Viðskipti erlent

Skuldir Bandaríkjanna ná hámarki á nýársdag

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Timothy Geithner er fjármálaráðherra Bandaríkjanna.
Timothy Geithner er fjármálaráðherra Bandaríkjanna. Mynd/ AFP.
Timothy Geithner, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, segir að það verði að grípa til róttækra aðgerða til þess að ríkissjóður geti staðið við skuldbindingar sínar og ríkið fari ekki á hausinn. Að kvöldi nýársdags munu skuldir Bandaríkjanna náð 16400 milljörðum bandaríkjadala, tveimur milljónum milljarða króna, en það var það hámark sem fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafði sagt að það mætti ná. Fari skuldir ríkissjóðs yfir þetta mark mun ríkið þurfa að grípa til alvarlegra aðgerða sem fela sér niðurskurð og skattahækkanir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×