Viðskipti innlent

Skipti segja upp 17 manns

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Skipti, móðurfélag Símans, ætlar að segja upp 17 starfsmönnum nú um mánaðamótin. Að auki munu 15 starfsmenn Mílu, sem er dótturfélag Skipta, flytjast yfir til Símans.

Í tilkynningu frá Skiptum segir að á síðustu misserum hafi verið unnið að hagræðingu í rekstri Skiptasamstæðunnar sem miðar að því að bregðast við minnkandi rauntekjum á fjarskiptamarkaði samhliða verulegri kostnaðarverðbólgu innanlands. Hagræðingaraðgerðir hafi snert öll fyrirtæki samstæðunnar en stærstu dótturfyrirtækin eru Síminn, Míla og Skjárinn. Aðgerðirnar eiga að spara fyrirtækinu 500 milljónir króna.

„Það var fyrirséð síðastliðið haust að hægt væri að samþætta reksturinn hjá fyrirtækjum samstæðunnar til þess að straumlínulaga reksturinn og spara. Þessar breytingar núna eru eðlilegt framhald af hagræðingum síðasta árs og nauðsynlegar þar sem kostnaður hefur hækkað og rauntekjur okkar minnkað á sama tíma," segir Steinn Logi Björnsson, forstjóri Skipta, í tilkynningu frá fyrirtækinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×