Skalf við hliðina á Jóa Fel Lilja Björk Hauksdóttir skrifar 22. febrúar 2014 09:00 Kaka ársins sem Íris Ósk bakaði er vægast sagt girnileg. GVA Sigurvegari í keppninni um köku ársins er Íris Björk Óskarsdóttir, bakaranemi í Sveinsbakaríi. Í fyrsta skipti er kaka ársins bökuð af konu. „Þetta er líka í fyrsta skipti sem nemi vinnur keppnina,“ segir vinningshafinn Íris.Fagið ekki fyrir stelpur „Það voru nokkrir meistarar fúlir yfir því að tapa fyrir nema. Auk þess er þetta mikið karlafag og okkur stelpunum finnst við oft þurfa að keppa við strákana. Því miður finnst mörgum stelpur ekki eiga neitt erindi í þetta fag. Þeir segja þetta vera of erfiða vinnu, að það sé of mikið álag og að stelpur geti ekki lyft þungu. Fagið snýst bara um miklu meira en það,“ segir Íris ákveðin.Allar konur vilja súkkulaði Kaka ársins 2014 lítur afskaplega girnilega út en hún er samansett af brownies-botni, karamellunúggatkexrönd, púðursykurkókosmarengs, karamellumjólkursúkkulaðimús og er súkkúlaðihjúpuð með anís og rauðum ópal. „Það var skylda að nota rauðan ópal í kökuna. Ég var lengi að hugsa hvernig ég ætti að koma því að þar sem þetta er vandmeðfarið hráefni af því það er svo sterkt. Svo ákvað ég að vera ekki að flækja málin. Þar sem þetta er kaka fyrir konudaginn og allar konur vilja súkkulaði ákvað ég að gera „djúsí“ súkkulaðiköku með smá lakkrísbragði. Hún virðist svo hafa heppnast ágætlega.“Stjörf í tvo daga Íris segist alls ekki hafa átt von á því að vinna keppnina. „Ég veit ekki hvernig ég keyrði heim án þess að keyra á neinn eftir að úrslitin voru gerð kunn. Ég var alveg út úr heiminum og stjörf í tvo daga á eftir. Svo skalf ég bara þegar ég var mynduð við hliðina á Jóa Fel,“ segir hún og hlær.Stoltur meistari Íris segir meistara sinn, Hilmi Hjálmarsson, og pabba hans og eiganda Sveinsbakarís, Hjálmar Jónsson, hafa verið viðstadda verðlaunaafhendinguna með sér og að þeir hafi orðið álíka hissa og hún á úrslitunum. „Þeir voru samt líka mjög stoltir. Meistarinn minn, hann Hilmir, átti einmitt köku ársins 2010 þannig að þetta er í annað sinn sem Sveinsbakarí á köku ársins.“Gefandi að gefa kökur Í maí næstkomandi tekur Íris sveinspróf og langar hana að halda áfram að læra og fara í konditorinám annaðhvort í Danmörku eða Noregi. „Ég hef haft gaman af því að baka síðan ég var í grunnskóla þrátt fyrir að ég hafi ekki ætlað mér þá að verða bakari. Þetta þróaðist bara smátt og smátt, ég vann í bakaríi með skóla og fór svo seinna að baka óvenjulegar kökur eins og einhyrningakökur og brjóstakökur fyrir vini og vandamenn. Svo endaði ég á því að prófa að fara í bakaranám og fann fljótt að það var rétt ákvörðun. Mér finnst svo gefandi að sjá svipinn á fólki þegar það fær fallega köku, það verða allir svo glaðir.“Hvílir sig á konudaginn Mikil törn verður hjá Írisi um helgina í bakaríinu þannig að henni finnst líklegt að hún eyði konudeginum í að sofa út og hvíla sig. „Svo tekur bara næsta verkefni við. Ég er að fara í nemakeppni Kornax sem verður í vikunni og svo verður farið að undirbúa bolludaginn.“ Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Sjá meira
Sigurvegari í keppninni um köku ársins er Íris Björk Óskarsdóttir, bakaranemi í Sveinsbakaríi. Í fyrsta skipti er kaka ársins bökuð af konu. „Þetta er líka í fyrsta skipti sem nemi vinnur keppnina,“ segir vinningshafinn Íris.Fagið ekki fyrir stelpur „Það voru nokkrir meistarar fúlir yfir því að tapa fyrir nema. Auk þess er þetta mikið karlafag og okkur stelpunum finnst við oft þurfa að keppa við strákana. Því miður finnst mörgum stelpur ekki eiga neitt erindi í þetta fag. Þeir segja þetta vera of erfiða vinnu, að það sé of mikið álag og að stelpur geti ekki lyft þungu. Fagið snýst bara um miklu meira en það,“ segir Íris ákveðin.Allar konur vilja súkkulaði Kaka ársins 2014 lítur afskaplega girnilega út en hún er samansett af brownies-botni, karamellunúggatkexrönd, púðursykurkókosmarengs, karamellumjólkursúkkulaðimús og er súkkúlaðihjúpuð með anís og rauðum ópal. „Það var skylda að nota rauðan ópal í kökuna. Ég var lengi að hugsa hvernig ég ætti að koma því að þar sem þetta er vandmeðfarið hráefni af því það er svo sterkt. Svo ákvað ég að vera ekki að flækja málin. Þar sem þetta er kaka fyrir konudaginn og allar konur vilja súkkulaði ákvað ég að gera „djúsí“ súkkulaðiköku með smá lakkrísbragði. Hún virðist svo hafa heppnast ágætlega.“Stjörf í tvo daga Íris segist alls ekki hafa átt von á því að vinna keppnina. „Ég veit ekki hvernig ég keyrði heim án þess að keyra á neinn eftir að úrslitin voru gerð kunn. Ég var alveg út úr heiminum og stjörf í tvo daga á eftir. Svo skalf ég bara þegar ég var mynduð við hliðina á Jóa Fel,“ segir hún og hlær.Stoltur meistari Íris segir meistara sinn, Hilmi Hjálmarsson, og pabba hans og eiganda Sveinsbakarís, Hjálmar Jónsson, hafa verið viðstadda verðlaunaafhendinguna með sér og að þeir hafi orðið álíka hissa og hún á úrslitunum. „Þeir voru samt líka mjög stoltir. Meistarinn minn, hann Hilmir, átti einmitt köku ársins 2010 þannig að þetta er í annað sinn sem Sveinsbakarí á köku ársins.“Gefandi að gefa kökur Í maí næstkomandi tekur Íris sveinspróf og langar hana að halda áfram að læra og fara í konditorinám annaðhvort í Danmörku eða Noregi. „Ég hef haft gaman af því að baka síðan ég var í grunnskóla þrátt fyrir að ég hafi ekki ætlað mér þá að verða bakari. Þetta þróaðist bara smátt og smátt, ég vann í bakaríi með skóla og fór svo seinna að baka óvenjulegar kökur eins og einhyrningakökur og brjóstakökur fyrir vini og vandamenn. Svo endaði ég á því að prófa að fara í bakaranám og fann fljótt að það var rétt ákvörðun. Mér finnst svo gefandi að sjá svipinn á fólki þegar það fær fallega köku, það verða allir svo glaðir.“Hvílir sig á konudaginn Mikil törn verður hjá Írisi um helgina í bakaríinu þannig að henni finnst líklegt að hún eyði konudeginum í að sofa út og hvíla sig. „Svo tekur bara næsta verkefni við. Ég er að fara í nemakeppni Kornax sem verður í vikunni og svo verður farið að undirbúa bolludaginn.“
Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Sjá meira