Innlent

Skrifa bréf til fyrirmynda

Forsetinn fyrrverandi mun setjast niður í Iðnó í dag og skrifa þakkarbréf.
Forsetinn fyrrverandi mun setjast niður í Iðnó í dag og skrifa þakkarbréf. fréttablaðið/gva

Bréfsefni með yfirskriftinni Takk fyrir að vera til fyrirmyndar verður dreift inn á heimili landsins í dag og á morgun. Bréfsefnið er ætlað til bréfaskrifta til þeirra sem fólk telur hafa verið sér fyrirmynd á einn eða annan hátt.

Það er liður í hvatningarátakinu Til fyrirmyndar sem er tileinkað Vigdísi Finnbogadóttur. Í dag eru þrjátíu ár frá því að hún var fyrst kvenna kosin þjóðhöfðingi í lýðræðislegum kosningum.

Opið hús verður í Iðnó klukkan 14 í dag, þar sem fólki gefst kostur á að skrifa bréf. Vigdís Finnbogadóttir verður meðal þeirra sem þar skrifa þakkarbréf. - þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×