Skíðasamfélagið brjálað út í Jón Gnarr Valur Grettisson skrifar 8. nóvember 2010 21:39 Það sýður á skíðasamfélaginu. „Ég er brjáluð, er maðurinn klikkaður?" spyr Heiður Hjaltadóttir, formaður skíðadeildar Breiðabliks, um ummæli Jóns Gnarrs, borgarstjóra Reykjavíkur, sem velti því fyrir sér í viðtali í Kastljósi í kvöld hvort það væri ekki góð hugmynd að loka skíðasvæðinu í Bláfjöllum í tvö ár. Jón kastaði ummælunum fram sem vangaveltum en aðspurður hvort það væri á teikniborðinu svaraði hann ekki spurningunni heldur velti því fyrir sér hvort þetta væri möguleiki til þess að hlífa öðrum og mikilvægari póstum eins og hann orðaði það. Hann tók fram að lokunin myndi þýða að 87 milljónir gætu sparast. Heiði er ekki skemmt. Hún segist hafa fundað með foreldrum tólf ára barna og yngri eftir Kastljósviðtalið vegna þess að æfingar hefjast á morgun hjá félaginu. Þar hafi foreldrar lýst yfir þungum áhyggjum auk þess sem skíðamenn eru illir á samskiptavefnum Facebook. „Þetta hefur ekki verið viðrað við okkur," svaraði Heiður spurð hvort hugmyndin hefði verið borin undir stjórn félagsins. Hún segir það beinlínis fjarstæðukennt að loka svæðinu enda ekki eingöngu æfingasvæðið fyrir börnin heldur einnig þúsundir sem njóta svæðisins yfir árið. „Það eru engin önnur úrræði," segir Heiður en síðasti vetur var verulega erfiður fyrir félagið vegna snjóleysis. Þá fóru börnin næstum hverja helgi til Akureyrar þar sem þau æfðu sig. „En það stendur ekkert foreldri undir þeim kostnaði til lengdar," segir Heiður. Hún bendir á að ef þetta eru sparnaðarhugmyndir borgarinnar, þá hljóti það að vera hagsýnna að lokum sundlaugum borgarinnar. „Þá sparast mun meira fé," segir Heiður sem áréttar að hún sé að sjálfsögðu ekki að leggja til að loka sundstöðum í Reykjavík, en hugmyndin sé jafn fjarstæðukennd og að loka Bláfjöllum. „Það sauð beinlínis á fólki eftir þetta viðtal. Þau eru svo reið," segir Heiður sem vandar ekki borgarstjóranum kveðjurnar. „Þetta er hætt að vera fyndið, við erum hætt að hafa húmor fyrir svona löguðu," segir Heiður sem biður borgarstjórann vinsamlegast að líta upp úr froðukaffinu og beina sjónum sínum út fyrir utan hundrað og einn. Tengdar fréttir Veltir fyrir sér að loka Bláfjöllum Ýmsar sparnaðarleiðir eru til skoðunar hjá Reykjavíkurborg en alls þarf að stoppa upp í 4,5 milljarða króna gat hjá borginni en fjárlagagerð stendur nú yfir og stendur til að ljúka henni fyrir jól. 8. nóvember 2010 21:17 Sjálfstæðisflokkurinn eins og Patrick Swayze í Ghost „Varðandi Sjálfstæðisflokkinn þá ég farinn að upplifa hann sem tvo flokka," sagði Jón Gnarr borgarstjóri í viðtali í Kastljósi í kvöld þar sem farið var yfir störf borgarstjórans frá því hann tók við í sumar. 8. nóvember 2010 20:15 Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Sjá meira
„Ég er brjáluð, er maðurinn klikkaður?" spyr Heiður Hjaltadóttir, formaður skíðadeildar Breiðabliks, um ummæli Jóns Gnarrs, borgarstjóra Reykjavíkur, sem velti því fyrir sér í viðtali í Kastljósi í kvöld hvort það væri ekki góð hugmynd að loka skíðasvæðinu í Bláfjöllum í tvö ár. Jón kastaði ummælunum fram sem vangaveltum en aðspurður hvort það væri á teikniborðinu svaraði hann ekki spurningunni heldur velti því fyrir sér hvort þetta væri möguleiki til þess að hlífa öðrum og mikilvægari póstum eins og hann orðaði það. Hann tók fram að lokunin myndi þýða að 87 milljónir gætu sparast. Heiði er ekki skemmt. Hún segist hafa fundað með foreldrum tólf ára barna og yngri eftir Kastljósviðtalið vegna þess að æfingar hefjast á morgun hjá félaginu. Þar hafi foreldrar lýst yfir þungum áhyggjum auk þess sem skíðamenn eru illir á samskiptavefnum Facebook. „Þetta hefur ekki verið viðrað við okkur," svaraði Heiður spurð hvort hugmyndin hefði verið borin undir stjórn félagsins. Hún segir það beinlínis fjarstæðukennt að loka svæðinu enda ekki eingöngu æfingasvæðið fyrir börnin heldur einnig þúsundir sem njóta svæðisins yfir árið. „Það eru engin önnur úrræði," segir Heiður en síðasti vetur var verulega erfiður fyrir félagið vegna snjóleysis. Þá fóru börnin næstum hverja helgi til Akureyrar þar sem þau æfðu sig. „En það stendur ekkert foreldri undir þeim kostnaði til lengdar," segir Heiður. Hún bendir á að ef þetta eru sparnaðarhugmyndir borgarinnar, þá hljóti það að vera hagsýnna að lokum sundlaugum borgarinnar. „Þá sparast mun meira fé," segir Heiður sem áréttar að hún sé að sjálfsögðu ekki að leggja til að loka sundstöðum í Reykjavík, en hugmyndin sé jafn fjarstæðukennd og að loka Bláfjöllum. „Það sauð beinlínis á fólki eftir þetta viðtal. Þau eru svo reið," segir Heiður sem vandar ekki borgarstjóranum kveðjurnar. „Þetta er hætt að vera fyndið, við erum hætt að hafa húmor fyrir svona löguðu," segir Heiður sem biður borgarstjórann vinsamlegast að líta upp úr froðukaffinu og beina sjónum sínum út fyrir utan hundrað og einn.
Tengdar fréttir Veltir fyrir sér að loka Bláfjöllum Ýmsar sparnaðarleiðir eru til skoðunar hjá Reykjavíkurborg en alls þarf að stoppa upp í 4,5 milljarða króna gat hjá borginni en fjárlagagerð stendur nú yfir og stendur til að ljúka henni fyrir jól. 8. nóvember 2010 21:17 Sjálfstæðisflokkurinn eins og Patrick Swayze í Ghost „Varðandi Sjálfstæðisflokkinn þá ég farinn að upplifa hann sem tvo flokka," sagði Jón Gnarr borgarstjóri í viðtali í Kastljósi í kvöld þar sem farið var yfir störf borgarstjórans frá því hann tók við í sumar. 8. nóvember 2010 20:15 Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Sjá meira
Veltir fyrir sér að loka Bláfjöllum Ýmsar sparnaðarleiðir eru til skoðunar hjá Reykjavíkurborg en alls þarf að stoppa upp í 4,5 milljarða króna gat hjá borginni en fjárlagagerð stendur nú yfir og stendur til að ljúka henni fyrir jól. 8. nóvember 2010 21:17
Sjálfstæðisflokkurinn eins og Patrick Swayze í Ghost „Varðandi Sjálfstæðisflokkinn þá ég farinn að upplifa hann sem tvo flokka," sagði Jón Gnarr borgarstjóri í viðtali í Kastljósi í kvöld þar sem farið var yfir störf borgarstjórans frá því hann tók við í sumar. 8. nóvember 2010 20:15