Skyldulífeyrissparnaður er nauðsynlegur Sæunn Gísladóttir skrifar 8. september 2015 10:54 Svend. E Hougaard Jensen, prófessor við Copenhagen Business School. Vísir/GVA Mikilvægt er að skapa hvata til að fólk vilji spara ellilífeyri þar sem almenningur sparar ekki nærri því nógu mikið ef dregið er úr skyldulífeyrissparnaði. Þetta kom fram í máli Svend E. Hougaard Jensen, prófessor við Copenhagen Business School sem fjallaði um þetta efni á málstofu hjá Seðlabankanum í gær, út frá aðstæðum í Danmörku. Þar sem íslenska lífeyriskerfið er á ýmsan hátt svipað því danska er ýmislegt sem við getum lært af rannsóknum hans. Á málstofunni í gær kynnti Hougaard Jensen niðurstöður úr ritgerð sinni Occupational Pensions, Aggregate Saving and Fiscal Sustainability in Denmark. Danska lífeyriskerfið er talið eitt það besta í heiminum meðal annars vegna þess að það er talið sjálfbært til lengri tíma litið. Það hefur verið valið besta kerfið af Melbourne Mercer Global Pension Index þrjú ár í röð. Frá níunda áratugnum hefur þeim sem greiða í lífeyrissjóði farið fjölgandi í Danmörku og námu eignir lífeyrissjóðanna 200% af vergri landsframleiðslu árið 2012, samanborið við 50% árið 1984. Á málstofunni fjallaði Hougaard Jensen sérstaklega um áhrif þess að draga úr skyldulífeyrissparnaði. Rannsókn sýndi fram á að einungis 15% Dana bregðast við breytingum á reglum um lífeyrissparnað með því að auka við eða draga úr sparnaði. Þess vegna er talið brýnt að hafa skyldulífeyrissparnað. Hougaard Jensen telur að þetta geti ekki staðist og samkvæmt rannsóknum hans myndu Danir bregðast við afnámi skyldulífeyrissparnaðar með því að spara um 50% af núverandi lífeyri. Þetta gæti hins vegar haft mjög slæm áhrif á danska hagkerfið. Í byrjun myndi skattstofninn aukast þar sem fólk myndi spara minna og því eyða meiru sem myndi margfaldast út í hagkerfið. Hins vegar myndi þetta til lengri tíma litið hafa skaðleg áhrif. Útgjöld ríkisins myndu ekki standa undir sér, það yrði árlegur halli sem myndi nema 1%, eða 15 milljörðum danskra króna. Jensen vék einnig stuttlega að áhrifum þess að breyta því hvernig ávöxtun af lífeyri er skattlagður og greiddur út. Hann telur mikilvægt að viðhalda núverandi kerfi í Danmörku. Rauði þráðurinn í fyrirlestrinum var hins vegar mikilvægi þess að skapa hvata til að almenningur vilji spara lífeyri, þar sem almenningur bregst við hvötum og eins og rannsóknir hans hafa sýnt fram á myndi afnám skyldulífeyrissparnaðar hafa neikvæð áhrif á hagkerfið. Hægt er að lesa ritgerð hans hér. Mest lesið Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Viðskipti innlent Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar Viðskipti innlent Skarphéðinn til Sagafilm Viðskipti innlent Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Viðskipti innlent „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Sjálfkjörið í stjórn Símans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Sjá meira
Mikilvægt er að skapa hvata til að fólk vilji spara ellilífeyri þar sem almenningur sparar ekki nærri því nógu mikið ef dregið er úr skyldulífeyrissparnaði. Þetta kom fram í máli Svend E. Hougaard Jensen, prófessor við Copenhagen Business School sem fjallaði um þetta efni á málstofu hjá Seðlabankanum í gær, út frá aðstæðum í Danmörku. Þar sem íslenska lífeyriskerfið er á ýmsan hátt svipað því danska er ýmislegt sem við getum lært af rannsóknum hans. Á málstofunni í gær kynnti Hougaard Jensen niðurstöður úr ritgerð sinni Occupational Pensions, Aggregate Saving and Fiscal Sustainability in Denmark. Danska lífeyriskerfið er talið eitt það besta í heiminum meðal annars vegna þess að það er talið sjálfbært til lengri tíma litið. Það hefur verið valið besta kerfið af Melbourne Mercer Global Pension Index þrjú ár í röð. Frá níunda áratugnum hefur þeim sem greiða í lífeyrissjóði farið fjölgandi í Danmörku og námu eignir lífeyrissjóðanna 200% af vergri landsframleiðslu árið 2012, samanborið við 50% árið 1984. Á málstofunni fjallaði Hougaard Jensen sérstaklega um áhrif þess að draga úr skyldulífeyrissparnaði. Rannsókn sýndi fram á að einungis 15% Dana bregðast við breytingum á reglum um lífeyrissparnað með því að auka við eða draga úr sparnaði. Þess vegna er talið brýnt að hafa skyldulífeyrissparnað. Hougaard Jensen telur að þetta geti ekki staðist og samkvæmt rannsóknum hans myndu Danir bregðast við afnámi skyldulífeyrissparnaðar með því að spara um 50% af núverandi lífeyri. Þetta gæti hins vegar haft mjög slæm áhrif á danska hagkerfið. Í byrjun myndi skattstofninn aukast þar sem fólk myndi spara minna og því eyða meiru sem myndi margfaldast út í hagkerfið. Hins vegar myndi þetta til lengri tíma litið hafa skaðleg áhrif. Útgjöld ríkisins myndu ekki standa undir sér, það yrði árlegur halli sem myndi nema 1%, eða 15 milljörðum danskra króna. Jensen vék einnig stuttlega að áhrifum þess að breyta því hvernig ávöxtun af lífeyri er skattlagður og greiddur út. Hann telur mikilvægt að viðhalda núverandi kerfi í Danmörku. Rauði þráðurinn í fyrirlestrinum var hins vegar mikilvægi þess að skapa hvata til að almenningur vilji spara lífeyri, þar sem almenningur bregst við hvötum og eins og rannsóknir hans hafa sýnt fram á myndi afnám skyldulífeyrissparnaðar hafa neikvæð áhrif á hagkerfið. Hægt er að lesa ritgerð hans hér.
Mest lesið Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Viðskipti innlent Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar Viðskipti innlent Skarphéðinn til Sagafilm Viðskipti innlent Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Viðskipti innlent „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Sjálfkjörið í stjórn Símans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Sjá meira