Skortur á fólki með tæknimenntun hamlar hagvexti Erla Hlynsdóttir skrifar 31. maí 2011 15:29 Ari Kristinn Jónsson telur raunverulega hættu á að fyrirtæki flytji starfsemi sína úr landi vegna skorts á fólki með tæknimenntun Mynd Anton Brink „Fjöldi fyrirtækja getur ekki vaxið á Íslandi í dag vegna skorts á tæknimenntuðum starfskröftum og erum við þannig að missa af aukinni verðmætasköpun og hagvexti," segir Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík. Að sögn Ara er raunveruleg og alvarleg hætta á því að fyrirtæki ákveði að flytja starfsemi sína í heild eða að hluta til erlendis, til að tryggja vaxtarumhverfi sitt. Heilsíðuauglýsingar birtist í blöðum í gær þar sem forstjórar 27 stórra íslenskra fyrirtækja hvöttu ungmenni til að sækja í tækninám vegna fyrirsjáanlegs skorts á fólki í þeim greinum á komandi árum. Háskólinn í Reykjavík útskrifar um tvo þriðju hluta alls tækni- og verkfræðimenntaðs fólks á Íslandi. Ari Kristinn segir að undanfarin ár hafi eftirspurn eftir fólki með þessa menntun stóraukist hér á landi. „Ástæður má meðal annars rekja til vaxandi hugverkaiðnaðar á Íslandi og auknu hlutverki tækni í fjölmörgum þáttum atvinnulífsins. Fjöldi þeirra sem útskrifast árlega á Íslandi með tæknimenntun hefur einnig vaxið og má meðal annars rekja það til stöðugrar fjölgunar tækninemenda við Háskólann í Reykjavík sem í dag útskrifar tvo af hverjum þremur með tæknimenntun á háskólastigi. Staðreyndin er hins vegar sú að þessi aukning hefur engan veginn haldið í við vaxandi þörf, enda útskrifast hlutfallslega færri með tæknimenntun hér en í mörgum samkeppnislöndum okkar." Að mati Ara þarf að grípa til viðeigandi ráðstafana til að tryggja hagvöxt. „Það er nauðsynlegt fyrir efnahag okkar að tæknimenntun verði efld til muna og tæknimenntuðum í atvinnulífinu fjölgað verulega. Til þess þarf annars vegar að tryggja að þeir háskólar sem útskrifa tæknimenntaða nemendur hafi bolmagn til að standa vel að náminu, bæði varðandi aðstöðu og fjármögnun námsins. Hins vegar þarf að hvetja framtíðarháskólanema til að horfa til tæknináms sem góðs kosts til framtíðar, enda skapi það þeim góða samkeppnisstöðu um leið og það eflir íslenskt atvinnulíf," segir hann. Tengdar fréttir Mikill vöxtur kallar á fólk 27 forstjórar stórra fyrirtækja í íslensku atvinnulífi hvöttu í dag ungmenni til að sækja í tækninám þar sem fyrirsjáanlegt er að skortur verði á fólki í þeim greinum á komandi árum. 30. maí 2011 19:09 Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
„Fjöldi fyrirtækja getur ekki vaxið á Íslandi í dag vegna skorts á tæknimenntuðum starfskröftum og erum við þannig að missa af aukinni verðmætasköpun og hagvexti," segir Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík. Að sögn Ara er raunveruleg og alvarleg hætta á því að fyrirtæki ákveði að flytja starfsemi sína í heild eða að hluta til erlendis, til að tryggja vaxtarumhverfi sitt. Heilsíðuauglýsingar birtist í blöðum í gær þar sem forstjórar 27 stórra íslenskra fyrirtækja hvöttu ungmenni til að sækja í tækninám vegna fyrirsjáanlegs skorts á fólki í þeim greinum á komandi árum. Háskólinn í Reykjavík útskrifar um tvo þriðju hluta alls tækni- og verkfræðimenntaðs fólks á Íslandi. Ari Kristinn segir að undanfarin ár hafi eftirspurn eftir fólki með þessa menntun stóraukist hér á landi. „Ástæður má meðal annars rekja til vaxandi hugverkaiðnaðar á Íslandi og auknu hlutverki tækni í fjölmörgum þáttum atvinnulífsins. Fjöldi þeirra sem útskrifast árlega á Íslandi með tæknimenntun hefur einnig vaxið og má meðal annars rekja það til stöðugrar fjölgunar tækninemenda við Háskólann í Reykjavík sem í dag útskrifar tvo af hverjum þremur með tæknimenntun á háskólastigi. Staðreyndin er hins vegar sú að þessi aukning hefur engan veginn haldið í við vaxandi þörf, enda útskrifast hlutfallslega færri með tæknimenntun hér en í mörgum samkeppnislöndum okkar." Að mati Ara þarf að grípa til viðeigandi ráðstafana til að tryggja hagvöxt. „Það er nauðsynlegt fyrir efnahag okkar að tæknimenntun verði efld til muna og tæknimenntuðum í atvinnulífinu fjölgað verulega. Til þess þarf annars vegar að tryggja að þeir háskólar sem útskrifa tæknimenntaða nemendur hafi bolmagn til að standa vel að náminu, bæði varðandi aðstöðu og fjármögnun námsins. Hins vegar þarf að hvetja framtíðarháskólanema til að horfa til tæknináms sem góðs kosts til framtíðar, enda skapi það þeim góða samkeppnisstöðu um leið og það eflir íslenskt atvinnulíf," segir hann.
Tengdar fréttir Mikill vöxtur kallar á fólk 27 forstjórar stórra fyrirtækja í íslensku atvinnulífi hvöttu í dag ungmenni til að sækja í tækninám þar sem fyrirsjáanlegt er að skortur verði á fólki í þeim greinum á komandi árum. 30. maí 2011 19:09 Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Mikill vöxtur kallar á fólk 27 forstjórar stórra fyrirtækja í íslensku atvinnulífi hvöttu í dag ungmenni til að sækja í tækninám þar sem fyrirsjáanlegt er að skortur verði á fólki í þeim greinum á komandi árum. 30. maí 2011 19:09