Skilningur að aukast milli formanna ACD flokkanna Heimir Már Pétursson skrifar 29. desember 2016 13:31 Stjórnarmyndunarviðræður flokkanna þriggja tókust ekki upp í fyrsta kasti. Vera má að viðræðurnar gangi upp í þetta skiptið. Vísir/Vilhelm/Anton Formaður Bjartrar framtíðar segir hann og formenn Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar hafa verið að kasta á milli sín hugmyndum til málamiðlana undanfarna daga í tilraun til að ná saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Hann reikni með að formennirinir muni halda áfram að vera í sambandi í dag. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins, Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar og Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar hafa verið í auknum þreifingum til stjórnarmyndunar eftir jólahátíðina, en þeir voru byrjaðir að ræða saman fyrir jól. Óttarr segir menn gera sér grein fyrir þeirri ábyrgð að mynda þurfi ríkisstjórn í landinu. Eftir fyrri viðræður þessarra flokka og annarra frá kosningum geri menn sér betur grein fyrir stöðunni. Hann og formenn Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar hafi undanfarna daga velt upp ýmsum leiðum og hugmyndum bæði á fundum, í símtölum og með textahugmyndum sem hluta að mögulegum stjórnarsáttmála. Þá hafi forseti Íslands fylgst vel með gangi mála og formennirnir allir haldið honum upplýstum um gang mála. Óttar sagði skömmu fyrir hádegi að ekki væri búið að boða til neinna funda í dag en hann reiknaði frekar með því að formennirnir yrðu í sambandi. Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar vonar að málin skýrist eitthvað í dag og segir andann í viðræðum formannanna aðeins annan nú en áður. „Ætli við séum ekki að venjast hverjir öðrum aðeins betur. Ég las það einhvers staðar að við værum farnir að þekkja þolmörk hver annars. Þannig að vonandi gengur þetta betur núna,” segir Benedikt.Finnst þér mikilvægt að það verði einhver niðurstaða í þessu viðræðum, eigum við að segja á fyrstu dögum nýs árs?„Það væri mjög gott. Ég er bara þannig gerður að ef maður er að gera hluti vil ég gjarnan sjá til lands og þegar maður sér til lands vil ég gjarnan klára það. En það er ekki komið svo langt ennþá.”Það liggur fyrir hver eru erfiðustu málin á milli flokkanna, finnst þér eitthvað liðlegra í þeim nú en verið hefur?„Já auðvitað verður maður líka að hafa það í huga að menn verða að vera sveigjanlegri í samningum ef þeir ætla að ná saman á annað borð. Kannski meira núna en fyrir tveimur mánuðum. En vonandi nást að lokum samningar sem allir geta vel við unað.”Fyrir utan málefnin þá er vitað að stjórn þessarra flokka yrði með minnsta mögulega meirihluta. Óttast þú þá niðurstöðu?„Ég óttast það nú ekki ef við verðum með góð málefni. Þá held ég að það geti orðið mjög góð samstaða um þau meðal miklu fleiri en þeirra sem endilega myndu mynda þennan ríkisstjórnarmeirihluta. Ég held að það sé líka mikilvægt fyrir nýja ríkisstjórn að reyna að skapa sem breiðasta samstöðu um mikilvæg málefni.”Vinna vel með þinginu semsagt?„Einmitt, það held ég að sé lexían sem við getum dregið af þessu stutta desemberþingi sem við vorum að ljúka núna,” segir Benedikt. Í dag eru um tveir mánuðir frá kosningum og yfiirstandandi stjórnarkreppa er meðþeim lengri í seinni tíð en alls ekki sú lengsta í sögunni. Miðað við stöðuna er ólíklegt að flokkarnir þrír nái að setja saman stjórnarsáttmála áður en árið er liðið og enn er auðvitað möguleiki aðþeir nái alls ekki saman. Hins vegar eykur það líkurnar að til verði stjórn að formennirnir þekkja betur takmörk hvers annars. Ef ekkert gerist aftur á móti á allra næstu dögum búast við að Guðni Th. Jóhannesson blandi sér í málin meðþví annað hvort að veita einhverjum formlega umboð til stjórnarmyndunar eða meðþví að kanna möguleika á myndun minnihlutastjórnar sem varin yrði vantrausti á Alþingi. Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
Formaður Bjartrar framtíðar segir hann og formenn Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar hafa verið að kasta á milli sín hugmyndum til málamiðlana undanfarna daga í tilraun til að ná saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Hann reikni með að formennirinir muni halda áfram að vera í sambandi í dag. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins, Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar og Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar hafa verið í auknum þreifingum til stjórnarmyndunar eftir jólahátíðina, en þeir voru byrjaðir að ræða saman fyrir jól. Óttarr segir menn gera sér grein fyrir þeirri ábyrgð að mynda þurfi ríkisstjórn í landinu. Eftir fyrri viðræður þessarra flokka og annarra frá kosningum geri menn sér betur grein fyrir stöðunni. Hann og formenn Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar hafi undanfarna daga velt upp ýmsum leiðum og hugmyndum bæði á fundum, í símtölum og með textahugmyndum sem hluta að mögulegum stjórnarsáttmála. Þá hafi forseti Íslands fylgst vel með gangi mála og formennirnir allir haldið honum upplýstum um gang mála. Óttar sagði skömmu fyrir hádegi að ekki væri búið að boða til neinna funda í dag en hann reiknaði frekar með því að formennirnir yrðu í sambandi. Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar vonar að málin skýrist eitthvað í dag og segir andann í viðræðum formannanna aðeins annan nú en áður. „Ætli við séum ekki að venjast hverjir öðrum aðeins betur. Ég las það einhvers staðar að við værum farnir að þekkja þolmörk hver annars. Þannig að vonandi gengur þetta betur núna,” segir Benedikt.Finnst þér mikilvægt að það verði einhver niðurstaða í þessu viðræðum, eigum við að segja á fyrstu dögum nýs árs?„Það væri mjög gott. Ég er bara þannig gerður að ef maður er að gera hluti vil ég gjarnan sjá til lands og þegar maður sér til lands vil ég gjarnan klára það. En það er ekki komið svo langt ennþá.”Það liggur fyrir hver eru erfiðustu málin á milli flokkanna, finnst þér eitthvað liðlegra í þeim nú en verið hefur?„Já auðvitað verður maður líka að hafa það í huga að menn verða að vera sveigjanlegri í samningum ef þeir ætla að ná saman á annað borð. Kannski meira núna en fyrir tveimur mánuðum. En vonandi nást að lokum samningar sem allir geta vel við unað.”Fyrir utan málefnin þá er vitað að stjórn þessarra flokka yrði með minnsta mögulega meirihluta. Óttast þú þá niðurstöðu?„Ég óttast það nú ekki ef við verðum með góð málefni. Þá held ég að það geti orðið mjög góð samstaða um þau meðal miklu fleiri en þeirra sem endilega myndu mynda þennan ríkisstjórnarmeirihluta. Ég held að það sé líka mikilvægt fyrir nýja ríkisstjórn að reyna að skapa sem breiðasta samstöðu um mikilvæg málefni.”Vinna vel með þinginu semsagt?„Einmitt, það held ég að sé lexían sem við getum dregið af þessu stutta desemberþingi sem við vorum að ljúka núna,” segir Benedikt. Í dag eru um tveir mánuðir frá kosningum og yfiirstandandi stjórnarkreppa er meðþeim lengri í seinni tíð en alls ekki sú lengsta í sögunni. Miðað við stöðuna er ólíklegt að flokkarnir þrír nái að setja saman stjórnarsáttmála áður en árið er liðið og enn er auðvitað möguleiki aðþeir nái alls ekki saman. Hins vegar eykur það líkurnar að til verði stjórn að formennirnir þekkja betur takmörk hvers annars. Ef ekkert gerist aftur á móti á allra næstu dögum búast við að Guðni Th. Jóhannesson blandi sér í málin meðþví annað hvort að veita einhverjum formlega umboð til stjórnarmyndunar eða meðþví að kanna möguleika á myndun minnihlutastjórnar sem varin yrði vantrausti á Alþingi.
Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira