Skrefin í vínbúðina Sæunn Kjartansdóttir skrifar 23. febrúar 2017 07:00 Það er auðvitað að bera í bakkafullan lækinn að viðra skoðun sína á hversu skynsamlegt það sé að selja áfengi í matvörubúðum. Engu að síður leyfi ég mér að gera það fyrir hönd barna sem búa við áfengisvanda og eru of ung til að geta látið í sér heyra. Það er vægast sagt hæpið að halda því fram að aðgengi að áfengi sé erfitt á Íslandi. Hér eru yfir 50 verslanir með fjölbreytt vöruúrval, rúman opnunartíma og þjónustu sem viðskiptavinir gefa árlega hæstu einkunn. Samt liggur fyrir Alþingi frumvarp sem fyrirséð er að muni auka áfengisdrykkju umtalsvert með auknum útgjöldum fyrir samfélagið að ekki sé minnst á vanlíðan og heilsutjón stórra hópa fólks. En málið snýst auðvitað ekki um skynsemi. Það snýst um löngun manna í meiri þægindi og það viðhorf að það heyri til lífsgæða, ef ekki beinlínis mannréttinda, að geta keypt áfengi og matvöru á einum og sama staðnum. Margir nota áfengi eins og krydd í lífið sem þeir geta ýmist notið eða sleppt. Aðrir heyja daglega baráttu gegn því. Þetta þekkja börnin þeirra. Þau eru viðkvæmur hópur sem myndi líða verulega fyrir aukin þægindi þeirra sem finnst of mikið mál að taka á sig krók í vínbúðina. Verði áfengisfrumvarpið samþykkt mun streita þessara barna stigmagnast, ekki aðeins vegna aukinnar áfengisneyslu foreldranna, heldur mun sá hversdagslegi atburður að fjölskyldan kaupi í matinn verða kvíðavekjandi. Hvernig skapi eru pabbi og mamma í þegar þau fara í búðina? Virka þau í góðu jafnvægi? Eða eru þau líkleg til að grípa með sér bjórkippu eða vínflösku? Þegar kemur að þörfum þeirra sem minna mega sín, hvort sem þeir heita sjúklingar, fangar, aldraðir eða börn erum við sem samfélag alltaf staurblönk. En höfnun áfengisfrumvarpsins kostar ekki krónu. Afstaða til þess snýst um gildismat. Finnst okkur einhvers virði að taka tillit til þeirra sem þjást vegna áfengisneyslu, sem meðal annarra eru börn, eða er mikilvægara að dekra við þá sem finnst áfengisdrykkja of fyrirhafnarsöm? Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Göngum í takt Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Það er auðvitað að bera í bakkafullan lækinn að viðra skoðun sína á hversu skynsamlegt það sé að selja áfengi í matvörubúðum. Engu að síður leyfi ég mér að gera það fyrir hönd barna sem búa við áfengisvanda og eru of ung til að geta látið í sér heyra. Það er vægast sagt hæpið að halda því fram að aðgengi að áfengi sé erfitt á Íslandi. Hér eru yfir 50 verslanir með fjölbreytt vöruúrval, rúman opnunartíma og þjónustu sem viðskiptavinir gefa árlega hæstu einkunn. Samt liggur fyrir Alþingi frumvarp sem fyrirséð er að muni auka áfengisdrykkju umtalsvert með auknum útgjöldum fyrir samfélagið að ekki sé minnst á vanlíðan og heilsutjón stórra hópa fólks. En málið snýst auðvitað ekki um skynsemi. Það snýst um löngun manna í meiri þægindi og það viðhorf að það heyri til lífsgæða, ef ekki beinlínis mannréttinda, að geta keypt áfengi og matvöru á einum og sama staðnum. Margir nota áfengi eins og krydd í lífið sem þeir geta ýmist notið eða sleppt. Aðrir heyja daglega baráttu gegn því. Þetta þekkja börnin þeirra. Þau eru viðkvæmur hópur sem myndi líða verulega fyrir aukin þægindi þeirra sem finnst of mikið mál að taka á sig krók í vínbúðina. Verði áfengisfrumvarpið samþykkt mun streita þessara barna stigmagnast, ekki aðeins vegna aukinnar áfengisneyslu foreldranna, heldur mun sá hversdagslegi atburður að fjölskyldan kaupi í matinn verða kvíðavekjandi. Hvernig skapi eru pabbi og mamma í þegar þau fara í búðina? Virka þau í góðu jafnvægi? Eða eru þau líkleg til að grípa með sér bjórkippu eða vínflösku? Þegar kemur að þörfum þeirra sem minna mega sín, hvort sem þeir heita sjúklingar, fangar, aldraðir eða börn erum við sem samfélag alltaf staurblönk. En höfnun áfengisfrumvarpsins kostar ekki krónu. Afstaða til þess snýst um gildismat. Finnst okkur einhvers virði að taka tillit til þeirra sem þjást vegna áfengisneyslu, sem meðal annarra eru börn, eða er mikilvægara að dekra við þá sem finnst áfengisdrykkja of fyrirhafnarsöm? Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun