisn fengi 8,4 prósent, Björt framtíð fengi 8,2 prósent. Samfylkingin fær hins vegar minnsta fylgið eða 7,3 prósent. Munurinn milli Framsóknarflokksins, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingarinnar er innan skekkjumarka. Sjö prósent þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni ætla að kjósa eitthvað annað en fyrrgreinda sjö flokka. Á Stöð 2 í gær var birt fylgi flokkanna samkvæmt niðurstöðum samanlagðra kannana sem gerðar hafa verið á tímabilinu 26. september til 10. október. Þar er Sjálfstæðisflokkurinn með 28,2 prósent fylgi, Píratar með 20,6 prósent fylgi, VG með 13,9 prósent fylgi, Framsóknarflokkurinn með 11 prósent fylgi, Samfylkingin með 7,5 prósent fylgi, Björt framtíð með 5,6 prósent fylgi og Viðreisn með 7,3 prósent fylgi. Könnun Fréttablaðsins var gerð þannig að hringt var í 1.269 manns dagana 10. og 11. október þar til náðist í 801 samkvæmt lagskiptu slembiúrtaki. Svarhlutfallið var því 63,1 prósent. Alls tóku 67,2 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar, 13,2 prósent sögðust óákveðin í því hvað þau ætluðu að kjósa, tæp 6,5 prósent sögðust ekki ætla að kjósa eða ætla að skila auðu en tæpt 13,1 prósent neitaði að gefa upp afstöðu sína. Mun fleiri tóku afstöðu til flokkanna í könnuninni sem gerð var í byrjun þessarar viku heldur en í könnuninni sem gerð var dagana 3. til 4. október, þegar 58,6 prósent tóku afstöðu. Þetta gæti bent til þess að svarendur séu farnir að huga meira að kosningunum en áður.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Tveggja flokka stjórn væri ekki möguleg Sjö flokkar næðu kjörnum mönnum á Alþingi samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Ekki væri hægt að mynda tveggja flokka ríkisstjórn. Stjórnmálafræðingur segir allmikil tíðindi felast í könnuninn 6. október 2016 07:00 Björt framtíð fengi kjörinn þingmann Björt framtíð hefur ekki mælst með meira fylgi í könnun Fréttablaðsins síðan í mars í fyrra. Þingmaður flokksins segist finna jákvæð viðbrögð við þeim málum sem flokkurinn hefur unnið í. 5. október 2016 06:30 Mest lesið Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Erlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Erlent Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Innlent Fleiri fréttir Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Sjá meira
Tveggja flokka stjórn væri ekki möguleg Sjö flokkar næðu kjörnum mönnum á Alþingi samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Ekki væri hægt að mynda tveggja flokka ríkisstjórn. Stjórnmálafræðingur segir allmikil tíðindi felast í könnuninn 6. október 2016 07:00
Björt framtíð fengi kjörinn þingmann Björt framtíð hefur ekki mælst með meira fylgi í könnun Fréttablaðsins síðan í mars í fyrra. Þingmaður flokksins segist finna jákvæð viðbrögð við þeim málum sem flokkurinn hefur unnið í. 5. október 2016 06:30