Skál fyrir myndlistinni Ragnar Kjartansson skrifar 1. nóvember 2014 07:00 Í kaffi, bjór, djús eða kampavíni, eða bara Egils Kristal ef maður vill vera betri en hinir. Já, bræður og systur, í dag er dagur myndlistar. Dagur listformsins sem mótar sjónrænan veruleika okkar niður í minnstu smáatriði. Myndlistin er nefnilega mamma hönnunar, auglýsinga, tísku og eiginlega bara útlits alls þess manngerða sem við sjáum nú til dags. Já, hyllum þetta stórkostlega form mannlegrar tilvistar. Ég vinn sem myndlistarmaður en fyrst og fremst er ég myndlistaráhugamaður. Myndlistin er svo víðfeðm, það er vonlaust að skilgreina hana. Hún er alltaf að kanna nýjar formlausar lendur og umbreyta þeim í form, listaverk. Myndlistin er alltaf skrefi framar í hugmyndum en allt annað. Pönkið byrjaði í myndlistinni 1913. Já, skál fyrir myndlist. Hér á Íslandi er kvik og brjáluð myndlistarsena. Hún hefur verið að springa út undanfarið og nú er rætt um íslenska myndlistarmenn á kaffihúsum Parísar og diskóbörum New York-borgar. Ég er þakklátur fyrir að búa á landi sem er iðandi af myndlistarlífi. Hér er allt fullt af listamönnum og áhorfendum. Hér er fólk á útkjálka sem lætur sig framþróun mannsandans einhverju varða. Skál. Myndlist er frelsi. Ég veit ekki um neinn bransa sem gengur jafn mikið út á frelsi í hugsun, frelsi til að gera nákvæmlega það sem maður vill og þá virki það. Ég hef einu sinni grátið fyrir framan listaverk. Það var „Merda d'artista“ eftir Piero Manzoni. Þetta eru litlar niðursuðudósir með mannaskít listamannsins frá 1961. Þegar ég sá verkið var dósin að verða 50 ára gömul. Listamaðurinn löngu dáinn. Eftir stóð þessi bjarti, prakkaralegi og magnaði hlutur. Það er ómögulegt að útskýra fyrir einhverjum ruddum af hverju ég grét, en ég gerði það.Gullgerðarlist Manzoni var svo frábær, dó svo ungur og þetta verk á eftir að lifa um aldir, hvað sem á dynur. Þetta var hans niðurstaða um hvað það er að lifa, vera til og vera listamaður – hvað listin er. Hún er nefnilega hin eiginlega gullgerðarlist. Að gera gull úr skít. Magnað. Ég nenni samt ekki að tala um efnahagslegan ávinning samfélagsins af listinni, afleidd störf, styrkingu ferðamannaiðnaðarins og allt hitt sem óhjákvæmilega fylgir frábærri listasenu. Það er bara afskaplega jákvæð hliðarverkun. Myndlistin er svo mikil andans gjöf fyrir hvern og einn einasta sem setur sig inn í hana. Að njóta myndlistar eru mikil lífsgæði sem standa öllum til boða. Góðir hálsar, myndlist er að finna til. Við verðum að elska listaverk, þá skiljum við það. Við verðum að elska listina þá skiljum við hana. Þannig að þeir sem bölva listinni og listamönnum eru örgustu vitleysingar sem kunna ekki að elska. Æ, ég tala bara svona af því að það er dagur myndlistar og þá má ég taka blaðið frá munninum. Lyftum kaffibollanum hátt á loft og hvíslum „skál fyrir myndlistinni og elskum þetta helvíti“.Greinin er birt í tilefni Dags Myndlistarwww.dagurmyndistar.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Í kaffi, bjór, djús eða kampavíni, eða bara Egils Kristal ef maður vill vera betri en hinir. Já, bræður og systur, í dag er dagur myndlistar. Dagur listformsins sem mótar sjónrænan veruleika okkar niður í minnstu smáatriði. Myndlistin er nefnilega mamma hönnunar, auglýsinga, tísku og eiginlega bara útlits alls þess manngerða sem við sjáum nú til dags. Já, hyllum þetta stórkostlega form mannlegrar tilvistar. Ég vinn sem myndlistarmaður en fyrst og fremst er ég myndlistaráhugamaður. Myndlistin er svo víðfeðm, það er vonlaust að skilgreina hana. Hún er alltaf að kanna nýjar formlausar lendur og umbreyta þeim í form, listaverk. Myndlistin er alltaf skrefi framar í hugmyndum en allt annað. Pönkið byrjaði í myndlistinni 1913. Já, skál fyrir myndlist. Hér á Íslandi er kvik og brjáluð myndlistarsena. Hún hefur verið að springa út undanfarið og nú er rætt um íslenska myndlistarmenn á kaffihúsum Parísar og diskóbörum New York-borgar. Ég er þakklátur fyrir að búa á landi sem er iðandi af myndlistarlífi. Hér er allt fullt af listamönnum og áhorfendum. Hér er fólk á útkjálka sem lætur sig framþróun mannsandans einhverju varða. Skál. Myndlist er frelsi. Ég veit ekki um neinn bransa sem gengur jafn mikið út á frelsi í hugsun, frelsi til að gera nákvæmlega það sem maður vill og þá virki það. Ég hef einu sinni grátið fyrir framan listaverk. Það var „Merda d'artista“ eftir Piero Manzoni. Þetta eru litlar niðursuðudósir með mannaskít listamannsins frá 1961. Þegar ég sá verkið var dósin að verða 50 ára gömul. Listamaðurinn löngu dáinn. Eftir stóð þessi bjarti, prakkaralegi og magnaði hlutur. Það er ómögulegt að útskýra fyrir einhverjum ruddum af hverju ég grét, en ég gerði það.Gullgerðarlist Manzoni var svo frábær, dó svo ungur og þetta verk á eftir að lifa um aldir, hvað sem á dynur. Þetta var hans niðurstaða um hvað það er að lifa, vera til og vera listamaður – hvað listin er. Hún er nefnilega hin eiginlega gullgerðarlist. Að gera gull úr skít. Magnað. Ég nenni samt ekki að tala um efnahagslegan ávinning samfélagsins af listinni, afleidd störf, styrkingu ferðamannaiðnaðarins og allt hitt sem óhjákvæmilega fylgir frábærri listasenu. Það er bara afskaplega jákvæð hliðarverkun. Myndlistin er svo mikil andans gjöf fyrir hvern og einn einasta sem setur sig inn í hana. Að njóta myndlistar eru mikil lífsgæði sem standa öllum til boða. Góðir hálsar, myndlist er að finna til. Við verðum að elska listaverk, þá skiljum við það. Við verðum að elska listina þá skiljum við hana. Þannig að þeir sem bölva listinni og listamönnum eru örgustu vitleysingar sem kunna ekki að elska. Æ, ég tala bara svona af því að það er dagur myndlistar og þá má ég taka blaðið frá munninum. Lyftum kaffibollanum hátt á loft og hvíslum „skál fyrir myndlistinni og elskum þetta helvíti“.Greinin er birt í tilefni Dags Myndlistarwww.dagurmyndistar.is
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun