Skoðun á hatri og kærleika Árni Svanur Daníelsson skrifar 22. ágúst 2013 08:00 Anna Pála Sverrisdóttir, formaður Samtakanna "78 skrifaði um skoðanir og hatursorðræðu í Fréttablaðinu í síðustu viku. Hún sagði þar: „Svo ég taki dæmi um manneskju sem ber mikla ábyrgð í opinberri umræðu vil ég nefna biskup Íslands. Eftir því sem ég best veit kemur enn til greina að hún taki þátt í samkomu þar sem aðalstjarnan er bandarískur predikari sem hefur það að gróðalind að miðla hatursáróðri um hinsegin fólk. Biskup segist sjálf annarrar skoðunar en predikarinn en hefur látið í ljós að hún telji best að nokkurs konar samtal fari fram. Um leið og ég þakka henni kærlega stuðning við málstað hinsegin fólks vil ég spyrja hvort sá stuðningur mætti ekki vera afdráttarlausari.“ Biskup Íslands hefur ekki notað orðið „skoðun“ til að lýsa orðum Franklins Graham um samkynhneigða, það er komið annars staðar frá. Annars tek ég undir með Önnu Pálu að okkur beri að gera skýran greinarmun á skoðunum sem eru studdar rökum og áróðri sem byggir á hatri. Annað má rökræða. Hitt er ekki til umræðu. Jesús mætti hatri með kærleika. Í því fólst ekki samþykki á hatrinu. Hann gaf ekkert eftir í baráttunni gegn ofbeldi. Hann fór ekki fram með yfirgangi heldur friðsemd og ákveðni. Við eigum að taka hann til fyrirmyndar. Heiðarlegt og einlægt samtal ásamt hugrekki til að orða og afhjúpa ofbeldi er lykill að bættu samfélagi. Við eigum að nýta hvert tækifæri til að tala fyrir hinu góða og berjast gegn því slæma. Þjóðkirkjan hefur tekið afstöðu með samkynhneigðum, réttindabaráttu þeirra og hjónabandi samkynhneigðra. Umræða undanfarinna daga hefur leitt í ljós að fordómar í garð samkynhneigðra leynast víða í samfélaginu. Við þurfum að taka höndum saman gegn þeim. Ég vona að Samtökin "78 með Önnu Pálu Sverrisdóttur í forystu og þjóðkirkjan með Agnesi M. Sigurðardóttur í forystu geti átt gott og afdráttarlaust samstarf um það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Anna Pála Sverrisdóttir, formaður Samtakanna "78 skrifaði um skoðanir og hatursorðræðu í Fréttablaðinu í síðustu viku. Hún sagði þar: „Svo ég taki dæmi um manneskju sem ber mikla ábyrgð í opinberri umræðu vil ég nefna biskup Íslands. Eftir því sem ég best veit kemur enn til greina að hún taki þátt í samkomu þar sem aðalstjarnan er bandarískur predikari sem hefur það að gróðalind að miðla hatursáróðri um hinsegin fólk. Biskup segist sjálf annarrar skoðunar en predikarinn en hefur látið í ljós að hún telji best að nokkurs konar samtal fari fram. Um leið og ég þakka henni kærlega stuðning við málstað hinsegin fólks vil ég spyrja hvort sá stuðningur mætti ekki vera afdráttarlausari.“ Biskup Íslands hefur ekki notað orðið „skoðun“ til að lýsa orðum Franklins Graham um samkynhneigða, það er komið annars staðar frá. Annars tek ég undir með Önnu Pálu að okkur beri að gera skýran greinarmun á skoðunum sem eru studdar rökum og áróðri sem byggir á hatri. Annað má rökræða. Hitt er ekki til umræðu. Jesús mætti hatri með kærleika. Í því fólst ekki samþykki á hatrinu. Hann gaf ekkert eftir í baráttunni gegn ofbeldi. Hann fór ekki fram með yfirgangi heldur friðsemd og ákveðni. Við eigum að taka hann til fyrirmyndar. Heiðarlegt og einlægt samtal ásamt hugrekki til að orða og afhjúpa ofbeldi er lykill að bættu samfélagi. Við eigum að nýta hvert tækifæri til að tala fyrir hinu góða og berjast gegn því slæma. Þjóðkirkjan hefur tekið afstöðu með samkynhneigðum, réttindabaráttu þeirra og hjónabandi samkynhneigðra. Umræða undanfarinna daga hefur leitt í ljós að fordómar í garð samkynhneigðra leynast víða í samfélaginu. Við þurfum að taka höndum saman gegn þeim. Ég vona að Samtökin "78 með Önnu Pálu Sverrisdóttur í forystu og þjóðkirkjan með Agnesi M. Sigurðardóttur í forystu geti átt gott og afdráttarlaust samstarf um það.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar