Skemmdarverk unnin á listaverkum nemenda Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 28. apríl 2014 17:05 Lukka Sigurðardóttir og verkið hennar, Peace Piece. mynd/lukka Skemmdarverk voru unnin á listaverkum tveggja nemenda á foropnun útskriftarsýningar nemenda á BA-stigi í hönnun, arkitektúr og myndlist síðastliðinn fimmtudag. Útskriftarsýningin er haldin í Listasafni Reykjavíkur og stendur hún yfir í tvær vikur. Lukka Sigurðardóttir á verkið Peace Piece og er hún önnur þeirra sem varð fyrir barðinu á ódæðismönnunum. Verk hennar fjallar um frið og er það hvít brotakúla úr gifsi. „Tveir menn smygluðu sér á sýninguna og stukku upp á kúluna þannig að hún dældaðist. Kúlan hangir á keðju sem er olíuborin og varð kúlan því töluvert kámug,“ segir Lukka. Hún telur mennina vera af erlendu bergi brotna og telur allar líkur á að þeir hafi verið undir áhrifum áfengis.Lukka segir að skornast hafi upp úr kúlunni og að hafi hún orðið töluvert kámug eftir verknaðinn.mynd/lukkaHún segir að töluvert mikið af fólki hafi verið á sýningunni, en viðstaddir hafi talið að um gjörning væri að ræða og var þetta því ekki stöðvað af. Framkvæmd verksins tók Lukku þrjár vikur og var þetta því töluvert áfall fyrir hana þegar hún sá hvað hefði gerst. Lukka ætlar að kæra verknaðinn finni hún út hverjir mennirnir eru. „Ég var virkilega sár en er þó fegin að þetta voru fullir menn sem kunna sig ekki frekar heldur en samnemendur mínir eða kennarar.“ Hún segir að mennirnir hafi fært sig yfir í næsta sal og rænt þar flösku sem samnemandi hennar hafði hannað. „Mennirnir töldu þetta vera áfengi og við heyrðum af því síðar um kvöldið að mennirnir hafi orðið ansi fúlir þegar í ljós kom að í flöskunni var vatn en ekki áfengi.“ Lukka náði þó að laga verkið og er það til sýnis í Listasafni Reykjavíkur. Lukka fékk myndir úr öryggisvél safnsins og vonast hún til þess að einhver geti borið kennsl á mennina. Myndina er að sjá hér að neðan. Að sögn Mörtu Þórðardóttur, kynningar- og markaðsstjóra Listaháskólans, sjá nemendur um öryggisgæslu sjálfir. Hún segir nemendur skipta með sér vöktum þá daga sem sýningin stendur yfir. Hún segir þó að á fimmtudaginn síðastliðinn, þegar atvikið átti sér stað, hafi hver og einn nemandi átt að fylgjast með sínu verki.Hér sjást mennirnir tveir. Myndin er tekin úr öryggismyndavél Listasafnsins. Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Sjá meira
Skemmdarverk voru unnin á listaverkum tveggja nemenda á foropnun útskriftarsýningar nemenda á BA-stigi í hönnun, arkitektúr og myndlist síðastliðinn fimmtudag. Útskriftarsýningin er haldin í Listasafni Reykjavíkur og stendur hún yfir í tvær vikur. Lukka Sigurðardóttir á verkið Peace Piece og er hún önnur þeirra sem varð fyrir barðinu á ódæðismönnunum. Verk hennar fjallar um frið og er það hvít brotakúla úr gifsi. „Tveir menn smygluðu sér á sýninguna og stukku upp á kúluna þannig að hún dældaðist. Kúlan hangir á keðju sem er olíuborin og varð kúlan því töluvert kámug,“ segir Lukka. Hún telur mennina vera af erlendu bergi brotna og telur allar líkur á að þeir hafi verið undir áhrifum áfengis.Lukka segir að skornast hafi upp úr kúlunni og að hafi hún orðið töluvert kámug eftir verknaðinn.mynd/lukkaHún segir að töluvert mikið af fólki hafi verið á sýningunni, en viðstaddir hafi talið að um gjörning væri að ræða og var þetta því ekki stöðvað af. Framkvæmd verksins tók Lukku þrjár vikur og var þetta því töluvert áfall fyrir hana þegar hún sá hvað hefði gerst. Lukka ætlar að kæra verknaðinn finni hún út hverjir mennirnir eru. „Ég var virkilega sár en er þó fegin að þetta voru fullir menn sem kunna sig ekki frekar heldur en samnemendur mínir eða kennarar.“ Hún segir að mennirnir hafi fært sig yfir í næsta sal og rænt þar flösku sem samnemandi hennar hafði hannað. „Mennirnir töldu þetta vera áfengi og við heyrðum af því síðar um kvöldið að mennirnir hafi orðið ansi fúlir þegar í ljós kom að í flöskunni var vatn en ekki áfengi.“ Lukka náði þó að laga verkið og er það til sýnis í Listasafni Reykjavíkur. Lukka fékk myndir úr öryggisvél safnsins og vonast hún til þess að einhver geti borið kennsl á mennina. Myndina er að sjá hér að neðan. Að sögn Mörtu Þórðardóttur, kynningar- og markaðsstjóra Listaháskólans, sjá nemendur um öryggisgæslu sjálfir. Hún segir nemendur skipta með sér vöktum þá daga sem sýningin stendur yfir. Hún segir þó að á fimmtudaginn síðastliðinn, þegar atvikið átti sér stað, hafi hver og einn nemandi átt að fylgjast með sínu verki.Hér sjást mennirnir tveir. Myndin er tekin úr öryggismyndavél Listasafnsins.
Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Sjá meira