Innlent

Skoða rekstur hjólaleigukerfis

Stefán Ó. Jónsson skrifar
mynd/reykjavíkurborg
Borgarráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í gær að skipaður yrði starfshópur sem á að skoða möguleikann á því að koma á laggirnar hjólaleigukerfi í Reykjavík. Borgarstjóri segir verkefnið vera hvatningu til vistvænna samgöngumáta og hollrar hreyfingar.

Slíkt fyrirkomulag fyrirfinnst víðs vegar, meðal annars í stórum borgum í Svíþjóð, Frakklandi og víðar.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að verkefni hópsins sé að útfæra nánar hvernig best sé að haga reiðhjólaleigum.

Borgarbúar geta tekið hjól á einum stað og skilað því af sér á öðrum stað. Starfshópurinn á að afla upplýsinga um hjólaleigukerfi sem komið hefur verið upp í borgum erlendis og skoða með hvaða hætti slíkum kerfum hefur verið komið á laggirnar í viðkomandi borgum.

Í fréttabréfi sínu segist Dagur brenna fyrir þessu verkefni Í því felist hvatning til vistvænna samgöngumáta og hollrar hreyfingar og er það hluti af því að búa til betri borg. Hjólaleigur geta líka verið dæmi um deilihagkerfið sem hefur verið mikið til umræðu þar sem áskrifendur eiga hundruð hjóla saman segir Dagur í fréttabréfi sínu.

Starfshópurinn á einnig að setja fram drög að kostnaðaráætlun og eða útboðsfyrirkomulagi hjólaleigukerfis í Reykjavík. Miðað er við að starfshópurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×