Skúlptúr Skúla í Wow lánaður á Höfðatorg Garðar Örn Úlfarsson skrifar 18. janúar 2013 06:00 Fulltrúi Vinstri grænna í skipulagsráði gagnrýnir að listaverk í eigu Skúla Mogensen fái pláss í almenningsrými rétt hjá Wow-air, fyrirtæki Skúla sem er í vínrauða húsinu aftan við skúlptúrinn. Samsett Mynd/Listasafn Reykjavíkur Setja á listaverk í eigu athafnamannsins Skúla Mogensen upp við Höfðatorg. Skúli lánar borginni verkið sem er eftir Rafael Barrios. Fulltrúi VG segir óþarft og óheppilegt að koma listaverkinu fyrir í almannarými nærri fyrirtæki eigandans. Skipulagsráð Reykjavíkur hefur samþykkt að skúlptúrinn Obtusa eftir Rafael Barrios verði settur upp á mótum Höfðatúns og Borgartúns. Verkið er í eigu athafnamannsins Skúla Mogensen sem kostar uppsetninguna. Fram kemur að í erindi Hafþórs Yngvasonar, safnstjóra Listasafns Reykjavíkur, til menningarráðs borgarinnar að níu skúlptúrar eftir Rafael Barrios hafi síðastliðinn vetur verið settir upp á Madison Avenue á Manhattan í New York. Sýningin hafi vakið „feikilega athygli og aðdáun almennings". Svo vilji til að eitt verkið sé í eigu íslensks listaverkasafnara – Skúla Mogensen. Barrios er Bandaríkjamaður en ólst upp í Venesúela. Kveðst Hafþór hafa óskað eftir því við Skúla að fá verkið lánað svo sýna megi það öllum borgarbúum og hafi Skúli fallist á það. Staðsetningin á hringtorginu á mótum Borgartúns og Katrínartúns (áður Höfðatúns) gefi fólki kost á að ganga í kringum skúlptúrinn sem sé mjög mikilvægt. „Þegar horft er á hann úr einni átt virðist hann samanstanda af fjórum þrívíðum formum en þegar litið er á hann frá hlið sést að hann er minna en einn sentímetri að þykkt," útskýrir safnstjórinn. Að sögn Hafþórs er Skúli mjög sáttur við staðsetninguna. Hann hafi boðist til að borga uppsetningu og lýsingu verksins með það í huga að það verði á þessum stað í nokkur ár. Borgin myndi hins vegar tryggja verkið. Það mun kosta rúmar eitt hundrað þúsund krónur á ári „Það eru eyjur í götunni sem verja skúlptúrinn ef ökumaður missir vald á farartæki," tekur safnstjórinn fram í því samhengi. Torfi Hjartarson, fulltrúi Vinstri grænna í skipulagsráði, greiddi atkvæði gegn því að gerður yrði samningur við Skúla um uppsetningu Obtusa. Bókaði Torfi að hann teldi „bæði óþarft og óheppilegt að koma listaverki í eigu einkaaðila fyrir á áberandi stað í almannarými utan við skrifstofur borgarinnar og móttökuhúsið Höfða". Benti Torfi sérstaklega á að Skúli Mogensen ætti í „umsvifamiklum rekstri með áberandi merkingum skammt undan." Vísar hann til þess að Skúli er eigandi Wow-air sem er með skrifstofur rétt ofan Höfðatorgs. Aðrir í skipulagsráði gerðu ekki athugasemdir við samninginn við Skúla sem fer aftur til menningarráðs og þaðan til afgreiðslu borgarráðs. Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Fleiri fréttir Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Sjá meira
Setja á listaverk í eigu athafnamannsins Skúla Mogensen upp við Höfðatorg. Skúli lánar borginni verkið sem er eftir Rafael Barrios. Fulltrúi VG segir óþarft og óheppilegt að koma listaverkinu fyrir í almannarými nærri fyrirtæki eigandans. Skipulagsráð Reykjavíkur hefur samþykkt að skúlptúrinn Obtusa eftir Rafael Barrios verði settur upp á mótum Höfðatúns og Borgartúns. Verkið er í eigu athafnamannsins Skúla Mogensen sem kostar uppsetninguna. Fram kemur að í erindi Hafþórs Yngvasonar, safnstjóra Listasafns Reykjavíkur, til menningarráðs borgarinnar að níu skúlptúrar eftir Rafael Barrios hafi síðastliðinn vetur verið settir upp á Madison Avenue á Manhattan í New York. Sýningin hafi vakið „feikilega athygli og aðdáun almennings". Svo vilji til að eitt verkið sé í eigu íslensks listaverkasafnara – Skúla Mogensen. Barrios er Bandaríkjamaður en ólst upp í Venesúela. Kveðst Hafþór hafa óskað eftir því við Skúla að fá verkið lánað svo sýna megi það öllum borgarbúum og hafi Skúli fallist á það. Staðsetningin á hringtorginu á mótum Borgartúns og Katrínartúns (áður Höfðatúns) gefi fólki kost á að ganga í kringum skúlptúrinn sem sé mjög mikilvægt. „Þegar horft er á hann úr einni átt virðist hann samanstanda af fjórum þrívíðum formum en þegar litið er á hann frá hlið sést að hann er minna en einn sentímetri að þykkt," útskýrir safnstjórinn. Að sögn Hafþórs er Skúli mjög sáttur við staðsetninguna. Hann hafi boðist til að borga uppsetningu og lýsingu verksins með það í huga að það verði á þessum stað í nokkur ár. Borgin myndi hins vegar tryggja verkið. Það mun kosta rúmar eitt hundrað þúsund krónur á ári „Það eru eyjur í götunni sem verja skúlptúrinn ef ökumaður missir vald á farartæki," tekur safnstjórinn fram í því samhengi. Torfi Hjartarson, fulltrúi Vinstri grænna í skipulagsráði, greiddi atkvæði gegn því að gerður yrði samningur við Skúla um uppsetningu Obtusa. Bókaði Torfi að hann teldi „bæði óþarft og óheppilegt að koma listaverki í eigu einkaaðila fyrir á áberandi stað í almannarými utan við skrifstofur borgarinnar og móttökuhúsið Höfða". Benti Torfi sérstaklega á að Skúli Mogensen ætti í „umsvifamiklum rekstri með áberandi merkingum skammt undan." Vísar hann til þess að Skúli er eigandi Wow-air sem er með skrifstofur rétt ofan Höfðatorgs. Aðrir í skipulagsráði gerðu ekki athugasemdir við samninginn við Skúla sem fer aftur til menningarráðs og þaðan til afgreiðslu borgarráðs.
Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Fleiri fréttir Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Sjá meira