Skrumskæla sannleikann og ala á ótta Hjörtur Hjartarson skrifar 15. september 2014 20:32 Uppgangur hægri flokka á Norðurlöndunum sem tala gegn fjölmenningarsamfélagi og vilja draga úr fjölda innflytjenda er greinilegur og hafa þeir fest sig þar í sessi. Flokkarnir skrumskæla sannleikann og ala á ótta til að fá fólk til liðs við sig, segir prófessor í stjórnmálafræði. Svíþjóðardemókratar eru andsnúnir auknum fjölda innflytjenda og mjög gagnrýnir á aðilld að Evrópusambandinu. Flokkurinn er af mörgum talinn öfgaflokkur sem eigi rætur sínar að rekja til nýnasista. Svíþjóðardemókratar margfölduðu fylgi sitt í kosningunum í gær og fengu 12,9 prósent. „Það þótti nokkrum tíðindum sæta þegar þeir náðu að rjúfa fjögurra prósenta þröskuldinn sem þarf til að ná inn manni á sænska þinginu fyrir fjórum árum en nú bæta þeir um betur og eru orðnir þriðji stærsti flokkurinn í sænskum stjórnmálum,“ segir BaldurÞórhallsson, prófessorístjórnmálafræði viðHáskólaÍslands. Stóru flokkarnir í Svíþjóð segjast ekki ætla að vinna með Svíþjóðardemókrötum en Baldur segir að það gæti breyst þegar frá líður eins og dæmin sýna í Noregi og Danmörku. „Menn sögðust ekki vilja með norska Framfaraflokknum eða danska Þjóðarflokknum. Í dag er hinsvegar staðan sú að Framfaraflokkurinn er í norsku ríkisstjórninni og danski Þjóðarflokkurinn studdi minnihlutastjórn danskra hægrimanna í áratug og hafði mikil áhrif á stjórnarstefnuna í Danmörku.“ Þeir flokkar á Norðurlöndum sem eru af sama meiði og Svíþjóðardemókratar, danski þjóðarflokkurinn, flokkurinn Sannir Finnar og norski framfaraflokkurinn hafa allir fest sig í sessi í sínu heimalandi. Fylgistölur flokkanna sem sjá má hér eru frá síðustu kosningum. Skoðanakannanir benda til að fylgi flokkana haldi áfram að vaxa, sérstaklega í Danmörku. En er ástæða til að hafa áhyggjur af uppgangi þessara flokka? „Það fer eftir því hvernig menn líta á þetta.“„Hvaða stimpil er hægt aðgefaþessum flokkum.“„Stundum er talað um þessa flokka sem lýðskrumsflokka vegna þess að þeir velja sér tiltekið málefni sem eru vel fallin til vinsælda hjá tilteknum hópum hverju sinni. Þeir hika þá ekki við að skrumskæla sannleikann þegar það kemur að málflutningi þeirra varðandi til dæmis málefni innflytjenda eða glæpi í samfélaginu og draga upp mjög dökkar myndir af því sem er að gerast og reyna jafnvel að ýta undir hræðsluáróður til að fá fólk til liðs við sig,“ segir Baldur. Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Uppgangur hægri flokka á Norðurlöndunum sem tala gegn fjölmenningarsamfélagi og vilja draga úr fjölda innflytjenda er greinilegur og hafa þeir fest sig þar í sessi. Flokkarnir skrumskæla sannleikann og ala á ótta til að fá fólk til liðs við sig, segir prófessor í stjórnmálafræði. Svíþjóðardemókratar eru andsnúnir auknum fjölda innflytjenda og mjög gagnrýnir á aðilld að Evrópusambandinu. Flokkurinn er af mörgum talinn öfgaflokkur sem eigi rætur sínar að rekja til nýnasista. Svíþjóðardemókratar margfölduðu fylgi sitt í kosningunum í gær og fengu 12,9 prósent. „Það þótti nokkrum tíðindum sæta þegar þeir náðu að rjúfa fjögurra prósenta þröskuldinn sem þarf til að ná inn manni á sænska þinginu fyrir fjórum árum en nú bæta þeir um betur og eru orðnir þriðji stærsti flokkurinn í sænskum stjórnmálum,“ segir BaldurÞórhallsson, prófessorístjórnmálafræði viðHáskólaÍslands. Stóru flokkarnir í Svíþjóð segjast ekki ætla að vinna með Svíþjóðardemókrötum en Baldur segir að það gæti breyst þegar frá líður eins og dæmin sýna í Noregi og Danmörku. „Menn sögðust ekki vilja með norska Framfaraflokknum eða danska Þjóðarflokknum. Í dag er hinsvegar staðan sú að Framfaraflokkurinn er í norsku ríkisstjórninni og danski Þjóðarflokkurinn studdi minnihlutastjórn danskra hægrimanna í áratug og hafði mikil áhrif á stjórnarstefnuna í Danmörku.“ Þeir flokkar á Norðurlöndum sem eru af sama meiði og Svíþjóðardemókratar, danski þjóðarflokkurinn, flokkurinn Sannir Finnar og norski framfaraflokkurinn hafa allir fest sig í sessi í sínu heimalandi. Fylgistölur flokkanna sem sjá má hér eru frá síðustu kosningum. Skoðanakannanir benda til að fylgi flokkana haldi áfram að vaxa, sérstaklega í Danmörku. En er ástæða til að hafa áhyggjur af uppgangi þessara flokka? „Það fer eftir því hvernig menn líta á þetta.“„Hvaða stimpil er hægt aðgefaþessum flokkum.“„Stundum er talað um þessa flokka sem lýðskrumsflokka vegna þess að þeir velja sér tiltekið málefni sem eru vel fallin til vinsælda hjá tilteknum hópum hverju sinni. Þeir hika þá ekki við að skrumskæla sannleikann þegar það kemur að málflutningi þeirra varðandi til dæmis málefni innflytjenda eða glæpi í samfélaginu og draga upp mjög dökkar myndir af því sem er að gerast og reyna jafnvel að ýta undir hræðsluáróður til að fá fólk til liðs við sig,“ segir Baldur.
Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira