Innlent

Skógræktarfélagið um Öskjuhlíð: "Látið hana í friði!“

VG skrifar

Stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur mótmælir harðlega ákvæðum um stórfellda trjáfellingu í Öskjuhlíð sem kemur fram í samkomulagi innanríkisráðherra og borgarstjórans í Reykjavík.

Í samkomulaginu kveður meðal annars á um að lækka skuli gróður í Öskjuhlíðinni af öryggisástæðum tengdum flugvellinum.

Tilkynningin frá Skógræktarfélaginu er nokkuð harðorð, en þar segir meðal annar að það taki grenitré um hálfa öld að vaxa í hæð sem skýlir í útivist og varpar fegurð á umhverfið.

Svo segir að samkvæmt gildandi aðalskipulagi og drögum að nýju aðalskipulagi Reykjavíkurborgar er gert ráð fyrir að flugvöllurinn verði aflagður árið 2024.

Svo segir orðrétt: „Fram að þeim tíma sem flugvöllurinn á eftir að standa verður búið að fella einhver þúsundir fallegra grenitrjáa í Öskjuhlíð á altari ellefu ára flugvallarstarfsemi".

Svo segir að lokum:

„Það veldur vissulega mikilli furðu að það mannvirki sem á að fjarlæga og nota tímabundið verði leyft að valda stórskaða á einu elsta samfellda  skógræktarsvæði innan byggðar í Reykjavík. Öskjuhlíðin er nærtækasta skógarsvæði fjölmargra Reykvíkinga sem nota hana daglega til andlegrar heilsubótar. Látið hana í friði!“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×