Erlent

Skortur á sólarljósi eykur hættuna á heilablóðfalli

Ný bandarísk rannsókn sýnir að samband er á milli skorts á sólarljósi og hættunnar á því að fá heilablóðfall.

Það eru vísindamenn við háskólann í Alabama sem unnið hafa þessa rannsókn en þeir notuðu m.a. gervihnetti NASA, geimferðastofnunnar Bandaríkjanna, til að kortleggja hvernig sólarljós og hitastig hafa áhrif á hættuna af því að fá heilablóðfall.

Niðurstaðan er að fólk sem fær of lítið sólarljós er í 60% meiri hættu á að fá heilablóðfall en þeir sem fá nægilegt sólarljós. Hugsanleg skýring á þessu er að sólarljós örvar framleiðslu á D-vítamíni og þar með hinu lífsnauðsynlega clacium sem kemur í veg fyrir heilablóðföll.

Rannsóknin náði til um 30.000 manns sem voru 45 ára eða eldri en hættan á heilablóðfalli eykst með hækkandi aldri.

Heilablóðfall er þriðja algengasta dánarorsökin á Íslandi. Það veldur dauða hjá um 8% karla og kvenna. Rannsóknir á Íslandi hafa leitt í ljós, að um 600 einstaklingar fá heilablóðfall árlega. Meðalaldur þeirra er tæplega 70 ár og er þorri sjúklinga eldri en 65 ára. Heldur fleiri karlar en konur fá heilablóðfall hérlendis.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×