Innlent

Skjálftahrina í Kötlu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Nokkrir skjálftar hafa mælst í Kötlu í dag. Mynd/ HAG.
Nokkrir skjálftar hafa mælst í Kötlu í dag. Mynd/ HAG.
Svo virðist sem jarðskjálftahrina hafi hafist í Kötlu í dag. Hingað til eru stærstu skjálftarnir innan við 3 á Richter á 1,1 kílómetra dýpi. Jón Frímann Jónsson, sem fylgist mikið með jarðhræringum á Íslandi, segir hins vegar að gæði skjálftanna séu góð. Flestir skjálftar eiga upptök sín í Hábungu. Jarðskjálfti var einnig í Kötlu í gær og var hann yfir þrír.

Á vefsíðu sinni segist Jón Frímann ekki vera viss um það hvað valdi skjálftunum. Hann skrifaði fyrr í dag að Katla væri byrjuð að bólgna út, sem venjulega þýðir að kvika streymi inn í eldstöðina. Þegar hringt var í Veðurstofu Íslands um kvöldmatarleytið var jarðskjálftafræðingur farinn af vakt og ekki talið líklegt að neinar frekari jarðhræringar væru í vændum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×