Innlent

Sjómenn styðja ákvörðun útgerðarmanna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jónas Garðarsson er formaður kjararáðs Sjómannafélags Íslands.
Jónas Garðarsson er formaður kjararáðs Sjómannafélags Íslands.
Sjómenn styðja ákvörðun Landssambands íslenskra útvegsmanna um að halda skipum heima til þess að mótmæla frumvörpum stjórnvalda um auðlindagjald og fiskveiðistjórnunarkerfið.

„Þetta er tvíþætt. Það eru annarsvegar þessar aðgerðir þeirra. Ef þær væru frístandandi þá myndum við styðja þær," segir Jónas Garðarsson, formaður kjararáðs Sjómannafélags Íslands. Hann segir að hagsmunir útgerðarmanna og sjómanna fari þarna saman. „Það sem verður rifið af þeim það endar illa fyrir okkar kalla," segir Jónas.

Jónas er hins vegar ákaflega ósáttur við að útgerðarmenn hafi krafið sjómenn um lækkun launa hjá ríkissáttasemjara í síðustu viku. Samningar hafi verið lausir í eitt og hálft og útgerðamenn tali um að olían sé dýr. Ef krafan um launalækkunina kæmi ekki á sama tíma og sú ákvörðun að hvíla skipin við höfn þá myndu sjómenn styðja útgerðarmenn heilshugar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×