Lífið

Skrifa nýja bók á slóðum Drakúla greifa

Álfrún Pálsdóttir skrifar
Kjartan Yngvi Björnsson og Snæbjörn Brynjarsson skrifa næstu bók sína í Transilvaníu. Fréttablaðið/Stefán
Kjartan Yngvi Björnsson og Snæbjörn Brynjarsson skrifa næstu bók sína í Transilvaníu. Fréttablaðið/Stefán

„Við erum að koma þangað í fyrsta sinn og hlökkum til,“ segir rithöfundurinn Kjartan Yngvi Björnsson sem er á leiðinni til Rúmeníu ásamt meðhöfundi sínum Snæbirni Brynjarssyni. Höfundarnir ætla að leggja lokahönd á nýja unglingabók í þorpinu Sighisoara í Transilvaníu.

Bókin á að koma út næsta haust og er önnur bókin í röðinni Þriggja heima saga en fyrri sagan nefnist Hrafnsauga. Kjartan segir þá hafa viljað fara og klára bókina í umhverfi sem líkist sögusviði bókarinnar. „Það var í raun tilviljun að þessi staður varð fyrir valinu. Við slógum inn á Google hvernig umhverfi við vorum að leita að og þetta þorp kom upp. Ekki skemmir fyrir að þetta er fæðingarstaður fyrirmyndar Drakúla greifa, miðaldakonungsins Vlad Tepes III.,“ segir Snæbjörn en þeir Kjartan dvelja í Rúmeníu í tvo mánuði. „Við gistum í húsi frá 17. öld og stefnum á að ferðast aðeins um skógana í kring.

Mér skilst reyndar að um fjörutíu prósent af úlfum og sextíu prósent af öllum björnum í Evrópu haldi til á þessu svæði svo við verðum að fara varlega. Konurnar okkar ætla svo að heimsækja okkur einhvern tímann um sumarið.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×