Innlent

Sjómaður drukknaði í gærkvöldi

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni.
Grænlenskur sjómaður af grænlensku loðnuveiðiskipi drukknaði, eftir að hann féll fyrir borð í vonsku veðri út af Malarrifi á Snæfellsnesi í gærkvöldi.

Skipstjórinn óskaði þegar eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar, en svo vel vildi til að önnur þyrlan var við æfingar fyrir vestan og hin var send frá Reykjavík.

Áhöfn annarrar þyrlunnar tóks við mjög erfiðar aðstæður að ná sjómanninum um borð í þyrluna, en hann var úrskurðaður látinn skömmu síðar.

Skipið, sem er mannað Íslendingum og Grænlendingum, kom til Helguvíkur í nótt og er lögreglan á Suðrunesjum að taka skýrslu af áhöfninni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×