Viðskipti innlent

Skammar Breta og Hollendinga fyrir hræsni í Icesavemálinu

Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar
Leiðarahöfundur Financial Times segir það hræsni hjá Bretum og Hollendingum að halda því fram að Íslendingar eigi að borga þriðjung tekna sinna fyrir erlendar innistæður án dómsúrskurðar.

Þetta kemur fram í leiðara sem birtist í viðskiptablaðinu Financial Times í gær. Þar segir að þegar Íslendingar stóðu frammi fyrir annarri þjóðaratkvæðagreiðslu hefði verið afsakanlegt fyrir þá að láta undan eftir góða mótstöðu. Þess í stað hafi meirihluti þjóðarinnar staðist einelti Breta og Hollendinga og neitað að greiða skuldir einkarekinna banka nema með dómsúrskurði.

Höfundur dáist að þrjósku Íslendinga þó það gæti orðið þeim dýrkeypt, eða ekki þar sem hann telur Íslendinga vera með gott dómsmál í höndum. Afstaða þeirra í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave afsanni að ekki sé annað hægt en að greiða skuldir bankastofnana.

Hann segir ólíklegt að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar muni hafa áhrif á samning Íslands við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Hins vegar geti Bretar og Hollendingar tafið fyrir umsókn Íslands að Evrópusambandinu. Það væri þó sorglegt að refsa landi fyrir að láta reyna á rétt sinn fyrir dómstólum.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×