Skortur á skimun fyrir ofbeldi gegn konum Erla Hlynsdóttir skrifar 23. september 2010 10:14 Sviðsett mynd: Teitur Hvergi í almenna heilbrigðiskerfinu eru spurningar um reynslu af ofbeldi hluti af almennum upplýsingum um skjólstæðinga. Þegar kemur að ákveðnum áhættuhópum, fyrst og fremst fíklum, þá er hins vegar spurt með reglubundnum hætti. Árvekni heilbrigðisstarfsfólks hefur aukist gagnvart öðrum þekktum áhættuhópum svo sem konum af erlendum uppruna. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar sem var unnin sem hluti af aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar gegn ofbeldi karla gegn konum. Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd tók að sér framkvæmd verksins og fékk dr. Ingólf V. Gíslason dósent við Háskóla Íslands til að framkvæma rannsóknina. Rannsóknin fór fram með þeim hætti að rætt var við starfsfólk heilbrigðisstofnana sem líklegast þótti til að hafa yfirlit yfir stöðu þessara mála á sinni stofnun.Áhugi hefur áhrif Heilbrigðisstarfsfólk er mjög sjálfstætt í vinnu sinni með skjólstæðingum og því er það í raun bundið áhuga og þekkingu hvers og eins hvort spurt er eða hvaða þættir geta valdið grunsemdum. Oft var nefnt í viðtölum að ofbeldi hefði afar sjaldan komið upp í samskiptum við skjólstæðinga jafnvel þannig að ekki var munað eftir nema einu til tveimur tilfellum á áratug eða jafnvel enn lengra aftur í tímann. Það er mögulega þess vegna sem ekki hafi verið litið svo á að eðlilegt væri að taka upp skimun. Í ljósi sárafárra tilfella þar sem ofbeldi hefur komið fram er ekki um að ræða neina sérstaka tilfinningu fyrir því hvort málum fari fjölgandi eða fækkandi. Að auki væri alls ekki sjálfgefið að upplýsingar um ofbeldisreynslu skjólstæðings væru í sjúkrasögu hans, þær gætu verið skráðar hjá viðkomandi heilbrigðisstarfsmanni með öðrum hætti. Þekkingu skortir Flestir heilbrigðisstarfsmenn sem rætt var við töldu að nokkuð skorti á þekkingu hjá starfsfólki á málaflokknum. Því væri endurmenntun eða námskeið vel þegið þar sem meðal annars væri farið yfir hugsanlegar vísbendingar um að kona búi við ofbeldi, áhættuhópa og hvernig bæri að nálgast skjólstæðinga, það er hvenær ætti að spyrja og hvernig. Margir heilbrigðisstarfsmenn nefndu að fyrirstaðan gagnvart skimum væri ef til vill mest hjá þeim sjálfum, ef spurt væri eðlilega og af sjálfsöryggi þá væri svarað á sama hátt. Niðurstöður rannsóknarinnar verða kynntar á fundi í Iðnó klukkan 13.15 í dag. Ingólfur kynnir þar niðurstöður sinnar rannsóknar. Guðrún H. Sederholm er einnig yfir niðurstöður rannsóknar sem hún gerði á þjónustu félagasamtaka sem aðstoðar konur sem beittar hafa verið ofbeldi í nánum samböndum. Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira
Hvergi í almenna heilbrigðiskerfinu eru spurningar um reynslu af ofbeldi hluti af almennum upplýsingum um skjólstæðinga. Þegar kemur að ákveðnum áhættuhópum, fyrst og fremst fíklum, þá er hins vegar spurt með reglubundnum hætti. Árvekni heilbrigðisstarfsfólks hefur aukist gagnvart öðrum þekktum áhættuhópum svo sem konum af erlendum uppruna. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar sem var unnin sem hluti af aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar gegn ofbeldi karla gegn konum. Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd tók að sér framkvæmd verksins og fékk dr. Ingólf V. Gíslason dósent við Háskóla Íslands til að framkvæma rannsóknina. Rannsóknin fór fram með þeim hætti að rætt var við starfsfólk heilbrigðisstofnana sem líklegast þótti til að hafa yfirlit yfir stöðu þessara mála á sinni stofnun.Áhugi hefur áhrif Heilbrigðisstarfsfólk er mjög sjálfstætt í vinnu sinni með skjólstæðingum og því er það í raun bundið áhuga og þekkingu hvers og eins hvort spurt er eða hvaða þættir geta valdið grunsemdum. Oft var nefnt í viðtölum að ofbeldi hefði afar sjaldan komið upp í samskiptum við skjólstæðinga jafnvel þannig að ekki var munað eftir nema einu til tveimur tilfellum á áratug eða jafnvel enn lengra aftur í tímann. Það er mögulega þess vegna sem ekki hafi verið litið svo á að eðlilegt væri að taka upp skimun. Í ljósi sárafárra tilfella þar sem ofbeldi hefur komið fram er ekki um að ræða neina sérstaka tilfinningu fyrir því hvort málum fari fjölgandi eða fækkandi. Að auki væri alls ekki sjálfgefið að upplýsingar um ofbeldisreynslu skjólstæðings væru í sjúkrasögu hans, þær gætu verið skráðar hjá viðkomandi heilbrigðisstarfsmanni með öðrum hætti. Þekkingu skortir Flestir heilbrigðisstarfsmenn sem rætt var við töldu að nokkuð skorti á þekkingu hjá starfsfólki á málaflokknum. Því væri endurmenntun eða námskeið vel þegið þar sem meðal annars væri farið yfir hugsanlegar vísbendingar um að kona búi við ofbeldi, áhættuhópa og hvernig bæri að nálgast skjólstæðinga, það er hvenær ætti að spyrja og hvernig. Margir heilbrigðisstarfsmenn nefndu að fyrirstaðan gagnvart skimum væri ef til vill mest hjá þeim sjálfum, ef spurt væri eðlilega og af sjálfsöryggi þá væri svarað á sama hátt. Niðurstöður rannsóknarinnar verða kynntar á fundi í Iðnó klukkan 13.15 í dag. Ingólfur kynnir þar niðurstöður sinnar rannsóknar. Guðrún H. Sederholm er einnig yfir niðurstöður rannsóknar sem hún gerði á þjónustu félagasamtaka sem aðstoðar konur sem beittar hafa verið ofbeldi í nánum samböndum.
Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira