Skoðaði tvö hundruð „statusa“ á Facebook Freyr Bjarnason skrifar 7. maí 2013 17:24 Fréttablaðið/Auðunn „Þetta var þrælgaman. Ég sat og glotti við tönn megnið af tímanum,“ segir Finnur Friðriksson, dósent við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Hann komst að áhugaverðum niðurstöðum þegar hann rannsakaði muninn á ummælum og hegðun karla og kvenna á einni Facebook-síðu yfir einn sólarhring. Hann skoðaði tvö hundruð stöðuuppfærslur frá 113 mismunandi einstaklingum og 516 ummæli frá 360 einstaklingum á síðunni. „Það ber að varast að draga stórar ályktanir af þessu en margfeldniáhrifin sem eru í Facebook eru mikil,“ segir Finnur, sem komst að því að samskipti fólks augliti til auglits virðast vera svipuð og samskipti þess á Facebook. Hann flokkaði efnið á Facebook í samfélags-, stjórnmála- og hversdagsflokka. Samkvæmt niðurstöðu hans setja konur tvöfalt oftar en karlar a inn hversdags-stöðuuppfærslur, til dæmis ef þær hafa skroppið í bíltúr á Þingvöll, sett inn myndir af börnunum, eða svokallaða „montstatusa“ um börnin sín. Í samfélagsflokki tjáðu konurnar sig um föt eða tísku en karlar ræddu íþróttir og skelltu inn bröndunum. Karlar tjáðu sig jafnframt mun meira um tónlist eða kvikmyndir en konur. Jafnræði var á milli kynjanna þegar stjórnmálaumræða var annars vegar. Á Facebook virtust karlar tjá sig að langmestu leyti um stöðuuppfærslur hjá öðrum körlum og konur gerðu það sama hjá öðrum konum, eða í um 75% tilfella í báðum tilvikum. Aðspurður segir Finnur að margt á Facebook virðist endurspegla muninn á hugsunarhætti kynjanna og gott sé að nota síðuna í rannsóknarskyni. „Maður er með aðgang að gríðarlega miklu efni þar sem fólk er að tjá sig, að ég held býsna frjálslega,“ segir hann. Frá þessum sólahring sem hann rannsakaði prentaði hann út áttatíu síður af Facebook og var hátt í viku að vinna úr efninu. Næsta verkefni hans er að rannsaka notkun unglinga á Facebook og er hann búinn að fá aðgang að tveimur slíkum síðum.Konur nota fleiri upphrópunarmerki Konur voru mun duglegri í að nota upphrópunarmerki eða broskarla á Facebook en karlar. „Konur virðast nota heldur meira af upphrópunarmerkjum og oftast þegar þær eru hneykslaðar á einhverju eða lýsa yfir ánægju með eitthvað, til dæmis með gott veður. Karlar nenna ekki að æsa sig nema ef verið er að tala um íþróttir eða bíla,“ segir Finnur. Konur nota broskarla oftar og kom Finnur auga á átta mismunandi afbrigði af broskörlunum hjá þeim. Karlar notuðu bara þrjú afbrigði af broskörlunum og tvö þeirra voru fýlukarlar. Hvað hjörtu varðar notuðu konur þau eingöngu. Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fleiri fréttir „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Sjá meira
„Þetta var þrælgaman. Ég sat og glotti við tönn megnið af tímanum,“ segir Finnur Friðriksson, dósent við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Hann komst að áhugaverðum niðurstöðum þegar hann rannsakaði muninn á ummælum og hegðun karla og kvenna á einni Facebook-síðu yfir einn sólarhring. Hann skoðaði tvö hundruð stöðuuppfærslur frá 113 mismunandi einstaklingum og 516 ummæli frá 360 einstaklingum á síðunni. „Það ber að varast að draga stórar ályktanir af þessu en margfeldniáhrifin sem eru í Facebook eru mikil,“ segir Finnur, sem komst að því að samskipti fólks augliti til auglits virðast vera svipuð og samskipti þess á Facebook. Hann flokkaði efnið á Facebook í samfélags-, stjórnmála- og hversdagsflokka. Samkvæmt niðurstöðu hans setja konur tvöfalt oftar en karlar a inn hversdags-stöðuuppfærslur, til dæmis ef þær hafa skroppið í bíltúr á Þingvöll, sett inn myndir af börnunum, eða svokallaða „montstatusa“ um börnin sín. Í samfélagsflokki tjáðu konurnar sig um föt eða tísku en karlar ræddu íþróttir og skelltu inn bröndunum. Karlar tjáðu sig jafnframt mun meira um tónlist eða kvikmyndir en konur. Jafnræði var á milli kynjanna þegar stjórnmálaumræða var annars vegar. Á Facebook virtust karlar tjá sig að langmestu leyti um stöðuuppfærslur hjá öðrum körlum og konur gerðu það sama hjá öðrum konum, eða í um 75% tilfella í báðum tilvikum. Aðspurður segir Finnur að margt á Facebook virðist endurspegla muninn á hugsunarhætti kynjanna og gott sé að nota síðuna í rannsóknarskyni. „Maður er með aðgang að gríðarlega miklu efni þar sem fólk er að tjá sig, að ég held býsna frjálslega,“ segir hann. Frá þessum sólahring sem hann rannsakaði prentaði hann út áttatíu síður af Facebook og var hátt í viku að vinna úr efninu. Næsta verkefni hans er að rannsaka notkun unglinga á Facebook og er hann búinn að fá aðgang að tveimur slíkum síðum.Konur nota fleiri upphrópunarmerki Konur voru mun duglegri í að nota upphrópunarmerki eða broskarla á Facebook en karlar. „Konur virðast nota heldur meira af upphrópunarmerkjum og oftast þegar þær eru hneykslaðar á einhverju eða lýsa yfir ánægju með eitthvað, til dæmis með gott veður. Karlar nenna ekki að æsa sig nema ef verið er að tala um íþróttir eða bíla,“ segir Finnur. Konur nota broskarla oftar og kom Finnur auga á átta mismunandi afbrigði af broskörlunum hjá þeim. Karlar notuðu bara þrjú afbrigði af broskörlunum og tvö þeirra voru fýlukarlar. Hvað hjörtu varðar notuðu konur þau eingöngu.
Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fleiri fréttir „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Sjá meira