Innlent

Ætluðu að skjóta rjúpu á Þingvöllum

Hér má sjá þyrluna lenda á Þingvöllum á þriðja tímanum í dag. Tekin var skýrsla af skotveiðimönnunum.
Hér má sjá þyrluna lenda á Þingvöllum á þriðja tímanum í dag. Tekin var skýrsla af skotveiðimönnunum. Mynd/Aron Andrew
Lögreglan hafði afskipti af rjúpnaskyttum á Þingvöllum á þriðja tímanum í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi barst tilkynning um að skotveiðimenn væru að skjóta rjúpu í þjóðgarðinum, sem er stranglega bannað samkvæmt lögum enda friðað svæði.

Því var ákveðið að kalla til þyrlu Landhelgisgæslunnar, sem sótti lögreglumann á Selfoss.

Skotveiðimennirnir fundust fljótlega úr lofti og tók lögreglan skýrslu af þeim. Skotvopn og skotfæri voru gerð upptækt. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu höfðu mennirnir ekki skotið neinar rjúpur, og sögðust ekki vita að þeir hafi verið á friðuðu svæði.

Athugasemd: Í fyrri frétt um málið var sagt frá því að mennirnir höfðu skotið rjúpu, en það ku ekki vera rétt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×