Innlent

Skólavörðustígurinn iðar af lífi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Skólavörðustígurinn iðar af lífi í dag, fyrsta degi vetrar. Súpudagurinn er haldinn hátíðlegur og hafa langar biðraðir myndast fyrir utan gamla fangelsið á Skólavörðustíg. Þar býður Úlfar Eysteinsson kokkur vegfarendum upp á súpu til að ylja sér með.

Eftir því sem fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis kemst næst verða um 700 - 800 lítrar af súpu framreiddir í dag á fjórum stöðum í miðborginni. Gert er ráð fyrir að það dugi fyrir á fimmta þúsund manns. Það er því ekki úr vegi fyrir þá sem eiga frí í dag að leggja leið sína í miðbæinn, sýna sig, sjá aðra og þiggja súpu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×