Skilaboð frá Snowden Kristinn Hrafnsson skrifar 18. júní 2013 07:00 Aðfaranótt 12. júní var mér falið af Edward Snowden að bera þau boð til íslenskra stjórnvalda að hann sæktist eftir pólitísku hæli á Íslandi. Jafnframt að íslensk stjórnvöld aðstoðuðu hann við umsóknina og könnuðu jafnvel kosti þess að veita honum ríkisborgararétt. Stöðu hans vegna voru samskiptin í gegnum millilið sem hafði fullt umboð. Sama dag óskaði ég eftir fundi með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra til þess að bera upp erindið. Hvorugt sá sér fært að hitta mig, þótt þeim væri ljóst hvað í því fólst. Engu að síður kom ég því til leiðar að bæði fengju til sín nægjanlegar upplýsingar sem vörðuðu þetta ákall um aðstoð. Enn hef ég ekki náð tali af Sigmundi Davíð og Hönnu Birnu og því ekki fengið milliliðalaust svar við erindinu sem vitaskuld er í eðli sínu pólitískt. Upplýsingar úr ráðuneytunum voru í ætt við svör embættismanna í erlendum fjölmiðlum þar sem vísað er í formreglur og tæknilega vankanta á hælisumsókn ef viðkomandi er ekki staddur hér á landi. Ég geri þetta erindi nú opinbert með heimild Snowdens. Ekki síst þar sem það varðar mikilsverða hagsmuni sem snerta þjóðina og Alþingi. Þingmönnum er málið skylt enda verður að skoða beiðni Snowdens sem andsvar við skilaboðum sem Alþingi sendi heimsbyggðinni með samþykkt þingsályktunartillögu 16. júní 2010 sem samþykkt var mótatkvæðalaust. Að henni stóðu nítján þingmenn allra flokka og meðal flutningsmanna voru þrír ráðherrar ríkisstjórnarinnar sem er nýtekin við, þau Gunnar Bragi Sveinsson, Sigurður Ingi Jóhannsson og Eygló Harðardóttir. Hróður þessarar stefnumörkunar þingsins hefur farið víða enda á ferð framsækin ályktun um að „Ísland skapi sér afgerandi lagalega sérstöðu varðandi vernd tjáningar- og upplýsingafrelsis“. Þar er sérstök áhersla lögð á að „…vernd heimildarmanna og afhjúpenda verði tryggð“. Í ljósi þessa samhengis ber Alþingi siðferðisleg skylda að svara þessari hjálparbeiðni. Enginn þarf að efast um að Snowden á yfir höfði sér saksókn í Bandaríkjunum á grundvelli fornar löggjafar sem hefur á síðari tímum verið beitt gegn uppljóstrurum og afhjúpendum, jafnvel gegn þeim sem miðlað hafa mun veigaminni upplýsingum en Snowden. Þá hefur verið vísað til þess að upplýsingamiðlunin – til almennings í gegnum fjölmiðla – feli í sér „aðstoð við óvininn“. Þar sé því um að ræða landráð og viðurlögin eru lífstíðarfangelsi eða dauðarefsing. Menn ættu einnig að skoða þá meðferð sem afhjúpandinn Bradley Manning hefur mátt þola í fangelsi; niðurlægingu og pyntingar. Íslensk stjórnvöld, og almenningur, þurfa að svara alvarlegri samviskuspurningu, óháð skoðun þeirra á réttmæti þess að Snowden lagði allt í sölurnar til þess að upplýsa almenning. Verður rétt fram hjálparhönd eða baki snúið við þessum manni? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Aðfaranótt 12. júní var mér falið af Edward Snowden að bera þau boð til íslenskra stjórnvalda að hann sæktist eftir pólitísku hæli á Íslandi. Jafnframt að íslensk stjórnvöld aðstoðuðu hann við umsóknina og könnuðu jafnvel kosti þess að veita honum ríkisborgararétt. Stöðu hans vegna voru samskiptin í gegnum millilið sem hafði fullt umboð. Sama dag óskaði ég eftir fundi með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra til þess að bera upp erindið. Hvorugt sá sér fært að hitta mig, þótt þeim væri ljóst hvað í því fólst. Engu að síður kom ég því til leiðar að bæði fengju til sín nægjanlegar upplýsingar sem vörðuðu þetta ákall um aðstoð. Enn hef ég ekki náð tali af Sigmundi Davíð og Hönnu Birnu og því ekki fengið milliliðalaust svar við erindinu sem vitaskuld er í eðli sínu pólitískt. Upplýsingar úr ráðuneytunum voru í ætt við svör embættismanna í erlendum fjölmiðlum þar sem vísað er í formreglur og tæknilega vankanta á hælisumsókn ef viðkomandi er ekki staddur hér á landi. Ég geri þetta erindi nú opinbert með heimild Snowdens. Ekki síst þar sem það varðar mikilsverða hagsmuni sem snerta þjóðina og Alþingi. Þingmönnum er málið skylt enda verður að skoða beiðni Snowdens sem andsvar við skilaboðum sem Alþingi sendi heimsbyggðinni með samþykkt þingsályktunartillögu 16. júní 2010 sem samþykkt var mótatkvæðalaust. Að henni stóðu nítján þingmenn allra flokka og meðal flutningsmanna voru þrír ráðherrar ríkisstjórnarinnar sem er nýtekin við, þau Gunnar Bragi Sveinsson, Sigurður Ingi Jóhannsson og Eygló Harðardóttir. Hróður þessarar stefnumörkunar þingsins hefur farið víða enda á ferð framsækin ályktun um að „Ísland skapi sér afgerandi lagalega sérstöðu varðandi vernd tjáningar- og upplýsingafrelsis“. Þar er sérstök áhersla lögð á að „…vernd heimildarmanna og afhjúpenda verði tryggð“. Í ljósi þessa samhengis ber Alþingi siðferðisleg skylda að svara þessari hjálparbeiðni. Enginn þarf að efast um að Snowden á yfir höfði sér saksókn í Bandaríkjunum á grundvelli fornar löggjafar sem hefur á síðari tímum verið beitt gegn uppljóstrurum og afhjúpendum, jafnvel gegn þeim sem miðlað hafa mun veigaminni upplýsingum en Snowden. Þá hefur verið vísað til þess að upplýsingamiðlunin – til almennings í gegnum fjölmiðla – feli í sér „aðstoð við óvininn“. Þar sé því um að ræða landráð og viðurlögin eru lífstíðarfangelsi eða dauðarefsing. Menn ættu einnig að skoða þá meðferð sem afhjúpandinn Bradley Manning hefur mátt þola í fangelsi; niðurlægingu og pyntingar. Íslensk stjórnvöld, og almenningur, þurfa að svara alvarlegri samviskuspurningu, óháð skoðun þeirra á réttmæti þess að Snowden lagði allt í sölurnar til þess að upplýsa almenning. Verður rétt fram hjálparhönd eða baki snúið við þessum manni?
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun