Sjúklingar sofa á göngum, kaffistofum og í tækjageymslum Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 6. desember 2015 19:00 Formaður prófessoraráðs Landspítalans segir óásættanlegt að ríkisstjórnin leggi ekki meira fé til heilbrigðismála þegar ríkissjóður er rekinn með afgangi. Hann segist sjaldan muna eftir jafn miklum önnum á spítalanum, sem sé yfirfullur og sjúklingar sofi á göngum, kaffistofum og í tækjageymslum. Tómas Guðbjartsson formaður prófessoraráðs spítalans og Reynir Arngrímsson, formaður læknaráðs skrifuðu grein í Fréttablaðið fyrir skömmu þar sem vitnað er í nýjustu skýrslu OECD um heilbrigðismál. Í henni kemur fram að íslensk stjórnvöld verji innan við 0,1% af vergri landsframleiðslu til fjárfestinga í innviðum heilbrigðiskerfisins, þar sem meðaltal OECD-landanna er 0,5%. Árið 2013 vermdi Ísland næst neðsta sætið og var þar í flokki með Grikklandi og Mexíkó. „Ég er búin að vera heima í tíu ár og ég man bara varla eftir svona miklum önnum í starfi eins og það hefur verið síðustu mánuði. Við erum til dæmis hérna á sunnudegi og ég var að ganga stofugang rétt áðan og við erum með þrjá sjúklinga inni á gangi þar sem það er ekki pláss fyrir þá inni á sjúkrastofum. Svo er einn af sjúklingunum mínum hérna inni á tækjageymslu,“ sagði Tómas Guðbjartsson þegar fréttamaður hitti hann í dag. Tómas segir ekki ásættanlegt að fjárfesta ekki meira í heilbrigðismálum þegar ríkissjóður er rekinn með afgangi. „Við hefðum viljað sjá allavega það að við getum haldið sjó í okkar rekstri en það lítur ekki út fyrir annað en að við verðum að skera niður. Ég skil ekki heldur afhverju við þurfum að vera eftirbátar hinna Norðurlandanna. Við erum að veita miklu minna fé til þessa málaflokks en nágrannaþjóðir okkar gera,“ segir hann. Starfsmenn spítalans séu orðnir þreyttir á að taka sama slaginn ár eftir ár. „Við erum sökuð um það að vera með væl og andlegt ofbeldi en þetta er ekki væl. Við erum dálítið eins og rispuð plata en mér sem lækni hér ber skylda til að upplýsa um hvernig ástandið er hérna á spítalanum. Það fer að styttast í næstu kosningar og ég held að kjósendur, alveg sama hvar þeir standa í pólitík, séu orðir langþreyttir á harmsögum af Landspítalanum.“ Tengdar fréttir Starfsáætlun Alþingis í uppnámi Annarri umræðu um fjárlög frestað fram í næstu viku. Stjórnarandstaðan reynir að tala frumvarp um Þróunarsamvinnustofnun út af borðinu. 25. nóvember 2015 13:19 Mun meiri afgangur af ríkisrekstri Miðað við fjáraukafrumvarp er talið að ríkissjóður ætli að greiða niður skuldir um 141,6 milljarð króna, sem er 101,4 milljörðum meira en gert var ráð fyrir við afgreiðslu fjárlaga. 1. nóvember 2015 21:07 Ómetanleg heilsa Nú hefur fyrsta skóflustungan verið tekin að nýju sjúkrahóteli sem á að rísa við Hringbraut. Þessar framkvæmdir hafa fengið misgóðar undirtektir og þá sérstaklega hvað varðar staðsetninguna. Með þessum framkvæmdum er verið að beina þyngstu umferð Reykjavíkur á einn miðpunkt. 4. desember 2015 07:00 Fimm milljarðar minni afgangur: Þjóðkirkjan og RÚV fá aukafjárveitingu Búið er að afgreiða fjárlagafrumvarp úr nefnd til annarar umræðu. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar er ánægð með breytingartillögurnar sem gerðar hafa verið. 5. desember 2015 15:15 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Sjá meira
Formaður prófessoraráðs Landspítalans segir óásættanlegt að ríkisstjórnin leggi ekki meira fé til heilbrigðismála þegar ríkissjóður er rekinn með afgangi. Hann segist sjaldan muna eftir jafn miklum önnum á spítalanum, sem sé yfirfullur og sjúklingar sofi á göngum, kaffistofum og í tækjageymslum. Tómas Guðbjartsson formaður prófessoraráðs spítalans og Reynir Arngrímsson, formaður læknaráðs skrifuðu grein í Fréttablaðið fyrir skömmu þar sem vitnað er í nýjustu skýrslu OECD um heilbrigðismál. Í henni kemur fram að íslensk stjórnvöld verji innan við 0,1% af vergri landsframleiðslu til fjárfestinga í innviðum heilbrigðiskerfisins, þar sem meðaltal OECD-landanna er 0,5%. Árið 2013 vermdi Ísland næst neðsta sætið og var þar í flokki með Grikklandi og Mexíkó. „Ég er búin að vera heima í tíu ár og ég man bara varla eftir svona miklum önnum í starfi eins og það hefur verið síðustu mánuði. Við erum til dæmis hérna á sunnudegi og ég var að ganga stofugang rétt áðan og við erum með þrjá sjúklinga inni á gangi þar sem það er ekki pláss fyrir þá inni á sjúkrastofum. Svo er einn af sjúklingunum mínum hérna inni á tækjageymslu,“ sagði Tómas Guðbjartsson þegar fréttamaður hitti hann í dag. Tómas segir ekki ásættanlegt að fjárfesta ekki meira í heilbrigðismálum þegar ríkissjóður er rekinn með afgangi. „Við hefðum viljað sjá allavega það að við getum haldið sjó í okkar rekstri en það lítur ekki út fyrir annað en að við verðum að skera niður. Ég skil ekki heldur afhverju við þurfum að vera eftirbátar hinna Norðurlandanna. Við erum að veita miklu minna fé til þessa málaflokks en nágrannaþjóðir okkar gera,“ segir hann. Starfsmenn spítalans séu orðnir þreyttir á að taka sama slaginn ár eftir ár. „Við erum sökuð um það að vera með væl og andlegt ofbeldi en þetta er ekki væl. Við erum dálítið eins og rispuð plata en mér sem lækni hér ber skylda til að upplýsa um hvernig ástandið er hérna á spítalanum. Það fer að styttast í næstu kosningar og ég held að kjósendur, alveg sama hvar þeir standa í pólitík, séu orðir langþreyttir á harmsögum af Landspítalanum.“
Tengdar fréttir Starfsáætlun Alþingis í uppnámi Annarri umræðu um fjárlög frestað fram í næstu viku. Stjórnarandstaðan reynir að tala frumvarp um Þróunarsamvinnustofnun út af borðinu. 25. nóvember 2015 13:19 Mun meiri afgangur af ríkisrekstri Miðað við fjáraukafrumvarp er talið að ríkissjóður ætli að greiða niður skuldir um 141,6 milljarð króna, sem er 101,4 milljörðum meira en gert var ráð fyrir við afgreiðslu fjárlaga. 1. nóvember 2015 21:07 Ómetanleg heilsa Nú hefur fyrsta skóflustungan verið tekin að nýju sjúkrahóteli sem á að rísa við Hringbraut. Þessar framkvæmdir hafa fengið misgóðar undirtektir og þá sérstaklega hvað varðar staðsetninguna. Með þessum framkvæmdum er verið að beina þyngstu umferð Reykjavíkur á einn miðpunkt. 4. desember 2015 07:00 Fimm milljarðar minni afgangur: Þjóðkirkjan og RÚV fá aukafjárveitingu Búið er að afgreiða fjárlagafrumvarp úr nefnd til annarar umræðu. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar er ánægð með breytingartillögurnar sem gerðar hafa verið. 5. desember 2015 15:15 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Sjá meira
Starfsáætlun Alþingis í uppnámi Annarri umræðu um fjárlög frestað fram í næstu viku. Stjórnarandstaðan reynir að tala frumvarp um Þróunarsamvinnustofnun út af borðinu. 25. nóvember 2015 13:19
Mun meiri afgangur af ríkisrekstri Miðað við fjáraukafrumvarp er talið að ríkissjóður ætli að greiða niður skuldir um 141,6 milljarð króna, sem er 101,4 milljörðum meira en gert var ráð fyrir við afgreiðslu fjárlaga. 1. nóvember 2015 21:07
Ómetanleg heilsa Nú hefur fyrsta skóflustungan verið tekin að nýju sjúkrahóteli sem á að rísa við Hringbraut. Þessar framkvæmdir hafa fengið misgóðar undirtektir og þá sérstaklega hvað varðar staðsetninguna. Með þessum framkvæmdum er verið að beina þyngstu umferð Reykjavíkur á einn miðpunkt. 4. desember 2015 07:00
Fimm milljarðar minni afgangur: Þjóðkirkjan og RÚV fá aukafjárveitingu Búið er að afgreiða fjárlagafrumvarp úr nefnd til annarar umræðu. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar er ánægð með breytingartillögurnar sem gerðar hafa verið. 5. desember 2015 15:15