Viðskipti innlent

Skuldatryggingaálag Íslands fer aftur lækkandi

Skuldatryggingaálag Íslands hefur lækkað nokkuð á síðustu dögum, eða frá því að það náði sínu hæsta gildi á árinu í byrjun þessa mánaðar.

Þannig var álagið komið upp í 330 punkta  þann 4.október síðastliðinn en stóð í lok dags í gær í 279 punktum samkvæmt gögnum úr Bloomberg-gagnaveitunni.

Í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka segir að í samanburði við skuldatryggingarálag annarra ríkja Vestur Evrópu  er álagið á Ísland hið sjöunda hæsta. 

Þess má geta að á sama tíma í fyrra stóð álagið á Ísland í 343 punktum og var þá hið fjórða hæsta á meðal ríkja Vestur Evrópu. Er það því rúmlega 60 punktum lægra í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×