Innlent

Skaut golfkúlu í sjö ára stúlku - sjö spor saumuð

Lögregla rannsakar nú atvik sem átti sér stað við Elliðavatn, þegar golfkúlu var skotið í andlit sjö ára stúlku með þeim afleiðingum að sauma þurfti sjö spor í vör hennar.

Auk þess féll hún við höggið af kúlunni og marðist á enni. Vitni segja að þegar mennirnir, sem taldir eru um tvítugt, sáu hvað gerst hafði, hafi þeir flýtt sér upp í bíl sinn og stungið af. Þeirra er nú leitað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×