Skyldulífeyrissparnaður er nauðsynlegur Sæunn Gísladóttir skrifar 8. september 2015 10:54 Svend. E Hougaard Jensen, prófessor við Copenhagen Business School. Vísir/GVA Mikilvægt er að skapa hvata til að fólk vilji spara ellilífeyri þar sem almenningur sparar ekki nærri því nógu mikið ef dregið er úr skyldulífeyrissparnaði. Þetta kom fram í máli Svend E. Hougaard Jensen, prófessor við Copenhagen Business School sem fjallaði um þetta efni á málstofu hjá Seðlabankanum í gær, út frá aðstæðum í Danmörku. Þar sem íslenska lífeyriskerfið er á ýmsan hátt svipað því danska er ýmislegt sem við getum lært af rannsóknum hans. Á málstofunni í gær kynnti Hougaard Jensen niðurstöður úr ritgerð sinni Occupational Pensions, Aggregate Saving and Fiscal Sustainability in Denmark. Danska lífeyriskerfið er talið eitt það besta í heiminum meðal annars vegna þess að það er talið sjálfbært til lengri tíma litið. Það hefur verið valið besta kerfið af Melbourne Mercer Global Pension Index þrjú ár í röð. Frá níunda áratugnum hefur þeim sem greiða í lífeyrissjóði farið fjölgandi í Danmörku og námu eignir lífeyrissjóðanna 200% af vergri landsframleiðslu árið 2012, samanborið við 50% árið 1984. Á málstofunni fjallaði Hougaard Jensen sérstaklega um áhrif þess að draga úr skyldulífeyrissparnaði. Rannsókn sýndi fram á að einungis 15% Dana bregðast við breytingum á reglum um lífeyrissparnað með því að auka við eða draga úr sparnaði. Þess vegna er talið brýnt að hafa skyldulífeyrissparnað. Hougaard Jensen telur að þetta geti ekki staðist og samkvæmt rannsóknum hans myndu Danir bregðast við afnámi skyldulífeyrissparnaðar með því að spara um 50% af núverandi lífeyri. Þetta gæti hins vegar haft mjög slæm áhrif á danska hagkerfið. Í byrjun myndi skattstofninn aukast þar sem fólk myndi spara minna og því eyða meiru sem myndi margfaldast út í hagkerfið. Hins vegar myndi þetta til lengri tíma litið hafa skaðleg áhrif. Útgjöld ríkisins myndu ekki standa undir sér, það yrði árlegur halli sem myndi nema 1%, eða 15 milljörðum danskra króna. Jensen vék einnig stuttlega að áhrifum þess að breyta því hvernig ávöxtun af lífeyri er skattlagður og greiddur út. Hann telur mikilvægt að viðhalda núverandi kerfi í Danmörku. Rauði þráðurinn í fyrirlestrinum var hins vegar mikilvægi þess að skapa hvata til að almenningur vilji spara lífeyri, þar sem almenningur bregst við hvötum og eins og rannsóknir hans hafa sýnt fram á myndi afnám skyldulífeyrissparnaðar hafa neikvæð áhrif á hagkerfið. Hægt er að lesa ritgerð hans hér. Mest lesið „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Viðskipti innlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Fleiri fréttir Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Sjá meira
Mikilvægt er að skapa hvata til að fólk vilji spara ellilífeyri þar sem almenningur sparar ekki nærri því nógu mikið ef dregið er úr skyldulífeyrissparnaði. Þetta kom fram í máli Svend E. Hougaard Jensen, prófessor við Copenhagen Business School sem fjallaði um þetta efni á málstofu hjá Seðlabankanum í gær, út frá aðstæðum í Danmörku. Þar sem íslenska lífeyriskerfið er á ýmsan hátt svipað því danska er ýmislegt sem við getum lært af rannsóknum hans. Á málstofunni í gær kynnti Hougaard Jensen niðurstöður úr ritgerð sinni Occupational Pensions, Aggregate Saving and Fiscal Sustainability in Denmark. Danska lífeyriskerfið er talið eitt það besta í heiminum meðal annars vegna þess að það er talið sjálfbært til lengri tíma litið. Það hefur verið valið besta kerfið af Melbourne Mercer Global Pension Index þrjú ár í röð. Frá níunda áratugnum hefur þeim sem greiða í lífeyrissjóði farið fjölgandi í Danmörku og námu eignir lífeyrissjóðanna 200% af vergri landsframleiðslu árið 2012, samanborið við 50% árið 1984. Á málstofunni fjallaði Hougaard Jensen sérstaklega um áhrif þess að draga úr skyldulífeyrissparnaði. Rannsókn sýndi fram á að einungis 15% Dana bregðast við breytingum á reglum um lífeyrissparnað með því að auka við eða draga úr sparnaði. Þess vegna er talið brýnt að hafa skyldulífeyrissparnað. Hougaard Jensen telur að þetta geti ekki staðist og samkvæmt rannsóknum hans myndu Danir bregðast við afnámi skyldulífeyrissparnaðar með því að spara um 50% af núverandi lífeyri. Þetta gæti hins vegar haft mjög slæm áhrif á danska hagkerfið. Í byrjun myndi skattstofninn aukast þar sem fólk myndi spara minna og því eyða meiru sem myndi margfaldast út í hagkerfið. Hins vegar myndi þetta til lengri tíma litið hafa skaðleg áhrif. Útgjöld ríkisins myndu ekki standa undir sér, það yrði árlegur halli sem myndi nema 1%, eða 15 milljörðum danskra króna. Jensen vék einnig stuttlega að áhrifum þess að breyta því hvernig ávöxtun af lífeyri er skattlagður og greiddur út. Hann telur mikilvægt að viðhalda núverandi kerfi í Danmörku. Rauði þráðurinn í fyrirlestrinum var hins vegar mikilvægi þess að skapa hvata til að almenningur vilji spara lífeyri, þar sem almenningur bregst við hvötum og eins og rannsóknir hans hafa sýnt fram á myndi afnám skyldulífeyrissparnaðar hafa neikvæð áhrif á hagkerfið. Hægt er að lesa ritgerð hans hér.
Mest lesið „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Viðskipti innlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Fleiri fréttir Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Sjá meira