Skotásársin í Fellahverfi: Yngri bróðirinn ákærður fyrir tilraun til manndráps Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. nóvember 2016 09:52 Fjöldi vopnaðra lögreglumanna leitaði að bræðrunum umrætt ágústkvöld í Fellahverfinu. Vísir/Eyþór Árnason Héraðssaksóknari hefur ákært tæplega þrítuga bræður fyrir brot á hegningar- og vopnalögum við Leifasjoppu í Iðafelli í Reykjavík þann 5. ágúst síðastliðinn. Yngri bróðirinn er meðal annars ákærður fyrir tilraun til manndráps en sá eldri fyrir hættu- og vopnalagabrot en bræðurnir skutu úr afsagaðri byssu umrætt föstudagskvöld. Bræðurnir hafa báðir setið í gæsluvarðhaldi síðan þeir voru handteknir þessa helgi eftir leit lögreglu. Fjöldi vitna varð að atburðarásinni en eldri bróðirinn er ákærður fyrir að hafa á ófyrirleitinn hátt stofnað lífi og heilsu pars í hættu og sömuleiðis fjölda annarra óþekktra vegfarenda í stórfelldan háska með því að hleypa af skoti úr haglabyssunni á almannafæri. Er hann sakaður um að hafa beint byssunni skáhalt upp á við og í áttina að fyrrnefndum aðilum eftir að hafa lent í átökum við ökumann bifreiðarinnar.Brotin varða allt að fimm ára fangelsi Þá er yngri bróðirinn ákærður fyrir tilraun til manndráps, hættubrot og vopnalagabrot með því að hafa, skömmu eftir fyrrnefnt atvik, á bílastæði skammt frá beint haglabyssunni að bíl sem fyrrnefnt par sat í. Skaut hann af um tíu metra færi og hæfði hurð og hliðarrúðu bílasins. Skemmdir urðu á hurðinni, hliðarrúða brotnaði auk þess sem konan fékk glerbrot yfir sig og hlaut minniháttar skurði. Á þennan hátt hafi yngri bróðirinn stofnað lífi og heilsu parsins í stórfelldan háska á ófyrirleitinn hátt eins og segir í ákærunni. Krafist er að bræðurnir verði dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar auk þess sem haglabyssan verði gerð upptæk. Brot mannanna varða allt að fjögurra og fimm ára fangelsi. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudaginn. Tengdar fréttir Upptaka úr eftirlitsmyndavél sýnir bræðurna handleika afsagaða haglabyssu Bræðurnir sem grunaðir eru um að hafa hleypt af skoti úr haglabyssu við Leifasjoppu í Iðafelli föstudagskvöldið 5. ágúst hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 7. október. 13. september 2016 12:04 Skotárásin í Breiðholti: Fundu byssuna í ruslageymslu á heimili móður bræðranna Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur yfir tveimur bræðrum sem grunaðir eru um að hafa skotið úr haglabyssu á bíl við söluturn í Breiðholti föstudagskvöldið 5. ágúst síðastliðinn. 16. ágúst 2016 16:39 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss suðvestur af Klaustri Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur ákært tæplega þrítuga bræður fyrir brot á hegningar- og vopnalögum við Leifasjoppu í Iðafelli í Reykjavík þann 5. ágúst síðastliðinn. Yngri bróðirinn er meðal annars ákærður fyrir tilraun til manndráps en sá eldri fyrir hættu- og vopnalagabrot en bræðurnir skutu úr afsagaðri byssu umrætt föstudagskvöld. Bræðurnir hafa báðir setið í gæsluvarðhaldi síðan þeir voru handteknir þessa helgi eftir leit lögreglu. Fjöldi vitna varð að atburðarásinni en eldri bróðirinn er ákærður fyrir að hafa á ófyrirleitinn hátt stofnað lífi og heilsu pars í hættu og sömuleiðis fjölda annarra óþekktra vegfarenda í stórfelldan háska með því að hleypa af skoti úr haglabyssunni á almannafæri. Er hann sakaður um að hafa beint byssunni skáhalt upp á við og í áttina að fyrrnefndum aðilum eftir að hafa lent í átökum við ökumann bifreiðarinnar.Brotin varða allt að fimm ára fangelsi Þá er yngri bróðirinn ákærður fyrir tilraun til manndráps, hættubrot og vopnalagabrot með því að hafa, skömmu eftir fyrrnefnt atvik, á bílastæði skammt frá beint haglabyssunni að bíl sem fyrrnefnt par sat í. Skaut hann af um tíu metra færi og hæfði hurð og hliðarrúðu bílasins. Skemmdir urðu á hurðinni, hliðarrúða brotnaði auk þess sem konan fékk glerbrot yfir sig og hlaut minniháttar skurði. Á þennan hátt hafi yngri bróðirinn stofnað lífi og heilsu parsins í stórfelldan háska á ófyrirleitinn hátt eins og segir í ákærunni. Krafist er að bræðurnir verði dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar auk þess sem haglabyssan verði gerð upptæk. Brot mannanna varða allt að fjögurra og fimm ára fangelsi. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudaginn.
Tengdar fréttir Upptaka úr eftirlitsmyndavél sýnir bræðurna handleika afsagaða haglabyssu Bræðurnir sem grunaðir eru um að hafa hleypt af skoti úr haglabyssu við Leifasjoppu í Iðafelli föstudagskvöldið 5. ágúst hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 7. október. 13. september 2016 12:04 Skotárásin í Breiðholti: Fundu byssuna í ruslageymslu á heimili móður bræðranna Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur yfir tveimur bræðrum sem grunaðir eru um að hafa skotið úr haglabyssu á bíl við söluturn í Breiðholti föstudagskvöldið 5. ágúst síðastliðinn. 16. ágúst 2016 16:39 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss suðvestur af Klaustri Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Sjá meira
Upptaka úr eftirlitsmyndavél sýnir bræðurna handleika afsagaða haglabyssu Bræðurnir sem grunaðir eru um að hafa hleypt af skoti úr haglabyssu við Leifasjoppu í Iðafelli föstudagskvöldið 5. ágúst hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 7. október. 13. september 2016 12:04
Skotárásin í Breiðholti: Fundu byssuna í ruslageymslu á heimili móður bræðranna Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur yfir tveimur bræðrum sem grunaðir eru um að hafa skotið úr haglabyssu á bíl við söluturn í Breiðholti föstudagskvöldið 5. ágúst síðastliðinn. 16. ágúst 2016 16:39